Baráttan gegn brottfalli Dagný Broddadóttir og Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun