Stjórnarskrárbrot? Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar