Framhaldsskólinn fyrir alla? Hrönn Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun