Óvenjulegt dansverk í flutningi poppara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:30 Þau Alexander og Áslaug notuðu sviðshreyfingar poppara sem innblástur að dansverki. Vísir/Valli Þema Reykjavík Dancefestival dagana 26. til 30. nóvember er poppmenning og hvernig áhrifa hennar gætir í dansinum. Eitt verkanna á hátíðinni heitir Fronting eftir danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Róberts. „Verkið er þannig að við vinnum með söngvurum hljómsveita og einblínum á hreyfingar þeirra. Það má eiginlega segja að þetta séu tónleikar sem eru fluttir með líkömum þeirra,“ segir Ásrún, en tónlistarmennirnir flytja verkið sjálfir, þau Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson, Katarina Mogensen í Mammút og Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu. Hugmyndin kom út frá pælingum með daglegar hreyfingar. „Við skoðum hvernig hreyfingar geta orðið danshreyfingar ómeðvitað. Tónlistarmenn nota líkama sinn mikið og við vildum skoða hvaða hlutverki líkaminn gegnir í sviðsframkomu,“ segir hún, en þessir tónlistarmenn styðjast ekki við fyrir fram ákveðnar danshreyfingar. „Þetta ferli var ótrúlega skemmtilegt, allavega fyrir mig, og ég held þau líka. Samvinnan var svo gefandi og skemmtileg, við vinnum öll ólíkt og nálgumst hlutina ólíkt. Ég lærði mikið af þeim og kynntist þeim vel sem var frábært.“ Verkið hafa þau unnið síðan í maí og segir hún samstarfið hafa gengið vel. „Þau tóku miklu betur í þetta og voru skilningsríkari en ég nokkurn tíma hélt og voru ótrúlega opin og meðtækileg,“ segir Ásrún, og bætir við: „Ef Katarina hefði hringt og beðið mig að koma upp á svið með Mammút og syngja þá hefði ég sagt nei.“ Ásgerður Gunnarsdóttir er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sem síðast var haldin í ágúst. „Hátíðin er haldin fjórum sinnum á ári og sú stærsta er alltaf í ágúst. Hinar þrjár eru aðeins minni í sniðum,“ segir hún. Von er á skemmtilegum listamönnum að utan, til dæmis dansaranum Höllu Ólafsdóttur sem undanfarið hefur dansað með The Knife. „Ula Sickle, dansari frá Belgíu, kemur með tvo sólóa sem hún hefur unnið með dönsurum frá Kongó strák og stelpu. Einn sólóinn skoðar s klúbbamenningu í Kongó og hinn rannsakar hina óhefðbundna danssögu eins og hipphopp, djass og Charleston.“ „Myndlistarmaðurinn Christian Falsnaes er með opnunarverk hátíðarinnar, en hann hefur í fyrri verkum sínum notað áhorfendur sem dansara í verkinu, og það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir nú" segir Ásgerður. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á www.reykjavikdancefestival.is Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira
Þema Reykjavík Dancefestival dagana 26. til 30. nóvember er poppmenning og hvernig áhrifa hennar gætir í dansinum. Eitt verkanna á hátíðinni heitir Fronting eftir danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Róberts. „Verkið er þannig að við vinnum með söngvurum hljómsveita og einblínum á hreyfingar þeirra. Það má eiginlega segja að þetta séu tónleikar sem eru fluttir með líkömum þeirra,“ segir Ásrún, en tónlistarmennirnir flytja verkið sjálfir, þau Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson, Katarina Mogensen í Mammút og Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu. Hugmyndin kom út frá pælingum með daglegar hreyfingar. „Við skoðum hvernig hreyfingar geta orðið danshreyfingar ómeðvitað. Tónlistarmenn nota líkama sinn mikið og við vildum skoða hvaða hlutverki líkaminn gegnir í sviðsframkomu,“ segir hún, en þessir tónlistarmenn styðjast ekki við fyrir fram ákveðnar danshreyfingar. „Þetta ferli var ótrúlega skemmtilegt, allavega fyrir mig, og ég held þau líka. Samvinnan var svo gefandi og skemmtileg, við vinnum öll ólíkt og nálgumst hlutina ólíkt. Ég lærði mikið af þeim og kynntist þeim vel sem var frábært.“ Verkið hafa þau unnið síðan í maí og segir hún samstarfið hafa gengið vel. „Þau tóku miklu betur í þetta og voru skilningsríkari en ég nokkurn tíma hélt og voru ótrúlega opin og meðtækileg,“ segir Ásrún, og bætir við: „Ef Katarina hefði hringt og beðið mig að koma upp á svið með Mammút og syngja þá hefði ég sagt nei.“ Ásgerður Gunnarsdóttir er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sem síðast var haldin í ágúst. „Hátíðin er haldin fjórum sinnum á ári og sú stærsta er alltaf í ágúst. Hinar þrjár eru aðeins minni í sniðum,“ segir hún. Von er á skemmtilegum listamönnum að utan, til dæmis dansaranum Höllu Ólafsdóttur sem undanfarið hefur dansað með The Knife. „Ula Sickle, dansari frá Belgíu, kemur með tvo sólóa sem hún hefur unnið með dönsurum frá Kongó strák og stelpu. Einn sólóinn skoðar s klúbbamenningu í Kongó og hinn rannsakar hina óhefðbundna danssögu eins og hipphopp, djass og Charleston.“ „Myndlistarmaðurinn Christian Falsnaes er með opnunarverk hátíðarinnar, en hann hefur í fyrri verkum sínum notað áhorfendur sem dansara í verkinu, og það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir nú" segir Ásgerður. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á www.reykjavikdancefestival.is
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira