Konur og börn á flótta Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Peking í Kína haustið 1995. Sú ráðstefna markaði tímamót en þar var samþykkt stórmerk yfirlýsing og aðgerðaáætlun í 12 köflum sem síðan hefur verið fylgt fast eftir af Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna. Dagana 6.-7. nóvember síðastliðinn var haldinn fundur Evrópuríkja, USA, Kanada og Ísrael í Genf til að undirbúa 20 ára afmælið. Dagana á undan fundaði fjöldi félagasamtaka en því miður voru engir fulltrúar frá Íslandi þar á meðal. Fundurinn sendi frá sér ítarlega ályktun sem kynnt var fyrir opinberu sendinefndunum. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu mála með dæmum frá einstökum ríkjum, t.d. um það hvernig gengur að brúa kynjabilið með efnahagslegum og félagslegum aðgerðum, hlut kvenna á þjóðþingum og við ákvarðanatöku almennt, aðgerðir til að draga úr ofbeldi gegn konum, stjórnarhætti og kynjaréttlæti (e. gender justice) og loks hvernig við getum þróað sjálfbær samfélög kynjajafnréttis og almennrar þátttöku allra. Umræður voru upp og ofan og sannast að segja er stundum erfitt að taka mark á þjóðum sem fegra allt og sneiða hjá mikilvægum málum. Það vakti athygli mína hversu lítið var minnst á ófrið og ógnanir sem er að finna bæði innan Evrópu og við bæjardyrnar. Það eru mjög viðkvæm mál en þau allra mikilvægustu. Án friðar verður ekkert kynjajafnrétti! Norðurlöndin fluttu sameiginlega yfirlýsingu (flutt af Rósu G. Erlingsdóttur) þar sem sérstök áhersla var lögð á kynheilbrigði kvenna eða með öðrum orðum rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Það er ekki að ástæðulausu að lögð er áhersla á þessi mál. Tíðar og ótímabærar barneignir, mæðradauði, barnagiftingar, þvingaðar giftingar, limlestingar á kynfærum kvenna, skortur á kynfræðslu og kynferðisofbeldi kemur allt of víða í veg fyrir eðlilegt líf, framfarir og jafnrétti kynjanna. Líka í Evrópu.Ofbeldi í flóttamannabúðum Það sem vakti þó mesta athygli mína og skilur mest eftir er hliðarviðburður undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem fjallaði um flóttamannavandann í Tyrklandi, einkum stöðu kvenna og barna. Tyrkir hafa tekið á móti um 1,6 milljón flóttamanna frá Sýrlandi. 75% þeirra eru konur og börn. Borgarstýran í Gaziantep sem hýsir 300.000 flóttamenn sagði frá því gríðarlega álagi sem þetta er á borgina og bað um hjálp. Sama gerði fulltrúi Flóttamannahjálpar SÞ. Það þarf að útvega tjöld, mat, lyf, vatn, skóla, heilsugæslu, sálfræðiaðstoð, koma upp gæslu o.fl., o.fl. Börnin hafa mörg hver upplifað loftárásir, séð fólk skotið til bana á götunum og lent á vergangi og flótta, með eða án ættingja sinna. Þau og mæður þeirra þjást af áfallastreitu. Það er vel þekkt að mikið ofbeldi á sér stað í flóttamannabúðum, þar er mikil spenna og vanlíðan sem brýst út í ofbeldi. Glæpamenn ræna börnum til að selja í vændi o.s.frv. Sýrlenskar konur sem gert hafa myndbönd til að vekja athygli á stöðu sinni og þjóðar sinnar biðja um frið og að fá tækifæri til að byggja land sitt upp að nýju. Eins og er virðist langt í friðinn. Ef eitthvað er þá eru átök að aukast á svæðinu og flóttamenn aftur farnir að streyma frá Írak. Það verður að reisa friðarfánana að nýju og reyna að stöðva átökin, ekki að magna þau í þágu vopnasalanna. Við hljótum að spyrja okkur hvað við getum gert til að aðstoða og til að hvetja til friðar. Við getum stutt Flóttamannastofnunina, UNICEF, UN Women og önnur samtök sem eru komin til aðstoðar. Við getum líka sent fólk á svæðið ef þess er þörf. Fulltrúar Íslands verða að beita sér í þágu friðar hvar sem því verður við komið. Ég segi enn og aftur: án friðar verður ekkert kynjajafnrétti og ekkert réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Peking í Kína haustið 1995. Sú ráðstefna markaði tímamót en þar var samþykkt stórmerk yfirlýsing og aðgerðaáætlun í 12 köflum sem síðan hefur verið fylgt fast eftir af Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna. Dagana 6.-7. nóvember síðastliðinn var haldinn fundur Evrópuríkja, USA, Kanada og Ísrael í Genf til að undirbúa 20 ára afmælið. Dagana á undan fundaði fjöldi félagasamtaka en því miður voru engir fulltrúar frá Íslandi þar á meðal. Fundurinn sendi frá sér ítarlega ályktun sem kynnt var fyrir opinberu sendinefndunum. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu mála með dæmum frá einstökum ríkjum, t.d. um það hvernig gengur að brúa kynjabilið með efnahagslegum og félagslegum aðgerðum, hlut kvenna á þjóðþingum og við ákvarðanatöku almennt, aðgerðir til að draga úr ofbeldi gegn konum, stjórnarhætti og kynjaréttlæti (e. gender justice) og loks hvernig við getum þróað sjálfbær samfélög kynjajafnréttis og almennrar þátttöku allra. Umræður voru upp og ofan og sannast að segja er stundum erfitt að taka mark á þjóðum sem fegra allt og sneiða hjá mikilvægum málum. Það vakti athygli mína hversu lítið var minnst á ófrið og ógnanir sem er að finna bæði innan Evrópu og við bæjardyrnar. Það eru mjög viðkvæm mál en þau allra mikilvægustu. Án friðar verður ekkert kynjajafnrétti! Norðurlöndin fluttu sameiginlega yfirlýsingu (flutt af Rósu G. Erlingsdóttur) þar sem sérstök áhersla var lögð á kynheilbrigði kvenna eða með öðrum orðum rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Það er ekki að ástæðulausu að lögð er áhersla á þessi mál. Tíðar og ótímabærar barneignir, mæðradauði, barnagiftingar, þvingaðar giftingar, limlestingar á kynfærum kvenna, skortur á kynfræðslu og kynferðisofbeldi kemur allt of víða í veg fyrir eðlilegt líf, framfarir og jafnrétti kynjanna. Líka í Evrópu.Ofbeldi í flóttamannabúðum Það sem vakti þó mesta athygli mína og skilur mest eftir er hliðarviðburður undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem fjallaði um flóttamannavandann í Tyrklandi, einkum stöðu kvenna og barna. Tyrkir hafa tekið á móti um 1,6 milljón flóttamanna frá Sýrlandi. 75% þeirra eru konur og börn. Borgarstýran í Gaziantep sem hýsir 300.000 flóttamenn sagði frá því gríðarlega álagi sem þetta er á borgina og bað um hjálp. Sama gerði fulltrúi Flóttamannahjálpar SÞ. Það þarf að útvega tjöld, mat, lyf, vatn, skóla, heilsugæslu, sálfræðiaðstoð, koma upp gæslu o.fl., o.fl. Börnin hafa mörg hver upplifað loftárásir, séð fólk skotið til bana á götunum og lent á vergangi og flótta, með eða án ættingja sinna. Þau og mæður þeirra þjást af áfallastreitu. Það er vel þekkt að mikið ofbeldi á sér stað í flóttamannabúðum, þar er mikil spenna og vanlíðan sem brýst út í ofbeldi. Glæpamenn ræna börnum til að selja í vændi o.s.frv. Sýrlenskar konur sem gert hafa myndbönd til að vekja athygli á stöðu sinni og þjóðar sinnar biðja um frið og að fá tækifæri til að byggja land sitt upp að nýju. Eins og er virðist langt í friðinn. Ef eitthvað er þá eru átök að aukast á svæðinu og flóttamenn aftur farnir að streyma frá Írak. Það verður að reisa friðarfánana að nýju og reyna að stöðva átökin, ekki að magna þau í þágu vopnasalanna. Við hljótum að spyrja okkur hvað við getum gert til að aðstoða og til að hvetja til friðar. Við getum stutt Flóttamannastofnunina, UNICEF, UN Women og önnur samtök sem eru komin til aðstoðar. Við getum líka sent fólk á svæðið ef þess er þörf. Fulltrúar Íslands verða að beita sér í þágu friðar hvar sem því verður við komið. Ég segi enn og aftur: án friðar verður ekkert kynjajafnrétti og ekkert réttlæti.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun