Oliver Twist-kúrinn Kristinn Tryggvi Þorleifsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar