Bjórinn Sigurjón Arnórsson skrifar 10. nóvember 2014 00:00 Eins og margt ungt fólk á Íslandi hef ég þurft að fara utan til þess að fá ásættanlega vinnu og er nú staðsettur í Lúxemborg. Hér er hægt að kaupa allar gerðir áfengis út um allt á öllum tímum sólarhrings. Nágrannabúðin mín er með áfengisdeild sem er stærri en flestar Bónusbúðir á Íslandi. Flestar 24 tíma bensínstöðvar selja allt frá bjór til vodka og svo er hægt að panta sér rauðvín með pitsuheimsendingunni sinni. Einn daginn var ég að vinna seint um kvöldið með samstarfsmönnum mínum þegar við ákváðum að panta okkur pitsur. Þegar ég sá kassa af rauðvínsflöskum koma með sendingunni reyndi ég að útskýra fyrir samstarfsmönnum mínum af hverju það væri skrítið fyrir Íslending að geta pantað heimsendingu af rauðvíni seint um kvöld. „Er áfengi ólöglegt á Íslandi?“ spurðu þau. „Nei, það má kaupa áfengi en bara í ríkisreknum búðum sem loka tímanlega og starfa ekki á sunnudögum. Svo má kaupa áfengi á veitingastöðum og börum en það er ólöglegt að fara út með drykkina.“ Viðbrögð starfsfélaga minna var smá hlátur og nokkur samúðarbros. Svo sagði ein kona: „Ég sá í sjónvarpinu að sumir eskimóar væru óvenjulega veikir fyrir áfengi, þess vegna er það ólöglegt á nokkrum stöðum í Alaska.“ Ég svaraði þessari athugasemd með orðum Jóns Páls Sigmarssonar: „I am not an Eskimo, I am a Viking!“ Að svo komnu máli ákvað ég að ræða þetta ekki frekar. Þegar ég bjó í Belgíu tók ég einnig eftir því hvað áfengisreglugerðin þar var allt öðru vísi en á Íslandi. Hún var mjög svipuð þeirri í Lúxemborg. Það er t.d. mjög vinsælt að kaupa bjór í bíóum í staðinn fyrir gosdrykki. Úti um allt eru bjórbúðir og vínbúðir sem eru með gríðarlegt úrval af alls konar áfengisdrykkjum og það er minnsta mál að hoppa út í sjoppu til þess að kaupa sér rauðvínsflösku með matnum. En getur einhver haldið því fram að íbúar þessara þjóða séu meiri alkóhólistar en Íslendingar? Ég hef sjálfur aldrei verið mikið fyrir áfengi. En maður spyr sig af hverju er þetta svona öðru vísi á Íslandi? Til hvers er verið að flækja hlutina fyrir neytendum? Af hverju er ríkið að heimta einkarétt á söluvöru sem gæti auðveldlega verið seld í frjálsum og einkareknum fyrirtækjum? Af hverju þurfum við eyða tíma í þetta á Alþingi og gera vesen úr þessu máli? Er það svona gríðarlega erfitt að leyfa fullorðnu fólki að kaupa bjór út í búð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margt ungt fólk á Íslandi hef ég þurft að fara utan til þess að fá ásættanlega vinnu og er nú staðsettur í Lúxemborg. Hér er hægt að kaupa allar gerðir áfengis út um allt á öllum tímum sólarhrings. Nágrannabúðin mín er með áfengisdeild sem er stærri en flestar Bónusbúðir á Íslandi. Flestar 24 tíma bensínstöðvar selja allt frá bjór til vodka og svo er hægt að panta sér rauðvín með pitsuheimsendingunni sinni. Einn daginn var ég að vinna seint um kvöldið með samstarfsmönnum mínum þegar við ákváðum að panta okkur pitsur. Þegar ég sá kassa af rauðvínsflöskum koma með sendingunni reyndi ég að útskýra fyrir samstarfsmönnum mínum af hverju það væri skrítið fyrir Íslending að geta pantað heimsendingu af rauðvíni seint um kvöld. „Er áfengi ólöglegt á Íslandi?“ spurðu þau. „Nei, það má kaupa áfengi en bara í ríkisreknum búðum sem loka tímanlega og starfa ekki á sunnudögum. Svo má kaupa áfengi á veitingastöðum og börum en það er ólöglegt að fara út með drykkina.“ Viðbrögð starfsfélaga minna var smá hlátur og nokkur samúðarbros. Svo sagði ein kona: „Ég sá í sjónvarpinu að sumir eskimóar væru óvenjulega veikir fyrir áfengi, þess vegna er það ólöglegt á nokkrum stöðum í Alaska.“ Ég svaraði þessari athugasemd með orðum Jóns Páls Sigmarssonar: „I am not an Eskimo, I am a Viking!“ Að svo komnu máli ákvað ég að ræða þetta ekki frekar. Þegar ég bjó í Belgíu tók ég einnig eftir því hvað áfengisreglugerðin þar var allt öðru vísi en á Íslandi. Hún var mjög svipuð þeirri í Lúxemborg. Það er t.d. mjög vinsælt að kaupa bjór í bíóum í staðinn fyrir gosdrykki. Úti um allt eru bjórbúðir og vínbúðir sem eru með gríðarlegt úrval af alls konar áfengisdrykkjum og það er minnsta mál að hoppa út í sjoppu til þess að kaupa sér rauðvínsflösku með matnum. En getur einhver haldið því fram að íbúar þessara þjóða séu meiri alkóhólistar en Íslendingar? Ég hef sjálfur aldrei verið mikið fyrir áfengi. En maður spyr sig af hverju er þetta svona öðru vísi á Íslandi? Til hvers er verið að flækja hlutina fyrir neytendum? Af hverju er ríkið að heimta einkarétt á söluvöru sem gæti auðveldlega verið seld í frjálsum og einkareknum fyrirtækjum? Af hverju þurfum við eyða tíma í þetta á Alþingi og gera vesen úr þessu máli? Er það svona gríðarlega erfitt að leyfa fullorðnu fólki að kaupa bjór út í búð?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar