Skapaður fyrir skraflið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 09:30 Uppáhaldsorð Gísla í skrafli er breygingarmynd sagnarinnar "að bronsa“. Vísir/Valli Gísli Ásgeirsson þýðandi er nýkrýndur Íslandsmeistari í skrafli en mótið fór fram í Friðarhúsi um helgina. Gísli hefur spilað skrafl frá árinu 1977 en á þeim tíma var íslenska útgáfa borðspilsins ekki enn komin út. „Páll bróðir minn lærði að skrafla af áströlskum farandverkakonum. Hann bjó þá á Stöðvarfirði og þar í frystihúsinu unnu nokkrar ástralskar stúlkur sem áttu skrafl. Svo kom ég í heimsókn í sumarfríinu og lærði að skrafla,“ segir Gísli spurður að því hvenær hann hafi fyrst byrjað að spila borðspilið. „Síðar þegar skraflið kom út á íslensku fórum við að spila þetta aftur og fyrir mig var orðaleikurinn sem himnasending. Ég hef ákaflega gaman af móðurmálinu, öllum flækjum og orðaleikjum og þess vegna er þessi leikur eins og skapaður fyrir mig.“ Að eigin sögn var undirbúningurinn fyrir Íslandsmótið lítill en skæð kvefpest varð til þess að Gísli ákvað að skrá sig til leiks. „Ég ákvað í raun og veru ekki fyrr en á fimmtudeginum að vera með, ég er svo latur við að fara út úr húsi. Það hjálpaði mér að ég kvefaðist svo að ég sá ekki fram á að gera neitt annað um helgina. Ég undirbjó mig því ekki sérstaklega.“ Árangurinn hlýtur því að teljast góður en Gísli fór með sigur af hólmi í öllum viðureignum helgarinnar. En mótið stóð yfir í rúmlega níu klukkustundir bæði á laugardag og sunnudag. Gísli segir skraflið ekki tímafrekara en önnur áhugamál, hann noti tíma sem færi annars í eitthvað annað: „Ég horfi lítið á sjónvarp þannig að ég skrafla oftast á kvöldin eftir kvöldmat sem og í kaffipásum og matarpásum. Sá tími sem fer í sjónvarp hjá öðrum fer í skrafl hjá mér.“ Skrafl er þó ekki eina áhugamál Gísla sem ásamt því að spila skrafl á netinu stundar mikla hreyfingu. „Ég reyni að hreyfa mig mikið, er virkur í þríþraut, fer út að hjóla, hlaupa og synda.“ Gísli segir mikilvægt að efla ekki einungis líkamann heldur hugann líka og til þess séu orðaleikir á borð við skrafl tilvaldir. „Það verður bæði að efla líkama og sál. Það er ekki nóg að hreyfa sig bara, maður verður líka að næra hausinn.“ Gísli spilar mikið skrafl á netinu en á síðunni Orðaleikur er hægt að spila skrafl á móti raunverulegum mótherjum. Þrátt fyrir að vera Íslandsmeistari í skrafli spilar Gísli við byrjendur jafnt sem lengra komna og hefur gaman af: „Ég hafna engum áskorunum og spila við alla. Það er gaman að sjá fólki fara fram.“ Í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu varð Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og í því þriðja Sigríður Hjálmarsdóttir. Er þetta í annað sinn sem formlegt Íslandsmeistaramót í skrafli fer fram. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Gísli Ásgeirsson þýðandi er nýkrýndur Íslandsmeistari í skrafli en mótið fór fram í Friðarhúsi um helgina. Gísli hefur spilað skrafl frá árinu 1977 en á þeim tíma var íslenska útgáfa borðspilsins ekki enn komin út. „Páll bróðir minn lærði að skrafla af áströlskum farandverkakonum. Hann bjó þá á Stöðvarfirði og þar í frystihúsinu unnu nokkrar ástralskar stúlkur sem áttu skrafl. Svo kom ég í heimsókn í sumarfríinu og lærði að skrafla,“ segir Gísli spurður að því hvenær hann hafi fyrst byrjað að spila borðspilið. „Síðar þegar skraflið kom út á íslensku fórum við að spila þetta aftur og fyrir mig var orðaleikurinn sem himnasending. Ég hef ákaflega gaman af móðurmálinu, öllum flækjum og orðaleikjum og þess vegna er þessi leikur eins og skapaður fyrir mig.“ Að eigin sögn var undirbúningurinn fyrir Íslandsmótið lítill en skæð kvefpest varð til þess að Gísli ákvað að skrá sig til leiks. „Ég ákvað í raun og veru ekki fyrr en á fimmtudeginum að vera með, ég er svo latur við að fara út úr húsi. Það hjálpaði mér að ég kvefaðist svo að ég sá ekki fram á að gera neitt annað um helgina. Ég undirbjó mig því ekki sérstaklega.“ Árangurinn hlýtur því að teljast góður en Gísli fór með sigur af hólmi í öllum viðureignum helgarinnar. En mótið stóð yfir í rúmlega níu klukkustundir bæði á laugardag og sunnudag. Gísli segir skraflið ekki tímafrekara en önnur áhugamál, hann noti tíma sem færi annars í eitthvað annað: „Ég horfi lítið á sjónvarp þannig að ég skrafla oftast á kvöldin eftir kvöldmat sem og í kaffipásum og matarpásum. Sá tími sem fer í sjónvarp hjá öðrum fer í skrafl hjá mér.“ Skrafl er þó ekki eina áhugamál Gísla sem ásamt því að spila skrafl á netinu stundar mikla hreyfingu. „Ég reyni að hreyfa mig mikið, er virkur í þríþraut, fer út að hjóla, hlaupa og synda.“ Gísli segir mikilvægt að efla ekki einungis líkamann heldur hugann líka og til þess séu orðaleikir á borð við skrafl tilvaldir. „Það verður bæði að efla líkama og sál. Það er ekki nóg að hreyfa sig bara, maður verður líka að næra hausinn.“ Gísli spilar mikið skrafl á netinu en á síðunni Orðaleikur er hægt að spila skrafl á móti raunverulegum mótherjum. Þrátt fyrir að vera Íslandsmeistari í skrafli spilar Gísli við byrjendur jafnt sem lengra komna og hefur gaman af: „Ég hafna engum áskorunum og spila við alla. Það er gaman að sjá fólki fara fram.“ Í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu varð Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og í því þriðja Sigríður Hjálmarsdóttir. Er þetta í annað sinn sem formlegt Íslandsmeistaramót í skrafli fer fram.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira