Endurskilgreining friðarskyldunnar nauðsynleg Bragi Skúlason og Halldór K. Valdimarsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Frá því undirritaður kjarasamningur er samþykktur af báðum aðilum og þar til hann er útrunninn eða hefur verið sagt upp ríkir friðarskylda milli þeirra. Friðarskyldan er óskrifuð meginregla í íslenskum vinnurétti og grundvallast á því meginsjónarmiði að samninga beri að halda. Samningsaðilar mega þannig ekki á samningstímabilinu knýja með skipulögðum aðgerðum fram breytingar á því sem um hefur verið samið. Hvað launþega varðar þýðir þessi skylda að þeir láta af rétti sínum til aðgerða til að framfylgja kröfum um bætt kjör. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur er fjallað um heimildir til verkfalla og verkbanna. Það er löngu tímabært að skoða hversu vel þau spegla þann vinnumarkað sem við okkur blasir í dag. Á undanförnum áratugum hafa orðið verulegar breytingar á gerð og framkvæmd kjarasamninga. Atvik á vinnumarkaði síðustu ár hafa sýnt að sú þróun hefur meðal annars orðið til þess að illmögulegt er að verja þau kjör sem þó hafði verið samið um og birtingarmynd friðarskyldunnar orðin á þann veg að kjarasamningar verja ekki lengur lágmarkskjör, hvað þá raunkjör eins og þau hafa birst við ráðningu. Friðarskyldan leggur nefnilega ekki sömu höft á launagreiðanda og launamann. Launagreiðandi getur, í krafti yfirburðastöðu sinnar, ráðist gegn kjörum og réttindum launafólks takmarkalítið. Ef ekki með aðgerðum sem rúmast innan hefðbundinna samskipta á vinnumarkaði, þá í krafti óttans. Þannig getur launagreiðandi ráðist einhliða gegn launakjörum öðrum en taxtalaunum, þvingað fram breytingar á framkvæmd taxtalaunanna sjálfra, ráðskast með starfssvið og starfsþætti og ákveðið breytingar á hlutfalli framlags og andlags í ráðningarsambandi.Alvarlegt brot Launagreiðandi getur jafnframt svipt launamann grundvallarréttindum með því að skapa ótta um röskun á ráðningarsambandi. Þannig hafa margir ungir karlmenn hikað við töku feðraorlofs, eða rýrt það með aðlögun að starfsskyldum, vegna ótta við viðbrögð launagreiðanda. Jafnframt hefur borið í auknum mæli á því að launagreiðendur þverskallist við að uppfylla réttindi sem þó eru skilgreind í kjarasamningi. Nægir þar að benda á tregðu opinberra stofnana við uppfyllingu ákvæða um rétt til námsleyfis undanfarin tvö ár. Friðarskyldan er talin ekki einungis ná til þess sem í kjarasamningum stendur, heldur einnig til þeirrar venju, sem kann að hafa skapast um framkvæmd kjarasamningsins og til þeirra atriða, sem um var deilt við gerð hans en náðu ekki fram að ganga. Við túlkun á kjarasamningum og umfangi friðarskyldunnar með vísan til samninganna ber að hafa í huga að friðarskyldan er meginregla. Undantekningar frá friðarskyldunni í kjarasamningi eru því túlkaðar þröngt. Dómstólar hafa hins vegar aldrei tekið til úrskurðar atriði sem varða friðarskyldu launagreiðenda og síðustu fimm ár hafa launagreiðendur virt algerlega að vettugi þær samskiptareglur sem launþegahreyfingin taldi sig búa við á vinnumarkaði. Umfangsmiklar einhliða kjaraskerðandi ákvarðanir launagreiðenda eru í raun alvarlegt brot á friðarskyldu. Margar aðgerðir launagreiðenda á undanförnum árum hafa verið bein atlaga að velferð launþega og þannig verið alveg við mörk ofbeldis, andlegs ef ekki líkamlegs. Það er ekkert í regluverki okkar sem veitir launamanninum vörn gegn slíku framferði. Við þessar aðstæður hlýtur það að vera stéttarfélögum áhyggjuefni að friðarskyldan virki nær alfarið einhliða og þau hljóta að krefjast þess að hún verði endurskoðuð þannig að jafnræðis verði gætt. Bandalag háskólamanna hefur sett fram markmið um leiðréttingar á kjörum háskólamenntaðra. Stefnumið sem fælu í sér að fyrirhöfn og kostnaður við öflun og viðhald menntunar endurspeglist í afkomu og starfsumhverfi háskólamenntaðra. Bandalagið er þar að ganga fram með ábyrgum hætti, en fáist viðsemjendur bandalagsins ekki til raunhæfra viðræðna um þessi mál er ljóst að leita þarf nýrra leiða í baráttunni. Stéttarfélög geta ekki unað við aðstæður þar sem þau eru varla virt viðlits, á meðan gagnaðili getur farið sínu fram að eigin geðþótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Frá því undirritaður kjarasamningur er samþykktur af báðum aðilum og þar til hann er útrunninn eða hefur verið sagt upp ríkir friðarskylda milli þeirra. Friðarskyldan er óskrifuð meginregla í íslenskum vinnurétti og grundvallast á því meginsjónarmiði að samninga beri að halda. Samningsaðilar mega þannig ekki á samningstímabilinu knýja með skipulögðum aðgerðum fram breytingar á því sem um hefur verið samið. Hvað launþega varðar þýðir þessi skylda að þeir láta af rétti sínum til aðgerða til að framfylgja kröfum um bætt kjör. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur er fjallað um heimildir til verkfalla og verkbanna. Það er löngu tímabært að skoða hversu vel þau spegla þann vinnumarkað sem við okkur blasir í dag. Á undanförnum áratugum hafa orðið verulegar breytingar á gerð og framkvæmd kjarasamninga. Atvik á vinnumarkaði síðustu ár hafa sýnt að sú þróun hefur meðal annars orðið til þess að illmögulegt er að verja þau kjör sem þó hafði verið samið um og birtingarmynd friðarskyldunnar orðin á þann veg að kjarasamningar verja ekki lengur lágmarkskjör, hvað þá raunkjör eins og þau hafa birst við ráðningu. Friðarskyldan leggur nefnilega ekki sömu höft á launagreiðanda og launamann. Launagreiðandi getur, í krafti yfirburðastöðu sinnar, ráðist gegn kjörum og réttindum launafólks takmarkalítið. Ef ekki með aðgerðum sem rúmast innan hefðbundinna samskipta á vinnumarkaði, þá í krafti óttans. Þannig getur launagreiðandi ráðist einhliða gegn launakjörum öðrum en taxtalaunum, þvingað fram breytingar á framkvæmd taxtalaunanna sjálfra, ráðskast með starfssvið og starfsþætti og ákveðið breytingar á hlutfalli framlags og andlags í ráðningarsambandi.Alvarlegt brot Launagreiðandi getur jafnframt svipt launamann grundvallarréttindum með því að skapa ótta um röskun á ráðningarsambandi. Þannig hafa margir ungir karlmenn hikað við töku feðraorlofs, eða rýrt það með aðlögun að starfsskyldum, vegna ótta við viðbrögð launagreiðanda. Jafnframt hefur borið í auknum mæli á því að launagreiðendur þverskallist við að uppfylla réttindi sem þó eru skilgreind í kjarasamningi. Nægir þar að benda á tregðu opinberra stofnana við uppfyllingu ákvæða um rétt til námsleyfis undanfarin tvö ár. Friðarskyldan er talin ekki einungis ná til þess sem í kjarasamningum stendur, heldur einnig til þeirrar venju, sem kann að hafa skapast um framkvæmd kjarasamningsins og til þeirra atriða, sem um var deilt við gerð hans en náðu ekki fram að ganga. Við túlkun á kjarasamningum og umfangi friðarskyldunnar með vísan til samninganna ber að hafa í huga að friðarskyldan er meginregla. Undantekningar frá friðarskyldunni í kjarasamningi eru því túlkaðar þröngt. Dómstólar hafa hins vegar aldrei tekið til úrskurðar atriði sem varða friðarskyldu launagreiðenda og síðustu fimm ár hafa launagreiðendur virt algerlega að vettugi þær samskiptareglur sem launþegahreyfingin taldi sig búa við á vinnumarkaði. Umfangsmiklar einhliða kjaraskerðandi ákvarðanir launagreiðenda eru í raun alvarlegt brot á friðarskyldu. Margar aðgerðir launagreiðenda á undanförnum árum hafa verið bein atlaga að velferð launþega og þannig verið alveg við mörk ofbeldis, andlegs ef ekki líkamlegs. Það er ekkert í regluverki okkar sem veitir launamanninum vörn gegn slíku framferði. Við þessar aðstæður hlýtur það að vera stéttarfélögum áhyggjuefni að friðarskyldan virki nær alfarið einhliða og þau hljóta að krefjast þess að hún verði endurskoðuð þannig að jafnræðis verði gætt. Bandalag háskólamanna hefur sett fram markmið um leiðréttingar á kjörum háskólamenntaðra. Stefnumið sem fælu í sér að fyrirhöfn og kostnaður við öflun og viðhald menntunar endurspeglist í afkomu og starfsumhverfi háskólamenntaðra. Bandalagið er þar að ganga fram með ábyrgum hætti, en fáist viðsemjendur bandalagsins ekki til raunhæfra viðræðna um þessi mál er ljóst að leita þarf nýrra leiða í baráttunni. Stéttarfélög geta ekki unað við aðstæður þar sem þau eru varla virt viðlits, á meðan gagnaðili getur farið sínu fram að eigin geðþótta.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun