Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu Jónas Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegrar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkjum heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar meðalaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðiskostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna.Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viðamiklum rannsóknum, þar sem hagkvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslíkum) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðiskerfið lengi skorað hátt. Í rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af 5. hagkvæmasta heilbrigðiskerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heilbrigðisþjónustunni — ekki endilega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almennings heldur en aukin útgjöld. Þannig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um 1 ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ungverjalandi og Bandaríkjunum, um 4-5 ár. Til samanburðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum.Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð vannýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægjandi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagnir á sjúkrahús séu stundum ómarkvissar og legutími of langur; spilling og svik fyirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjónustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilislækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkrahúsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætlanagerð, árangursstjórnun, rafrænum samskiptum og sumum forvörnum. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármunum sem lagðir eru í íslenska kerfið.Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvorug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til aukinnar hagkvæmni. Íslensk heilbrigðisþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofnunum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðisstofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, benti í frægri ritgerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heilbrigðisþjónustu, þar sem annar aðilinn byggi yfir margfalt meiri þekkingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútímaaðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neytendavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki.Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórnarsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins…“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heilbrigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heilbrigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hagsmunaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði landsmanna á nýrri öld.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun