Ólíkar vinkonur með góða verkaskiptingu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 10:30 Ásta segir fátt betra en að sjá hugmynd verða að veruleika. VÍSIR/VALLI „Við rákumst á það, vinkonurnar, að það er algjörlega ómögulegt að nálgast á einum stað upplýsingar um þau námskeið sem maður hefur áhuga á. Svo missir maður kannski af því sem hefði verið kjörið fyrir mann,“ segir Ásta Bærings en hún opnaði á dögunum vefsíðuna Framabraut ásamt vinkonu sinni Katrínu Dögg Hilmarsdóttur. „Þetta byrjaði sem hugmynd um leitarvél, svo vatt þetta upp á sig og varð að stærri síðu með umfjöllunum, pistlum, myndböndum og bara alls konar sem við teljum að gagnist fólki sem hefur áhuga á að fræðast meira og vera vakandi fyrir nýjum hlutum.“ Framabraut var opnuð síðastliðinn sunnudag en Ásta og Katrín Dögg standa tvær að verkefninu ásamt hóp pistlahöfunda. „Við erum báðar í fullri vinnu og með tvö börn, þannig að helgarnar og kvöldin hafa farið í þetta,“ segir Ásta. Hún og Katrín eru báðar viðskiptafræðingar. „Við erum búnar að vera vinkonur frá því í Versló og höfum verið saman í vinahóp í 15 ár. Það er rosalega gaman að vera í svona verkefni með vini, það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Ásta segir þær vinkonurnar vinna mjög vel saman „Samstarfið hefur gengið mjög vel og verkefnið búið að teygjast og togast í áttir sem maður átti ekki von á af því að við erum svo ólíkar.“ Vefsíðan mun í framtíðinni halda áfram að stækka. „Við ætlum að fá háskóla- og meistaranemendur til þess að senda okkur efni úr rannsóknum og niðurstöðum þar sem eitthvað spennandi kemur fram sem fjallar um íslenskt atvinnulíf,“ heldur Ásta áfram. „Við erum með á teikniborðinu leitarvél með námskeiðum fyrir ráðstefnur og fyrirlestra. Það er greinilega áhugi því við erum búnar að fá pósta og fyrirspurnir, til dæmis um hvort við ætlum að hafa þetta á fleiri tungumálum." Hugmyndin að Framabraut kom fyrst fram í vor og byrjuðu Ásta og Katrín Dögg að skipuleggja í júlí. „Við fórum í rauninni rólega af stað og helltum okkur út í þetta í byrjun september. Þannig að þetta er ekki búið að taka langan tíma. Ég tók vefsíðuna að mér og Katrín efnið og að spjalla við pistlahöfunda. Við náðum að hafa fína verkaskiptingu, það er örugglega ástæðan fyrir því að við náum að keyra þetta svona hratt í gegn.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Við rákumst á það, vinkonurnar, að það er algjörlega ómögulegt að nálgast á einum stað upplýsingar um þau námskeið sem maður hefur áhuga á. Svo missir maður kannski af því sem hefði verið kjörið fyrir mann,“ segir Ásta Bærings en hún opnaði á dögunum vefsíðuna Framabraut ásamt vinkonu sinni Katrínu Dögg Hilmarsdóttur. „Þetta byrjaði sem hugmynd um leitarvél, svo vatt þetta upp á sig og varð að stærri síðu með umfjöllunum, pistlum, myndböndum og bara alls konar sem við teljum að gagnist fólki sem hefur áhuga á að fræðast meira og vera vakandi fyrir nýjum hlutum.“ Framabraut var opnuð síðastliðinn sunnudag en Ásta og Katrín Dögg standa tvær að verkefninu ásamt hóp pistlahöfunda. „Við erum báðar í fullri vinnu og með tvö börn, þannig að helgarnar og kvöldin hafa farið í þetta,“ segir Ásta. Hún og Katrín eru báðar viðskiptafræðingar. „Við erum búnar að vera vinkonur frá því í Versló og höfum verið saman í vinahóp í 15 ár. Það er rosalega gaman að vera í svona verkefni með vini, það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Ásta segir þær vinkonurnar vinna mjög vel saman „Samstarfið hefur gengið mjög vel og verkefnið búið að teygjast og togast í áttir sem maður átti ekki von á af því að við erum svo ólíkar.“ Vefsíðan mun í framtíðinni halda áfram að stækka. „Við ætlum að fá háskóla- og meistaranemendur til þess að senda okkur efni úr rannsóknum og niðurstöðum þar sem eitthvað spennandi kemur fram sem fjallar um íslenskt atvinnulíf,“ heldur Ásta áfram. „Við erum með á teikniborðinu leitarvél með námskeiðum fyrir ráðstefnur og fyrirlestra. Það er greinilega áhugi því við erum búnar að fá pósta og fyrirspurnir, til dæmis um hvort við ætlum að hafa þetta á fleiri tungumálum." Hugmyndin að Framabraut kom fyrst fram í vor og byrjuðu Ásta og Katrín Dögg að skipuleggja í júlí. „Við fórum í rauninni rólega af stað og helltum okkur út í þetta í byrjun september. Þannig að þetta er ekki búið að taka langan tíma. Ég tók vefsíðuna að mér og Katrín efnið og að spjalla við pistlahöfunda. Við náðum að hafa fína verkaskiptingu, það er örugglega ástæðan fyrir því að við náum að keyra þetta svona hratt í gegn.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira