Ríkisútvarp okkar allra – til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Útvarpið á að vera háskóli alþýðunnar, leikhús hennar, kirkja og sönghöll, heimild nýrra tíðinda og sannrar frásögu, skemmtistaður hennar og athvarf úr einveru og fásinni.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í árdaga útvarpsins og þessi grundvallarmarkmið hafa ekkert breyst þrátt fyrir gífurlegar tækniframfarir og samfélagsbreytingar frá fyrstu útsendingu árið 1930.Hvers vegna Ríkisútvarp? Ríkisútvarpið hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings almennings sem ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og það hefur fylgt henni á mikilvægustu stundunum í sögu hennar. Hlustunar-, áhorfs- og traustsmælingar sýna að staða Ríkisútvarpsins er sem fyrr sterk, í samanburði við fjölmiðla hérlendis sem erlendis. Þjóðir Evrópu hafa valið að hafa almannafjölmiðil líkt og við og sátt ríkir um mikilvægi slíkra fjölmiðla. Ástæðan er sú að almannafjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna, umfram einkarekna fjölmiðla, við hlustendur og áhorfendur. Öllum samfélagsþegnum er tryggt aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins – óhlutdrægum fréttum, gagnrýninni umræðu og gæðaefni á íslensku. Öflugt Ríkisútvarp er enn jafn mikilvægt þrátt fyrir fjölda nýrra samskiptaforma og einkarekna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þjónar almenningi og stuðlar að jöfnuði, sanngirni og samkennd í stóru sem smáu. Við viljum að Ríkisútvarpið sé sameinandi afl í æ sundurleitara þjóðfélagi.Hvert stefnum við? Framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að Ríkisútvarpið verði áfram öflugur almannamiðill í þjónustu þjóðarinnar allrar og aukin áhersla er lögð á menningar- og samfélagshlutverk hans. Við viljum vera virkir þátttakendur í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka við þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við ætlum að efla innlenda dagskrárgerð og bæta framboð á leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku, enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði upp á vandað íslenskt efni þegar afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Nauðsynlegt er að gera átak í varðveislu og miðlun þjóðararfsins úr gullkistu Ríkisútvarpsins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni ber að hlúa. Undirbúningur er hafinn að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnt að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins. Stór skref hafa verið stigin í átt til meira jafnréttis í starfseminni og við viljum að Ríkisútvarpið sé í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnhliða endurbótum á dreifikerfi og sífellt meiri áherslu á bætt aðgengi allra opnum við talið við þjóðina um Ríkisútvarp okkar allra.Útvarpsgjaldið stendur undir rekstrinum Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar og allir landsmenn hafa skoðun á því hvernig það þjónar skyldum sínum best. Frá upphafi hefur verið tekist á um rekstrar- og tilvistargrundvöll þess á vettvangi stjórnmálanna og árleg óvissa um fjármögnun hefur sett mark sitt á rekstur, tækniþróun og stefnumótun til langs tíma. Mikið hefur verið hagrætt í starfseminni á síðustu árum og á þessu ári hefur verið leitað leiða til að létta á skuldsetningu sem á m.a. rætur í gömlum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Á undanförnum árum hefur ríkið tekið til sín hluta af útvarpsgjaldinu á hverju ári og nýtt í óskyld verkefni þrátt fyrir óbreyttar lagakvaðir um víðtæka þjónustu og skuldbindingar RÚV. Útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiðir er sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki er þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV.Traust og metnaður Ætlast er til að öll opinber fyrirtæki sýni ábyrgð í rekstri og vandaða starfshætti. Árangur almannafjölmiðils verður hins vegar á endanum mældur af trúverðugleika hans og því dýrmæta trausti sem þjóðin ber til hans. Til að viðhalda því trausti þarf Ríkisútvarpið að eiga daglegt samtal við þjóðina, efna til stórhuga og metnaðarfullra verka og standa ávallt vaktina þegar mikið liggur við. Ríkisútvarpið á að virkja samtakamátt þjóðarinnar á stórum stundum, leiða nýsköpun, og vera gagnrýnin, gagnvirk og sjálfstæð stofnun. Tilgangurinn er í raun enn hinn sami og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lýsti við upphaf útsendinga Sjónvarpsins 30. september 1966, „að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda, staður stórra drauma.“ Svo að þessi sýn megi lifa þurfum við áfram að standa vörð um Ríkisútvarp okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
„Útvarpið á að vera háskóli alþýðunnar, leikhús hennar, kirkja og sönghöll, heimild nýrra tíðinda og sannrar frásögu, skemmtistaður hennar og athvarf úr einveru og fásinni.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í árdaga útvarpsins og þessi grundvallarmarkmið hafa ekkert breyst þrátt fyrir gífurlegar tækniframfarir og samfélagsbreytingar frá fyrstu útsendingu árið 1930.Hvers vegna Ríkisútvarp? Ríkisútvarpið hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings almennings sem ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og það hefur fylgt henni á mikilvægustu stundunum í sögu hennar. Hlustunar-, áhorfs- og traustsmælingar sýna að staða Ríkisútvarpsins er sem fyrr sterk, í samanburði við fjölmiðla hérlendis sem erlendis. Þjóðir Evrópu hafa valið að hafa almannafjölmiðil líkt og við og sátt ríkir um mikilvægi slíkra fjölmiðla. Ástæðan er sú að almannafjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna, umfram einkarekna fjölmiðla, við hlustendur og áhorfendur. Öllum samfélagsþegnum er tryggt aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins – óhlutdrægum fréttum, gagnrýninni umræðu og gæðaefni á íslensku. Öflugt Ríkisútvarp er enn jafn mikilvægt þrátt fyrir fjölda nýrra samskiptaforma og einkarekna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þjónar almenningi og stuðlar að jöfnuði, sanngirni og samkennd í stóru sem smáu. Við viljum að Ríkisútvarpið sé sameinandi afl í æ sundurleitara þjóðfélagi.Hvert stefnum við? Framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að Ríkisútvarpið verði áfram öflugur almannamiðill í þjónustu þjóðarinnar allrar og aukin áhersla er lögð á menningar- og samfélagshlutverk hans. Við viljum vera virkir þátttakendur í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka við þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við ætlum að efla innlenda dagskrárgerð og bæta framboð á leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku, enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði upp á vandað íslenskt efni þegar afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Nauðsynlegt er að gera átak í varðveislu og miðlun þjóðararfsins úr gullkistu Ríkisútvarpsins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni ber að hlúa. Undirbúningur er hafinn að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnt að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins. Stór skref hafa verið stigin í átt til meira jafnréttis í starfseminni og við viljum að Ríkisútvarpið sé í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnhliða endurbótum á dreifikerfi og sífellt meiri áherslu á bætt aðgengi allra opnum við talið við þjóðina um Ríkisútvarp okkar allra.Útvarpsgjaldið stendur undir rekstrinum Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar og allir landsmenn hafa skoðun á því hvernig það þjónar skyldum sínum best. Frá upphafi hefur verið tekist á um rekstrar- og tilvistargrundvöll þess á vettvangi stjórnmálanna og árleg óvissa um fjármögnun hefur sett mark sitt á rekstur, tækniþróun og stefnumótun til langs tíma. Mikið hefur verið hagrætt í starfseminni á síðustu árum og á þessu ári hefur verið leitað leiða til að létta á skuldsetningu sem á m.a. rætur í gömlum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Á undanförnum árum hefur ríkið tekið til sín hluta af útvarpsgjaldinu á hverju ári og nýtt í óskyld verkefni þrátt fyrir óbreyttar lagakvaðir um víðtæka þjónustu og skuldbindingar RÚV. Útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiðir er sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki er þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV.Traust og metnaður Ætlast er til að öll opinber fyrirtæki sýni ábyrgð í rekstri og vandaða starfshætti. Árangur almannafjölmiðils verður hins vegar á endanum mældur af trúverðugleika hans og því dýrmæta trausti sem þjóðin ber til hans. Til að viðhalda því trausti þarf Ríkisútvarpið að eiga daglegt samtal við þjóðina, efna til stórhuga og metnaðarfullra verka og standa ávallt vaktina þegar mikið liggur við. Ríkisútvarpið á að virkja samtakamátt þjóðarinnar á stórum stundum, leiða nýsköpun, og vera gagnrýnin, gagnvirk og sjálfstæð stofnun. Tilgangurinn er í raun enn hinn sami og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lýsti við upphaf útsendinga Sjónvarpsins 30. september 1966, „að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda, staður stórra drauma.“ Svo að þessi sýn megi lifa þurfum við áfram að standa vörð um Ríkisútvarp okkar allra.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar