Sendum ráðamönnum tóninn Silja Traustadóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar