Baráttan gegn brottfalli Dagný Broddadóttir og Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar