Syngjandi um heiminn Elín Albertsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 12:00 Á ítalíu "Þarna erum við að borða tagliatelle al ragù, hið eiginlega Bolognese, á veitingahúsinu Osteria del' Orsa í Bologna,“ segir Sigurður sem er þarna til borðs með Victor Abrahamsson, Erlend Öye og Guðmundi Péturssyni. Sigurður Guðmundsson söngvari flutti til Noregs fyrir rúmu ári með konu sinni, Tinnu Ingvarsdóttur, og dóttur, Ástríði Ösp. Hann hefur nóg að gera við tónlistarflutning og er á sífelldum ferðalögum um heiminn. Sigurður var á leið til Mílanó frá Bologna á Ítalíu þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann er þar á tónleikaferðalagi með Norðmanninum, Erlend Öye, en þeir vinna mikið saman, Guðmundi Péturssyni gítarleikara og Victor Abrahamsson. Erlend hefur unnið talsvert með hljómsveitinni Hjálmum sem heldur upp á tíu ára afmæli sitt á þessu ári. „Ferðin hófst í London en þaðan flugum við til Rómar, síðan var lestarferð til Bologna og loks til Mílanó. Við spilum aðallega í leikhúsum, flytjum meðal annars lög af nýrri plötu Hjálma og Erlends. Frá Mílanó höldum við síðan til Zagreb í Króatíu,“ segir Sigurður en í næstu viku er ferðinni heitið til Chile, Argentínu og Mexíkó í áframhaldandi tónleikaferð. „Við verðum á ferðinni þar í tæpar tvær vikur,“ útskýrir Sigurður sem er einn ástsælasti söngvari landsins, hvort sem hann syngur með Hjálmum, Memphismafíunni, Baggalút eða bara einn með sjálfum sér. Erlend er þekktur norskur tónlistarmaður, var meðal annars í dúettinum Kings of Convenience og hljómsveitinni Whitest Boy Alive. Strákarnir í Hjálmum sendu tvöfalda safnskífu frá sér fyrir skömmu sem nefnist Skýjaborgin en hana unnu þeir með Erlend.Með Baggalúti og Sigríði Það má með sanni segja að Sigurður sé á flakki um heiminn en í byrjun desember kemur hann til Íslands. Þá mun hann taka lagið á jólatónleikum Baggalúts. „Það er ómissandi að syngja með þeim á tónleikum fyrir jólin,“ segir Sigurður og hlakkar mikið til. „Mér finnst alltaf jólin koma með Baggalútstónleikunum. Ætli ég sé ekki mátulega mikið jólabarn,“ bætir Sigurður við en hann gaf út jólaplötuna Nú stendur mikið til árið 2010 sem fékk frábæra dóma og lifir enn góðu lífi. Lögin eru flest samin af honum og Braga Valdimari en sá síðarnefndi samdi jafnframt textana við öll lögin á plötunni fyrir utan eitt sem er við ljóð Steins Steinars. Þann 17. desember verður Sigurður síðan með tvenna jólatónleika með Sigríði Thorlacius í Eldborgarsal Hörpu. Þar ætla þau að syngja ný og eldri jólalög í sannkallaðri hátíðardagskrá. „Við munum einnig flytja nýtt lag, Freistingar, sem ég samdi en Bragi Valdimar gerði texta.“ Þá syngja þau einnig lög af plötunni Jólakveðju. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Sigríður og Sigurður standa fyrir svo veigamiklum jólatónleikum. „Við höfum verið með litla tónleika í Rósenberg,“ segir hann. Sigurður og Sigríður sungu síðast saman í Hörpu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sumarið 2011.Fjölskyldujól Tinna, kona Sigurðar, og dóttir koma til Íslands sama dag og jólatónleikarnir verða í Hörpu. „Við ætlum að halda íslensk jól. Dóttir mín verður fjögurra ára 1. janúar svo við höldum afmælisveislu fyrir hana á Íslandi. Það verður skemmtilegt að vera með fjölskyldunni um jólin.“En af hverju fluttuð þið til Noregs? „Okkur langaði að breyta til. Komast úr rokinu heima. Blessunarlega hef ég haft nóg að gera og verið á ferðalögum um heiminn. Þess á milli er ég heima og baka brauð. Ég sé um eldhúsverkin þegar ég er heima,“ segir hann. „Konan mín er kennari en hún hefur áður búið í Noregi og er öllu vön þar í landi. Hún er vel norskumælandi og miklu betri en ég. Við kunnum ágætlega við okkur í Ósló og erum ekki á heimleið. Mér finnst ágætt að koma heim til Íslands í hálfan mánuð en þá er ég venjulega tilbúinn að yfirgefa landið aftur. Maður á auðvitað sínar rætur heima og það er alltaf gaman að hitta fjölskylduna,“ segir Sigurður sem er alinn upp í Njarðvík.Margt í gangiEn hvað er fleira á döfinni? „Þorsteinn Einarsson, vinur minn úr Hjálmum, er að gefa út nýja plötu á næstu vikum með hljómsveitinni Uniimog og þar kem ég við sögu. Mér finnst gaman og gefandi að stökkva á milli verkefna. Það er margt í gangi hjá mér á næstunni og ég vona að við getum fylgt plötu Uniimog eftir. Annars eru flestir vinir mínir núna á ferðalagi um heiminn með Ásgeiri Trausta.“ Sigurður segist kunna virkilega vel við sig á Ítalíu en fyrir nokkrum árum var hann í ljósmyndanámi í Flórens. Ég er búinn að vera þó nokkuð í Róm og í sumar var ég á Sikiley. Mér finnst notalegt að vera svona sunnarlega á hnettinum. Það er ofboðslega góður matur á Ítalíu en ég er mikill matmaður,“ segir hann. „Annars er ég bara sáttur, það er gaman að lifa.“ Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Sigurður Guðmundsson söngvari flutti til Noregs fyrir rúmu ári með konu sinni, Tinnu Ingvarsdóttur, og dóttur, Ástríði Ösp. Hann hefur nóg að gera við tónlistarflutning og er á sífelldum ferðalögum um heiminn. Sigurður var á leið til Mílanó frá Bologna á Ítalíu þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann er þar á tónleikaferðalagi með Norðmanninum, Erlend Öye, en þeir vinna mikið saman, Guðmundi Péturssyni gítarleikara og Victor Abrahamsson. Erlend hefur unnið talsvert með hljómsveitinni Hjálmum sem heldur upp á tíu ára afmæli sitt á þessu ári. „Ferðin hófst í London en þaðan flugum við til Rómar, síðan var lestarferð til Bologna og loks til Mílanó. Við spilum aðallega í leikhúsum, flytjum meðal annars lög af nýrri plötu Hjálma og Erlends. Frá Mílanó höldum við síðan til Zagreb í Króatíu,“ segir Sigurður en í næstu viku er ferðinni heitið til Chile, Argentínu og Mexíkó í áframhaldandi tónleikaferð. „Við verðum á ferðinni þar í tæpar tvær vikur,“ útskýrir Sigurður sem er einn ástsælasti söngvari landsins, hvort sem hann syngur með Hjálmum, Memphismafíunni, Baggalút eða bara einn með sjálfum sér. Erlend er þekktur norskur tónlistarmaður, var meðal annars í dúettinum Kings of Convenience og hljómsveitinni Whitest Boy Alive. Strákarnir í Hjálmum sendu tvöfalda safnskífu frá sér fyrir skömmu sem nefnist Skýjaborgin en hana unnu þeir með Erlend.Með Baggalúti og Sigríði Það má með sanni segja að Sigurður sé á flakki um heiminn en í byrjun desember kemur hann til Íslands. Þá mun hann taka lagið á jólatónleikum Baggalúts. „Það er ómissandi að syngja með þeim á tónleikum fyrir jólin,“ segir Sigurður og hlakkar mikið til. „Mér finnst alltaf jólin koma með Baggalútstónleikunum. Ætli ég sé ekki mátulega mikið jólabarn,“ bætir Sigurður við en hann gaf út jólaplötuna Nú stendur mikið til árið 2010 sem fékk frábæra dóma og lifir enn góðu lífi. Lögin eru flest samin af honum og Braga Valdimari en sá síðarnefndi samdi jafnframt textana við öll lögin á plötunni fyrir utan eitt sem er við ljóð Steins Steinars. Þann 17. desember verður Sigurður síðan með tvenna jólatónleika með Sigríði Thorlacius í Eldborgarsal Hörpu. Þar ætla þau að syngja ný og eldri jólalög í sannkallaðri hátíðardagskrá. „Við munum einnig flytja nýtt lag, Freistingar, sem ég samdi en Bragi Valdimar gerði texta.“ Þá syngja þau einnig lög af plötunni Jólakveðju. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Sigríður og Sigurður standa fyrir svo veigamiklum jólatónleikum. „Við höfum verið með litla tónleika í Rósenberg,“ segir hann. Sigurður og Sigríður sungu síðast saman í Hörpu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sumarið 2011.Fjölskyldujól Tinna, kona Sigurðar, og dóttir koma til Íslands sama dag og jólatónleikarnir verða í Hörpu. „Við ætlum að halda íslensk jól. Dóttir mín verður fjögurra ára 1. janúar svo við höldum afmælisveislu fyrir hana á Íslandi. Það verður skemmtilegt að vera með fjölskyldunni um jólin.“En af hverju fluttuð þið til Noregs? „Okkur langaði að breyta til. Komast úr rokinu heima. Blessunarlega hef ég haft nóg að gera og verið á ferðalögum um heiminn. Þess á milli er ég heima og baka brauð. Ég sé um eldhúsverkin þegar ég er heima,“ segir hann. „Konan mín er kennari en hún hefur áður búið í Noregi og er öllu vön þar í landi. Hún er vel norskumælandi og miklu betri en ég. Við kunnum ágætlega við okkur í Ósló og erum ekki á heimleið. Mér finnst ágætt að koma heim til Íslands í hálfan mánuð en þá er ég venjulega tilbúinn að yfirgefa landið aftur. Maður á auðvitað sínar rætur heima og það er alltaf gaman að hitta fjölskylduna,“ segir Sigurður sem er alinn upp í Njarðvík.Margt í gangiEn hvað er fleira á döfinni? „Þorsteinn Einarsson, vinur minn úr Hjálmum, er að gefa út nýja plötu á næstu vikum með hljómsveitinni Uniimog og þar kem ég við sögu. Mér finnst gaman og gefandi að stökkva á milli verkefna. Það er margt í gangi hjá mér á næstunni og ég vona að við getum fylgt plötu Uniimog eftir. Annars eru flestir vinir mínir núna á ferðalagi um heiminn með Ásgeiri Trausta.“ Sigurður segist kunna virkilega vel við sig á Ítalíu en fyrir nokkrum árum var hann í ljósmyndanámi í Flórens. Ég er búinn að vera þó nokkuð í Róm og í sumar var ég á Sikiley. Mér finnst notalegt að vera svona sunnarlega á hnettinum. Það er ofboðslega góður matur á Ítalíu en ég er mikill matmaður,“ segir hann. „Annars er ég bara sáttur, það er gaman að lifa.“
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira