Skapaður fyrir skraflið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 09:30 Uppáhaldsorð Gísla í skrafli er breygingarmynd sagnarinnar "að bronsa“. Vísir/Valli Gísli Ásgeirsson þýðandi er nýkrýndur Íslandsmeistari í skrafli en mótið fór fram í Friðarhúsi um helgina. Gísli hefur spilað skrafl frá árinu 1977 en á þeim tíma var íslenska útgáfa borðspilsins ekki enn komin út. „Páll bróðir minn lærði að skrafla af áströlskum farandverkakonum. Hann bjó þá á Stöðvarfirði og þar í frystihúsinu unnu nokkrar ástralskar stúlkur sem áttu skrafl. Svo kom ég í heimsókn í sumarfríinu og lærði að skrafla,“ segir Gísli spurður að því hvenær hann hafi fyrst byrjað að spila borðspilið. „Síðar þegar skraflið kom út á íslensku fórum við að spila þetta aftur og fyrir mig var orðaleikurinn sem himnasending. Ég hef ákaflega gaman af móðurmálinu, öllum flækjum og orðaleikjum og þess vegna er þessi leikur eins og skapaður fyrir mig.“ Að eigin sögn var undirbúningurinn fyrir Íslandsmótið lítill en skæð kvefpest varð til þess að Gísli ákvað að skrá sig til leiks. „Ég ákvað í raun og veru ekki fyrr en á fimmtudeginum að vera með, ég er svo latur við að fara út úr húsi. Það hjálpaði mér að ég kvefaðist svo að ég sá ekki fram á að gera neitt annað um helgina. Ég undirbjó mig því ekki sérstaklega.“ Árangurinn hlýtur því að teljast góður en Gísli fór með sigur af hólmi í öllum viðureignum helgarinnar. En mótið stóð yfir í rúmlega níu klukkustundir bæði á laugardag og sunnudag. Gísli segir skraflið ekki tímafrekara en önnur áhugamál, hann noti tíma sem færi annars í eitthvað annað: „Ég horfi lítið á sjónvarp þannig að ég skrafla oftast á kvöldin eftir kvöldmat sem og í kaffipásum og matarpásum. Sá tími sem fer í sjónvarp hjá öðrum fer í skrafl hjá mér.“ Skrafl er þó ekki eina áhugamál Gísla sem ásamt því að spila skrafl á netinu stundar mikla hreyfingu. „Ég reyni að hreyfa mig mikið, er virkur í þríþraut, fer út að hjóla, hlaupa og synda.“ Gísli segir mikilvægt að efla ekki einungis líkamann heldur hugann líka og til þess séu orðaleikir á borð við skrafl tilvaldir. „Það verður bæði að efla líkama og sál. Það er ekki nóg að hreyfa sig bara, maður verður líka að næra hausinn.“ Gísli spilar mikið skrafl á netinu en á síðunni Orðaleikur er hægt að spila skrafl á móti raunverulegum mótherjum. Þrátt fyrir að vera Íslandsmeistari í skrafli spilar Gísli við byrjendur jafnt sem lengra komna og hefur gaman af: „Ég hafna engum áskorunum og spila við alla. Það er gaman að sjá fólki fara fram.“ Í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu varð Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og í því þriðja Sigríður Hjálmarsdóttir. Er þetta í annað sinn sem formlegt Íslandsmeistaramót í skrafli fer fram. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Gísli Ásgeirsson þýðandi er nýkrýndur Íslandsmeistari í skrafli en mótið fór fram í Friðarhúsi um helgina. Gísli hefur spilað skrafl frá árinu 1977 en á þeim tíma var íslenska útgáfa borðspilsins ekki enn komin út. „Páll bróðir minn lærði að skrafla af áströlskum farandverkakonum. Hann bjó þá á Stöðvarfirði og þar í frystihúsinu unnu nokkrar ástralskar stúlkur sem áttu skrafl. Svo kom ég í heimsókn í sumarfríinu og lærði að skrafla,“ segir Gísli spurður að því hvenær hann hafi fyrst byrjað að spila borðspilið. „Síðar þegar skraflið kom út á íslensku fórum við að spila þetta aftur og fyrir mig var orðaleikurinn sem himnasending. Ég hef ákaflega gaman af móðurmálinu, öllum flækjum og orðaleikjum og þess vegna er þessi leikur eins og skapaður fyrir mig.“ Að eigin sögn var undirbúningurinn fyrir Íslandsmótið lítill en skæð kvefpest varð til þess að Gísli ákvað að skrá sig til leiks. „Ég ákvað í raun og veru ekki fyrr en á fimmtudeginum að vera með, ég er svo latur við að fara út úr húsi. Það hjálpaði mér að ég kvefaðist svo að ég sá ekki fram á að gera neitt annað um helgina. Ég undirbjó mig því ekki sérstaklega.“ Árangurinn hlýtur því að teljast góður en Gísli fór með sigur af hólmi í öllum viðureignum helgarinnar. En mótið stóð yfir í rúmlega níu klukkustundir bæði á laugardag og sunnudag. Gísli segir skraflið ekki tímafrekara en önnur áhugamál, hann noti tíma sem færi annars í eitthvað annað: „Ég horfi lítið á sjónvarp þannig að ég skrafla oftast á kvöldin eftir kvöldmat sem og í kaffipásum og matarpásum. Sá tími sem fer í sjónvarp hjá öðrum fer í skrafl hjá mér.“ Skrafl er þó ekki eina áhugamál Gísla sem ásamt því að spila skrafl á netinu stundar mikla hreyfingu. „Ég reyni að hreyfa mig mikið, er virkur í þríþraut, fer út að hjóla, hlaupa og synda.“ Gísli segir mikilvægt að efla ekki einungis líkamann heldur hugann líka og til þess séu orðaleikir á borð við skrafl tilvaldir. „Það verður bæði að efla líkama og sál. Það er ekki nóg að hreyfa sig bara, maður verður líka að næra hausinn.“ Gísli spilar mikið skrafl á netinu en á síðunni Orðaleikur er hægt að spila skrafl á móti raunverulegum mótherjum. Þrátt fyrir að vera Íslandsmeistari í skrafli spilar Gísli við byrjendur jafnt sem lengra komna og hefur gaman af: „Ég hafna engum áskorunum og spila við alla. Það er gaman að sjá fólki fara fram.“ Í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu varð Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og í því þriðja Sigríður Hjálmarsdóttir. Er þetta í annað sinn sem formlegt Íslandsmeistaramót í skrafli fer fram.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira