Óþolandi! Kristrún Helga Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar