Stækkum kökuna Björn Óli Hauksson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar