Veldur hver á heldur - um stýrið Sigrún A. Þorsteinsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Samstarf Strætó og VÍS í forvörnum undanfarin fimm ár sýnir svo ekki verður um villst hversu mikil áhrif hægt er að hafa á tjóna- og slysatíðni fyrirtækja ef allir sem þar starfa leggjast á eitt. Góður árangur hefur náðst í gegnum árin og er markmiðið í ár að fækka tjónum um 30% og koma í veg fyrir slys á farþegum. Margur kynni að halda að það væri erfitt fyrir Strætó að ná þessum árangri í því krefjandi umhverfi sem fyrirtækið starfar í. En orsakir umferðarslysa og -tjóna má oftast rekja til ökumannsins sjálfs. Hann hefur mest áhrif á hvernig til tekst, hvernig ökulagið er, hvaða öryggisbúnaður er notaður og hvernig ökutækið er útbúið.Dekk og umferðaröryggi Góð dekk eru nauðsynleg með tilliti til öryggis, ekki hvað síst á veturna. Könnun á ástandi dekkja á tjónabílum VÍS sem gerðar hafa verið á veturna undanfarin þrjú ár sýna að bílar sem lenda í tjóni eru á mun lakari dekkjum en aðrir bílar í umferðinni. Fjórði hver tjónabíll í könnununum þremur var á of slitnum dekkjum eða með mynstursdýpt undir 1,6 mm og 12% voru á sumardekkjum þótt um hávetur væri. Í samanburðahópi voru 13% bíla á of slitnum dekkjum og 2% á sumardekkjum. Með breytingu á reglugerð er nú krafist að dýpt mynsturs í vetrardekkjum sé að lágmarki 3 mm frá 1. nóvember til 15. apríl.Bil á milli bíla Aftanákeyrslur eru mjög algengar en þar skiptir bil á milli bíla mestu. Bilið þarf að lengja á hálum vegi, lélegum dekkjum eða með auknum hraða. Það þarf að vera nógu langt að hægt sé að bregðast við ef umferðin fyrir framan stöðvast skyndilega. Athygli ökumanns þarf jafnframt öll að beinast að umferðinni.Athygli ökumanns Margt glepur athygli ökumanns við akstur, þar á meðal síminn. Í síðustu könnun VÍS á símanotkun bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu reyndust 7% vera með símann við eyrað undir stýri. Þá eru ótaldir þeir sem eru að skrifa skilaboð og vafra á netinu eða tala með handfrjálsum búnaði sem vissulega er leyfilegt en hefur samt áhrif á athygli ökumanns. Erlendar rannsóknir sýna að ökumaður sem er að tala í símann, sama með hvaða hætti, er fjórum sinnum líklegri til að lenda í slysi en sá sem ekki er í símanum. Ef þú ekur á 90 km hraða á klukkustund og lítur af veginum í 4-5 sekúndur þá jafngildir vegalengdin sem ekin er einum fótboltavelli. Mörgum finnst í lagi að beina allri sinni athygli reglulega að símanum en fæstir myndu þó loka augunum og aka blindandi í svona langan tíma. Umferðarslys taka stóran toll og kosta þjóðfélagið tugi milljarða á ári. Þannig þarf það ekki að vera og við getum öll haft áhrif á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samstarf Strætó og VÍS í forvörnum undanfarin fimm ár sýnir svo ekki verður um villst hversu mikil áhrif hægt er að hafa á tjóna- og slysatíðni fyrirtækja ef allir sem þar starfa leggjast á eitt. Góður árangur hefur náðst í gegnum árin og er markmiðið í ár að fækka tjónum um 30% og koma í veg fyrir slys á farþegum. Margur kynni að halda að það væri erfitt fyrir Strætó að ná þessum árangri í því krefjandi umhverfi sem fyrirtækið starfar í. En orsakir umferðarslysa og -tjóna má oftast rekja til ökumannsins sjálfs. Hann hefur mest áhrif á hvernig til tekst, hvernig ökulagið er, hvaða öryggisbúnaður er notaður og hvernig ökutækið er útbúið.Dekk og umferðaröryggi Góð dekk eru nauðsynleg með tilliti til öryggis, ekki hvað síst á veturna. Könnun á ástandi dekkja á tjónabílum VÍS sem gerðar hafa verið á veturna undanfarin þrjú ár sýna að bílar sem lenda í tjóni eru á mun lakari dekkjum en aðrir bílar í umferðinni. Fjórði hver tjónabíll í könnununum þremur var á of slitnum dekkjum eða með mynstursdýpt undir 1,6 mm og 12% voru á sumardekkjum þótt um hávetur væri. Í samanburðahópi voru 13% bíla á of slitnum dekkjum og 2% á sumardekkjum. Með breytingu á reglugerð er nú krafist að dýpt mynsturs í vetrardekkjum sé að lágmarki 3 mm frá 1. nóvember til 15. apríl.Bil á milli bíla Aftanákeyrslur eru mjög algengar en þar skiptir bil á milli bíla mestu. Bilið þarf að lengja á hálum vegi, lélegum dekkjum eða með auknum hraða. Það þarf að vera nógu langt að hægt sé að bregðast við ef umferðin fyrir framan stöðvast skyndilega. Athygli ökumanns þarf jafnframt öll að beinast að umferðinni.Athygli ökumanns Margt glepur athygli ökumanns við akstur, þar á meðal síminn. Í síðustu könnun VÍS á símanotkun bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu reyndust 7% vera með símann við eyrað undir stýri. Þá eru ótaldir þeir sem eru að skrifa skilaboð og vafra á netinu eða tala með handfrjálsum búnaði sem vissulega er leyfilegt en hefur samt áhrif á athygli ökumanns. Erlendar rannsóknir sýna að ökumaður sem er að tala í símann, sama með hvaða hætti, er fjórum sinnum líklegri til að lenda í slysi en sá sem ekki er í símanum. Ef þú ekur á 90 km hraða á klukkustund og lítur af veginum í 4-5 sekúndur þá jafngildir vegalengdin sem ekin er einum fótboltavelli. Mörgum finnst í lagi að beina allri sinni athygli reglulega að símanum en fæstir myndu þó loka augunum og aka blindandi í svona langan tíma. Umferðarslys taka stóran toll og kosta þjóðfélagið tugi milljarða á ári. Þannig þarf það ekki að vera og við getum öll haft áhrif á það.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar