Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Ólafur Stephensen skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar