Sendum ráðamönnum tóninn Silja Traustadóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun