Bjórinn Sigurjón Arnórsson skrifar 10. nóvember 2014 00:00 Eins og margt ungt fólk á Íslandi hef ég þurft að fara utan til þess að fá ásættanlega vinnu og er nú staðsettur í Lúxemborg. Hér er hægt að kaupa allar gerðir áfengis út um allt á öllum tímum sólarhrings. Nágrannabúðin mín er með áfengisdeild sem er stærri en flestar Bónusbúðir á Íslandi. Flestar 24 tíma bensínstöðvar selja allt frá bjór til vodka og svo er hægt að panta sér rauðvín með pitsuheimsendingunni sinni. Einn daginn var ég að vinna seint um kvöldið með samstarfsmönnum mínum þegar við ákváðum að panta okkur pitsur. Þegar ég sá kassa af rauðvínsflöskum koma með sendingunni reyndi ég að útskýra fyrir samstarfsmönnum mínum af hverju það væri skrítið fyrir Íslending að geta pantað heimsendingu af rauðvíni seint um kvöld. „Er áfengi ólöglegt á Íslandi?“ spurðu þau. „Nei, það má kaupa áfengi en bara í ríkisreknum búðum sem loka tímanlega og starfa ekki á sunnudögum. Svo má kaupa áfengi á veitingastöðum og börum en það er ólöglegt að fara út með drykkina.“ Viðbrögð starfsfélaga minna var smá hlátur og nokkur samúðarbros. Svo sagði ein kona: „Ég sá í sjónvarpinu að sumir eskimóar væru óvenjulega veikir fyrir áfengi, þess vegna er það ólöglegt á nokkrum stöðum í Alaska.“ Ég svaraði þessari athugasemd með orðum Jóns Páls Sigmarssonar: „I am not an Eskimo, I am a Viking!“ Að svo komnu máli ákvað ég að ræða þetta ekki frekar. Þegar ég bjó í Belgíu tók ég einnig eftir því hvað áfengisreglugerðin þar var allt öðru vísi en á Íslandi. Hún var mjög svipuð þeirri í Lúxemborg. Það er t.d. mjög vinsælt að kaupa bjór í bíóum í staðinn fyrir gosdrykki. Úti um allt eru bjórbúðir og vínbúðir sem eru með gríðarlegt úrval af alls konar áfengisdrykkjum og það er minnsta mál að hoppa út í sjoppu til þess að kaupa sér rauðvínsflösku með matnum. En getur einhver haldið því fram að íbúar þessara þjóða séu meiri alkóhólistar en Íslendingar? Ég hef sjálfur aldrei verið mikið fyrir áfengi. En maður spyr sig af hverju er þetta svona öðru vísi á Íslandi? Til hvers er verið að flækja hlutina fyrir neytendum? Af hverju er ríkið að heimta einkarétt á söluvöru sem gæti auðveldlega verið seld í frjálsum og einkareknum fyrirtækjum? Af hverju þurfum við eyða tíma í þetta á Alþingi og gera vesen úr þessu máli? Er það svona gríðarlega erfitt að leyfa fullorðnu fólki að kaupa bjór út í búð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margt ungt fólk á Íslandi hef ég þurft að fara utan til þess að fá ásættanlega vinnu og er nú staðsettur í Lúxemborg. Hér er hægt að kaupa allar gerðir áfengis út um allt á öllum tímum sólarhrings. Nágrannabúðin mín er með áfengisdeild sem er stærri en flestar Bónusbúðir á Íslandi. Flestar 24 tíma bensínstöðvar selja allt frá bjór til vodka og svo er hægt að panta sér rauðvín með pitsuheimsendingunni sinni. Einn daginn var ég að vinna seint um kvöldið með samstarfsmönnum mínum þegar við ákváðum að panta okkur pitsur. Þegar ég sá kassa af rauðvínsflöskum koma með sendingunni reyndi ég að útskýra fyrir samstarfsmönnum mínum af hverju það væri skrítið fyrir Íslending að geta pantað heimsendingu af rauðvíni seint um kvöld. „Er áfengi ólöglegt á Íslandi?“ spurðu þau. „Nei, það má kaupa áfengi en bara í ríkisreknum búðum sem loka tímanlega og starfa ekki á sunnudögum. Svo má kaupa áfengi á veitingastöðum og börum en það er ólöglegt að fara út með drykkina.“ Viðbrögð starfsfélaga minna var smá hlátur og nokkur samúðarbros. Svo sagði ein kona: „Ég sá í sjónvarpinu að sumir eskimóar væru óvenjulega veikir fyrir áfengi, þess vegna er það ólöglegt á nokkrum stöðum í Alaska.“ Ég svaraði þessari athugasemd með orðum Jóns Páls Sigmarssonar: „I am not an Eskimo, I am a Viking!“ Að svo komnu máli ákvað ég að ræða þetta ekki frekar. Þegar ég bjó í Belgíu tók ég einnig eftir því hvað áfengisreglugerðin þar var allt öðru vísi en á Íslandi. Hún var mjög svipuð þeirri í Lúxemborg. Það er t.d. mjög vinsælt að kaupa bjór í bíóum í staðinn fyrir gosdrykki. Úti um allt eru bjórbúðir og vínbúðir sem eru með gríðarlegt úrval af alls konar áfengisdrykkjum og það er minnsta mál að hoppa út í sjoppu til þess að kaupa sér rauðvínsflösku með matnum. En getur einhver haldið því fram að íbúar þessara þjóða séu meiri alkóhólistar en Íslendingar? Ég hef sjálfur aldrei verið mikið fyrir áfengi. En maður spyr sig af hverju er þetta svona öðru vísi á Íslandi? Til hvers er verið að flækja hlutina fyrir neytendum? Af hverju er ríkið að heimta einkarétt á söluvöru sem gæti auðveldlega verið seld í frjálsum og einkareknum fyrirtækjum? Af hverju þurfum við eyða tíma í þetta á Alþingi og gera vesen úr þessu máli? Er það svona gríðarlega erfitt að leyfa fullorðnu fólki að kaupa bjór út í búð?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun