Konur eiga að tala um húð, hár og neglur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 14:00 Fida framleiðir fæðubótarefni úr kísil. VÍSIR/VILHELM Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og meðstofnandi fyrirtækisins Geosilica, sem framleiðir kísilfæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum landsins. Fida er fædd og uppalin í Palestínu en flutti til Íslands árið 1995, um það bil sem hún átti að byrja í menntaskóla. „Íslenska var auðvitað ekki móðurmálið mitt. Ég reyndi að fá undanþágu og hafði mikinn áhuga á að klára menntun mína en það gekk erfiðlega,“ segir Fida. Árið 2008 lauk hún námi við viðskipta- og hagfræðideild háskólabrúar Keilis. Vorið 2012 útskrifaðist hún svo með B.sc.-gráðu í umhverfis- og orkutæknifræði frá Háskóla Íslands. „Þetta byrjaði út frá lokaverkefninu mínu og við stofnuðum Geosilica í kjölfarið. Verkefnið okkar snýst fyrst og fremst um nýtingu á auðlindum,“ útskýrir Fida. „Við erum að leysa vandamál sem er búið að vera til staðar í mörg ár. En við finnum fyrir því að gert er ráð fyrir því konur eigi frekar að vera í framleiðslu á fegrunarvörum, við eigum að vera að tala um húð, hár og neglur en ekki græna orku og nýtingu á auðlindum.“ Hjá Geosilica starfa fimm starfsmenn, þrjár konur og tveir karlmenn. „Það er oftast fyrst haft sambandi við strákana þó svo að við séum með sömu menntun,“ segir Fida. „Það eru fáar konur sem hafa farið í þetta. Það er því erfitt að finna fyrirmyndir og það er barátta á hverjum degi að sanna það að við erum klárar líka.“ Hún segir Geosilica stefna á að koma kísilfæðubótarefninu á markað í desember. „Sé kísill tekinn inn reglulega með fæðu getur hann komið í veg fyrir beinþynningu. Fólk er að taka kalk og mjólkurvörur eru d-vítamínbættar en ef kísill er ekki tekinn með á líkaminn erfitt með að koma steinefnunum fyrir í beinunum.“ Kísill er þekktur fyrir að hafa góð áhrif á húð, hár og neglur en áhrif hans takmarkast ekki þar. „Hann styrkir líka bandvef, brjósk, sinar og liðbönd. Þar sem hann styrkir bandvefinn getur hann dregið úr tíðni íþróttameiðsla.“ Fida segir frá Geosilica og deilir reynslu sinni af því að fá hugmynd og koma henni í framkvæmd á alþjóðlegum degi frumkvöðlakvenna í Hannesarholti klukkan hálf fjögur í dag. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og meðstofnandi fyrirtækisins Geosilica, sem framleiðir kísilfæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum landsins. Fida er fædd og uppalin í Palestínu en flutti til Íslands árið 1995, um það bil sem hún átti að byrja í menntaskóla. „Íslenska var auðvitað ekki móðurmálið mitt. Ég reyndi að fá undanþágu og hafði mikinn áhuga á að klára menntun mína en það gekk erfiðlega,“ segir Fida. Árið 2008 lauk hún námi við viðskipta- og hagfræðideild háskólabrúar Keilis. Vorið 2012 útskrifaðist hún svo með B.sc.-gráðu í umhverfis- og orkutæknifræði frá Háskóla Íslands. „Þetta byrjaði út frá lokaverkefninu mínu og við stofnuðum Geosilica í kjölfarið. Verkefnið okkar snýst fyrst og fremst um nýtingu á auðlindum,“ útskýrir Fida. „Við erum að leysa vandamál sem er búið að vera til staðar í mörg ár. En við finnum fyrir því að gert er ráð fyrir því konur eigi frekar að vera í framleiðslu á fegrunarvörum, við eigum að vera að tala um húð, hár og neglur en ekki græna orku og nýtingu á auðlindum.“ Hjá Geosilica starfa fimm starfsmenn, þrjár konur og tveir karlmenn. „Það er oftast fyrst haft sambandi við strákana þó svo að við séum með sömu menntun,“ segir Fida. „Það eru fáar konur sem hafa farið í þetta. Það er því erfitt að finna fyrirmyndir og það er barátta á hverjum degi að sanna það að við erum klárar líka.“ Hún segir Geosilica stefna á að koma kísilfæðubótarefninu á markað í desember. „Sé kísill tekinn inn reglulega með fæðu getur hann komið í veg fyrir beinþynningu. Fólk er að taka kalk og mjólkurvörur eru d-vítamínbættar en ef kísill er ekki tekinn með á líkaminn erfitt með að koma steinefnunum fyrir í beinunum.“ Kísill er þekktur fyrir að hafa góð áhrif á húð, hár og neglur en áhrif hans takmarkast ekki þar. „Hann styrkir líka bandvef, brjósk, sinar og liðbönd. Þar sem hann styrkir bandvefinn getur hann dregið úr tíðni íþróttameiðsla.“ Fida segir frá Geosilica og deilir reynslu sinni af því að fá hugmynd og koma henni í framkvæmd á alþjóðlegum degi frumkvöðlakvenna í Hannesarholti klukkan hálf fjögur í dag.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira