Ábendingar og tillögur í ferðaþjónustu í kjölfar ferðalags Hákon Þór Sindrason skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Höfundur skrifaði grein fyrr á árinu um styrkleika, auðlindir og markaðsbreytur Íslands, sjá m.a. á netid.is (einnig lengri útgáfu þessarar greinar). Þær markaðsbreytur skilgreindi höfundur einkum sem náttúruna, hreinleikann, afþreyingu og gæði veitingastaða. Samfara dreifingu ferðabókar okkar, Visitor's guide, og skrifum um veitingastaði fyrir Veitingastadir.is vefsíður og samfélagsmiðla, ferðaðist höfundur mjög mikið um landið í sumar.Um verðlag Verðlag hefur víða hækkað talsvert til að mynda eru fiskréttir farnir að slaga í eða yfir 4 þúsund krónur. Tveggja manna herbergi á hóteli er yfirleitt á kr. 22–30 þús. Ein af ákveðnum ranghugmyndum margra er að Ísland sé ódýrt heim að sækja. Raunin er sú sbr. samtöl mín (og kannanir) við marga ferðamenn að þeim finnst það almennt dýrt, helst með undantekningu Norðmanna og Svisslendinga þar sem laun eru mjög há og gjaldmiðill sterkur, auk þeirra sem koma frá dýrum stórborgum. Fyrst eftir hrun var ódýrara hérlendis en verðbólga er mun hærri hér á landi en almennt í löndum OECD. Þannig hefur verð á veitingastöðum, afþreyingu o.fl. hækkað hérlendis um ein 4-5% á ári síðustu ár. Laun ferðamanna í sínu landi hafa hins vegar hækkað árlega um mun lægri tölu!Vinnuafl Erlent vinnuafl er orðið æ algengara, sem er reyndar alþjóðleg þróun einkum á hótelum og oft í miklum meirihluta starfsmanna. Almennt var ekki að sjá og heyra annað en að það stæði sig vel, þó víða væri eðlilega íslensku- eða enskukunnáttu talsvert ábótavant. Sbr. fyrri grein er merkilegt og dýrt fyrir þjóðarbúið hve mikið þarf að flytja inn af vinnuafli meðan fjöldi ungs fólks, einkum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 20-35 ára, er atvinnulaust (sbr. Y-krúttkynslóðin, 20-30 ára).Eftirlit svo sem skatturinn Ríkisskattstjóri hefur farið af stað með mikið átak í að heimsækja fyrirtæki í eftirlitsskyni, m.a. í ferðaþjónustu. Skattskil fyrirtækja, leyfismál og kennitölur starfsmanna hafa verið skoðaðar til að kanna staðgreiðsluskil o.fl. Talsverður misbrestur hefur verið víða. Of mörg fyrirtæki komast upp með að fara ekki eftir leikreglum og skekkja þannig samkeppnisstöðu vel rekinna fyrirtækja. Þetta er einn af stærri veikleikum íslensks atvinnulífs, ekki síst ferðaþjónustu. Þetta þekkir okkar fyrirtæki af eigin raun, þar sem aðilar hafa komist upp með kennitöluskipti, ósannar upplagstölur, hátt í 200 milljóna króna nauðasamninga / afskriftir, brot á samkeppnislögum o.fl. Sumir þessara aðila njóta svo jafnvel góðvildar handhafa almannafjár svo sem stofnana ríkis og bæjar. Þessu verða gerð betri skil síðar ef tími gefst. Við hjá Netinu höfum unnið ítarlega greinargerð til Samkeppniseftirlitsins um verstu brotin, sem verður væntanlega skoðað þegar sú fremur fjársvelta eftirlitsstofnun hefur tíma og mannskap til.Fjöldi ferðamanna og spár Heildarfjöldi ferðmanna var 914 þúsund á síðasta ári sé allt talið. Greiningardeildir tveggja banka spáðu því að fjöldinn næði ekki 1 milljón fyrr en árið 2015, þar taka þeir reyndar töluna án farþega skemmtiferðaskipa, Norrænu o.fl. sem eru vel yfir 100 þúsund. Við spáðum því í vor að fjöldinn færi vel yfir 1 milljón á árinu 2014 og að slíkt ætti sér stað fyrir utan farþega skemmtiferðaskipa. Um miðjan nóvember munum við setja fram spá vegna ársins 2015. Til samanburðar má geta að heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 til Ísraels var 2,9 milljónir, London 16 milljónir og Danmerkur um 8 milljónir (2012). Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er ágætlega björt enda Ísland mikið „inni“ núna og er eldgosið í Holuhrauni og eldsumbrotin í Vatnajökli landkynning að verðmæti hundraða milljóna. Fagmennska og langtímastefnumótun mætti þó vera meiri á mörgum sviðum. Við höfum lengi varað við offjárfestingu sem er í greininni, einkum í gistirými. Hótelrými og gistirými er alltaf að aukast þar sem ákveðin sprenging virðist verða árið 2016. Flugfélögum, ferðatíðni, fjölda áfangastaða o.fl. fjölgar frá ári til árs sem er burðarásinn í fjölgun ferðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Höfundur skrifaði grein fyrr á árinu um styrkleika, auðlindir og markaðsbreytur Íslands, sjá m.a. á netid.is (einnig lengri útgáfu þessarar greinar). Þær markaðsbreytur skilgreindi höfundur einkum sem náttúruna, hreinleikann, afþreyingu og gæði veitingastaða. Samfara dreifingu ferðabókar okkar, Visitor's guide, og skrifum um veitingastaði fyrir Veitingastadir.is vefsíður og samfélagsmiðla, ferðaðist höfundur mjög mikið um landið í sumar.Um verðlag Verðlag hefur víða hækkað talsvert til að mynda eru fiskréttir farnir að slaga í eða yfir 4 þúsund krónur. Tveggja manna herbergi á hóteli er yfirleitt á kr. 22–30 þús. Ein af ákveðnum ranghugmyndum margra er að Ísland sé ódýrt heim að sækja. Raunin er sú sbr. samtöl mín (og kannanir) við marga ferðamenn að þeim finnst það almennt dýrt, helst með undantekningu Norðmanna og Svisslendinga þar sem laun eru mjög há og gjaldmiðill sterkur, auk þeirra sem koma frá dýrum stórborgum. Fyrst eftir hrun var ódýrara hérlendis en verðbólga er mun hærri hér á landi en almennt í löndum OECD. Þannig hefur verð á veitingastöðum, afþreyingu o.fl. hækkað hérlendis um ein 4-5% á ári síðustu ár. Laun ferðamanna í sínu landi hafa hins vegar hækkað árlega um mun lægri tölu!Vinnuafl Erlent vinnuafl er orðið æ algengara, sem er reyndar alþjóðleg þróun einkum á hótelum og oft í miklum meirihluta starfsmanna. Almennt var ekki að sjá og heyra annað en að það stæði sig vel, þó víða væri eðlilega íslensku- eða enskukunnáttu talsvert ábótavant. Sbr. fyrri grein er merkilegt og dýrt fyrir þjóðarbúið hve mikið þarf að flytja inn af vinnuafli meðan fjöldi ungs fólks, einkum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 20-35 ára, er atvinnulaust (sbr. Y-krúttkynslóðin, 20-30 ára).Eftirlit svo sem skatturinn Ríkisskattstjóri hefur farið af stað með mikið átak í að heimsækja fyrirtæki í eftirlitsskyni, m.a. í ferðaþjónustu. Skattskil fyrirtækja, leyfismál og kennitölur starfsmanna hafa verið skoðaðar til að kanna staðgreiðsluskil o.fl. Talsverður misbrestur hefur verið víða. Of mörg fyrirtæki komast upp með að fara ekki eftir leikreglum og skekkja þannig samkeppnisstöðu vel rekinna fyrirtækja. Þetta er einn af stærri veikleikum íslensks atvinnulífs, ekki síst ferðaþjónustu. Þetta þekkir okkar fyrirtæki af eigin raun, þar sem aðilar hafa komist upp með kennitöluskipti, ósannar upplagstölur, hátt í 200 milljóna króna nauðasamninga / afskriftir, brot á samkeppnislögum o.fl. Sumir þessara aðila njóta svo jafnvel góðvildar handhafa almannafjár svo sem stofnana ríkis og bæjar. Þessu verða gerð betri skil síðar ef tími gefst. Við hjá Netinu höfum unnið ítarlega greinargerð til Samkeppniseftirlitsins um verstu brotin, sem verður væntanlega skoðað þegar sú fremur fjársvelta eftirlitsstofnun hefur tíma og mannskap til.Fjöldi ferðamanna og spár Heildarfjöldi ferðmanna var 914 þúsund á síðasta ári sé allt talið. Greiningardeildir tveggja banka spáðu því að fjöldinn næði ekki 1 milljón fyrr en árið 2015, þar taka þeir reyndar töluna án farþega skemmtiferðaskipa, Norrænu o.fl. sem eru vel yfir 100 þúsund. Við spáðum því í vor að fjöldinn færi vel yfir 1 milljón á árinu 2014 og að slíkt ætti sér stað fyrir utan farþega skemmtiferðaskipa. Um miðjan nóvember munum við setja fram spá vegna ársins 2015. Til samanburðar má geta að heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 til Ísraels var 2,9 milljónir, London 16 milljónir og Danmerkur um 8 milljónir (2012). Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er ágætlega björt enda Ísland mikið „inni“ núna og er eldgosið í Holuhrauni og eldsumbrotin í Vatnajökli landkynning að verðmæti hundraða milljóna. Fagmennska og langtímastefnumótun mætti þó vera meiri á mörgum sviðum. Við höfum lengi varað við offjárfestingu sem er í greininni, einkum í gistirými. Hótelrými og gistirými er alltaf að aukast þar sem ákveðin sprenging virðist verða árið 2016. Flugfélögum, ferðatíðni, fjölda áfangastaða o.fl. fjölgar frá ári til árs sem er burðarásinn í fjölgun ferðamanna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun