Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu Jónas Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun