Er áttræð og yrkir dýrt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 14:00 "Það verður örugglega mikið sungið,“ segir Ragna þegar hún er spurð út í afmælisfagnaðinn næsta laugardag. Vísir/Stefán „Viðtal? Ég veit ekki hvort ég hef tíma í það. Því eldri sem maður verður því meira er að gera,“ segir Ragna Guðvarðardóttir sem er áttræð í dag en má ekki vera að því að halda upp á það fyrr en næsta laugardag, 22. nóvember. Hún er á förum austur í Þorlákshöfn að lesa upp ljóð þegar ég næ í hana í síma, svo afmælisviðtalið snýst upp í ljóðaspjall í byrjun. „Ég hef verið í ljóðahópi eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi í fjórtán ár og við höfum gefið út eina bók á ári sameiginlega. Þórður Helgason dósent hefur verið með okkur allan tímann, kennt okkur og aðstoðað okkur í bókaútgáfunni,“ segir Ragna og heldur áfram. „Svo hafa einstaklingar innan hópsins líka gefið út bækur, þar á meðal ég. Mín bók heitir Ljóðaland og öll ljóðin í henni eru ort undir dróttkveðnum bragarhætti.“Er langt síðan þú tileinkaðir þér hann? „Það kom smátt og smátt að ég fór að velta honum fyrir mér í ljóðahópnum. Mér fannst hann svo sérstakur.“Er ekki afar vandasamt að yrkja dróttkveðið? „Það er svona eins og að ráða krossgátur. Maður þarf að vera dálítið góður í íslensku því tvö orð í hverri línu þurfa að vera af sama stofni, þau ríma í annarri hvorri línu en ekki í hinni. Svo er líka stuðlun en ekki endarím. Þetta er sama form og notað var í Íslendingasögunum.“Varstu byrjuð að yrkja áður en þú fórst í Gjábakkahópinn? „Ég hafði sett saman ferskeytlur og gamanbragi en ekki ljóð sem hægt er að kalla því nafni.“Hvaðan ertu? „Ég er úr Fljótunum í Skagafirði. Frá bænum Minni-Reitir, frændi minn býr þar núna. Ég fór að heiman um tvítugt og var í vinnu hingað og þangað um landið til að byrja með en flutti til Reykjavíkur 1968 og í Kópavoginn 1978.“Spræk og heilsuhraust? „Já, eins og er. Ég hef svo sem orðið veik en alltaf hjarnað við aftur.“Þú sagðist hafa fullt að gera, er það félagslífið sem þú stundar svona stíft? „Já, ég er í kór eldri borgara hér í Kópavogi og í danshóp sem iðkar línudans, svo spila ég boccia. Ég var reyndar að koma úr saumaklúbbi núna. Við skólasystur af Varmalandi erum búnar að vera með saumaklúbb í fjölda ára.“Hvernig ætlarðu að halda upp á afmælið næsta laugardag? „Ég ætla að hafa opið hús í Gjábakka. Þar verður örugglega mikið sungið. Dótturdóttir mín er söngkennari í verkfalli svo hún hefur nógan tíma til að skipuleggja söngatriði.“ Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Viðtal? Ég veit ekki hvort ég hef tíma í það. Því eldri sem maður verður því meira er að gera,“ segir Ragna Guðvarðardóttir sem er áttræð í dag en má ekki vera að því að halda upp á það fyrr en næsta laugardag, 22. nóvember. Hún er á förum austur í Þorlákshöfn að lesa upp ljóð þegar ég næ í hana í síma, svo afmælisviðtalið snýst upp í ljóðaspjall í byrjun. „Ég hef verið í ljóðahópi eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi í fjórtán ár og við höfum gefið út eina bók á ári sameiginlega. Þórður Helgason dósent hefur verið með okkur allan tímann, kennt okkur og aðstoðað okkur í bókaútgáfunni,“ segir Ragna og heldur áfram. „Svo hafa einstaklingar innan hópsins líka gefið út bækur, þar á meðal ég. Mín bók heitir Ljóðaland og öll ljóðin í henni eru ort undir dróttkveðnum bragarhætti.“Er langt síðan þú tileinkaðir þér hann? „Það kom smátt og smátt að ég fór að velta honum fyrir mér í ljóðahópnum. Mér fannst hann svo sérstakur.“Er ekki afar vandasamt að yrkja dróttkveðið? „Það er svona eins og að ráða krossgátur. Maður þarf að vera dálítið góður í íslensku því tvö orð í hverri línu þurfa að vera af sama stofni, þau ríma í annarri hvorri línu en ekki í hinni. Svo er líka stuðlun en ekki endarím. Þetta er sama form og notað var í Íslendingasögunum.“Varstu byrjuð að yrkja áður en þú fórst í Gjábakkahópinn? „Ég hafði sett saman ferskeytlur og gamanbragi en ekki ljóð sem hægt er að kalla því nafni.“Hvaðan ertu? „Ég er úr Fljótunum í Skagafirði. Frá bænum Minni-Reitir, frændi minn býr þar núna. Ég fór að heiman um tvítugt og var í vinnu hingað og þangað um landið til að byrja með en flutti til Reykjavíkur 1968 og í Kópavoginn 1978.“Spræk og heilsuhraust? „Já, eins og er. Ég hef svo sem orðið veik en alltaf hjarnað við aftur.“Þú sagðist hafa fullt að gera, er það félagslífið sem þú stundar svona stíft? „Já, ég er í kór eldri borgara hér í Kópavogi og í danshóp sem iðkar línudans, svo spila ég boccia. Ég var reyndar að koma úr saumaklúbbi núna. Við skólasystur af Varmalandi erum búnar að vera með saumaklúbb í fjölda ára.“Hvernig ætlarðu að halda upp á afmælið næsta laugardag? „Ég ætla að hafa opið hús í Gjábakka. Þar verður örugglega mikið sungið. Dótturdóttir mín er söngkennari í verkfalli svo hún hefur nógan tíma til að skipuleggja söngatriði.“
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira