Hugleiðingar um fóstur- skimun í lýðræðissamfélagi Þórdís Ingadóttir og Snorri Þorgeir Ingvarsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Í hverju samfélagi vakna áleitnar siðfræðilegar spurningar. Hér á landi hafa álitaefni eins og staðgöngumæður, stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvganir verið í umræðunni hin síðari ár. Örar framfarir læknavísinda og tækni hafa knúið umræðuna og krafist afstöðu yfirvalda. Stjórnvöld hafa eftir megni reynt að nálgast þessi knýjandi álitaefni á lýðræðislegan hátt og ákvarðanir hafa verið teknar í kjölfar upplýstrar og opinberrar umræðu. Í síðustu viku voru kynnt á Alþingi svör við fyrirspurn þingmanns um fósturskimum eftir vísbendingum um aukalitning á 21. litningapari, þ.e. Downs-heilkenni. Niðurstaðan var sú að á tímabilinu 2007-2012 voru 38 fóstur greind með auknar líkur á þessum aukalitningi og það sem meira er, öllum þessum fóstrum var eytt. Eins og fleiri, þá setti undirrituð hljóð við þessa niðurstöðu. Hvernig á að túlka þessa niðurstöðu? Er hér á landi opinber hreinsunarstefna ákveðins hóps einstaklinga, stefna sem Íslendingum hefur tekist að innleiða með þeim afburðaárangri að eftir því ætti að vera tekið? Eða hefur eitthvað farið skelfilega úrskeiðis við innleiðingu læknavísinda, sem krefst tafarlausrar skoðunar?Engin opinber umræða? Við leyfum okkur að halda fram því síðarnefnda. Ólíkt mörgum siðfræðilegum álitaefnum, þá virðist ekki hafa farið fram nein opinber umræða um upptöku, innleiðingu og framkvæmd framangreindrar fósturskimunar á sínum tíma? Ekki er ljóst hver hafði, eða hefur, ákvörðunarvald um upptöku og innleiðingu þessarar sértæku fósturskimunar og við hverja var haft samráð í því ákvörðunarferli. Hver voru upphafleg markmið þessarar sértæku fósturskimunar og bendir reynslan til þess að þeim hafi verið náð? Einnig er eðlilegt að spyrja um hversu vandað ferlið er, um samþykki þátttakenda, hvert sé inntak ráðgjafar til verðandi foreldra og hverjir komi að slíkri ráðgjöf, og síðast en ekki síst, hver sé vísindalegur áreiðanleiki skimunarinnar hér á landi? Nú þegar afleiðing fósturskimunar eftir aukalitningi á 21. litningapari er kunn þá hljóta yfirvöld að finna sig knúin til að skoða og taka afstöðu til þeirra siðfræðilegu álitaefna sem hún óneitanlega hefur í för með sér. Framkvæmd sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar hlýtur að kalla á aðkomu stjórnvalda. Málið verður einnig að skoða í stærra samhengi, m.a. í ljósi framfara í læknis- og lífvísindum. Ætti til dæmis að innleiða sértæka fósturskimun í tilfellum eldri feðra, í ljósi nýlegra niðurstaðna sem sýna fram á fylgni við geðhvörf, athyglisbrest og einhverfu, eða er slík framkvæmd jafnvel þegar hafin? Vísindalegar framfarir eru af hinu góða, en eins og öðru þá má misbeita þeim, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það verður að meta árangur þeirra í siðfræðilegu samhengi og með það í huga í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Valdi fylgir ábyrgð, bæði vísindalegu og pólitísku. Gera verður þá kröfu að beiting valds með jafn afdrifaríkum afleiðingum og hér um ræðir sé í samræmi við grunngildi lýðræðissamfélaga, byggi á faglegri og gegnsærri umræðu og afstöðu. Höfundar eru vísindamenn og foreldrar hraustrar og hamingjusamrar 5 ára stúlku, sem er með Downs-heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í hverju samfélagi vakna áleitnar siðfræðilegar spurningar. Hér á landi hafa álitaefni eins og staðgöngumæður, stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvganir verið í umræðunni hin síðari ár. Örar framfarir læknavísinda og tækni hafa knúið umræðuna og krafist afstöðu yfirvalda. Stjórnvöld hafa eftir megni reynt að nálgast þessi knýjandi álitaefni á lýðræðislegan hátt og ákvarðanir hafa verið teknar í kjölfar upplýstrar og opinberrar umræðu. Í síðustu viku voru kynnt á Alþingi svör við fyrirspurn þingmanns um fósturskimum eftir vísbendingum um aukalitning á 21. litningapari, þ.e. Downs-heilkenni. Niðurstaðan var sú að á tímabilinu 2007-2012 voru 38 fóstur greind með auknar líkur á þessum aukalitningi og það sem meira er, öllum þessum fóstrum var eytt. Eins og fleiri, þá setti undirrituð hljóð við þessa niðurstöðu. Hvernig á að túlka þessa niðurstöðu? Er hér á landi opinber hreinsunarstefna ákveðins hóps einstaklinga, stefna sem Íslendingum hefur tekist að innleiða með þeim afburðaárangri að eftir því ætti að vera tekið? Eða hefur eitthvað farið skelfilega úrskeiðis við innleiðingu læknavísinda, sem krefst tafarlausrar skoðunar?Engin opinber umræða? Við leyfum okkur að halda fram því síðarnefnda. Ólíkt mörgum siðfræðilegum álitaefnum, þá virðist ekki hafa farið fram nein opinber umræða um upptöku, innleiðingu og framkvæmd framangreindrar fósturskimunar á sínum tíma? Ekki er ljóst hver hafði, eða hefur, ákvörðunarvald um upptöku og innleiðingu þessarar sértæku fósturskimunar og við hverja var haft samráð í því ákvörðunarferli. Hver voru upphafleg markmið þessarar sértæku fósturskimunar og bendir reynslan til þess að þeim hafi verið náð? Einnig er eðlilegt að spyrja um hversu vandað ferlið er, um samþykki þátttakenda, hvert sé inntak ráðgjafar til verðandi foreldra og hverjir komi að slíkri ráðgjöf, og síðast en ekki síst, hver sé vísindalegur áreiðanleiki skimunarinnar hér á landi? Nú þegar afleiðing fósturskimunar eftir aukalitningi á 21. litningapari er kunn þá hljóta yfirvöld að finna sig knúin til að skoða og taka afstöðu til þeirra siðfræðilegu álitaefna sem hún óneitanlega hefur í för með sér. Framkvæmd sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar hlýtur að kalla á aðkomu stjórnvalda. Málið verður einnig að skoða í stærra samhengi, m.a. í ljósi framfara í læknis- og lífvísindum. Ætti til dæmis að innleiða sértæka fósturskimun í tilfellum eldri feðra, í ljósi nýlegra niðurstaðna sem sýna fram á fylgni við geðhvörf, athyglisbrest og einhverfu, eða er slík framkvæmd jafnvel þegar hafin? Vísindalegar framfarir eru af hinu góða, en eins og öðru þá má misbeita þeim, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það verður að meta árangur þeirra í siðfræðilegu samhengi og með það í huga í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Valdi fylgir ábyrgð, bæði vísindalegu og pólitísku. Gera verður þá kröfu að beiting valds með jafn afdrifaríkum afleiðingum og hér um ræðir sé í samræmi við grunngildi lýðræðissamfélaga, byggi á faglegri og gegnsærri umræðu og afstöðu. Höfundar eru vísindamenn og foreldrar hraustrar og hamingjusamrar 5 ára stúlku, sem er með Downs-heilkenni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar