Hefur ríkið efni á því að semja ekki við lækna? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Allar stéttir samfélagsins eru mikilvægar og það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að fullyrða hver sé mikilvægari en önnur. Ég tel hins vegar að færa megi rök fyrir því að læknar séu ein dýrmætasta stétt hvers samfélags. Fyrir því liggja einkum tvær ástæður. Sú fyrri er að læknar eru almennt fáir, t.d. eru læknar á Íslandi um helmingi færri en íbúar Húsavíkur. Hin ástæðan er að það tekur a.m.k. 16 ár að búa til einn sérfræðilækni sem er umtalsvert lengra en flestar aðrar stéttir. Þannig að það bæði munar virkilega um hvern einasta lækni og tekur mörg ár að bæta fyrir hvern sem hverfur. Þó skynjar maður það ekki að fjármálaráðherra telji lækna yfir höfuð nokkuð sem vert er að halda í eða laða heim. Ég vil ekki trúa því að hans mat sé „Þeir geta þá bara farið“ en þögn hans er ærandi nú þegar læknar sjá þann kost einan að fara í verkfall. Baráttan snýst þó ekki um það hvort læknar fari. Baráttan snýst eiginlega ekki heldur um hvort útborguð laun nýútskrifaðs læknis verði áfram 260.000 eða hækki eitthvað. Baráttan snýst um að íslenska heilbrigðiskerfið er undirmannað af læknum. Baráttan snýst um að verja þá lækna sem eftir eru fyrir ómanneskjulegu álagi á allt of þungum eða allt of löngum vinnulotum. Baráttan snýst um að til auðnar horfir í heilu sérgreinunum; krabbameinslækningum, brjóstaskurðlækningum og sjálfri undirstöðunni, heimilislækningum. Heilbrigðiskerfið er komið að hættumörkum og fer yfir þau í náinni framtíð – ef ekki nú þegar. Þetta er því annað og meira en hefðbundin kjarabarátta. Þetta er nauðvörn fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins og læknisfræði á Íslandi. Yfir til þín, Bjarni! Nú hefur alþjóð fengið að vita að fjármálaráðherra sé hraustur maður. Eins gott, því nú þarf að taka hraustlega á því. Ég vil því senda honum brýningu í bundnu máli:„Þið kerfinu teflduð á tæpasta vaðsvo tvísýnt er hvort það við hjarni.Viljirðu bjarga því verðurðu aðvið okkur semja, Bjarni“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Allar stéttir samfélagsins eru mikilvægar og það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að fullyrða hver sé mikilvægari en önnur. Ég tel hins vegar að færa megi rök fyrir því að læknar séu ein dýrmætasta stétt hvers samfélags. Fyrir því liggja einkum tvær ástæður. Sú fyrri er að læknar eru almennt fáir, t.d. eru læknar á Íslandi um helmingi færri en íbúar Húsavíkur. Hin ástæðan er að það tekur a.m.k. 16 ár að búa til einn sérfræðilækni sem er umtalsvert lengra en flestar aðrar stéttir. Þannig að það bæði munar virkilega um hvern einasta lækni og tekur mörg ár að bæta fyrir hvern sem hverfur. Þó skynjar maður það ekki að fjármálaráðherra telji lækna yfir höfuð nokkuð sem vert er að halda í eða laða heim. Ég vil ekki trúa því að hans mat sé „Þeir geta þá bara farið“ en þögn hans er ærandi nú þegar læknar sjá þann kost einan að fara í verkfall. Baráttan snýst þó ekki um það hvort læknar fari. Baráttan snýst eiginlega ekki heldur um hvort útborguð laun nýútskrifaðs læknis verði áfram 260.000 eða hækki eitthvað. Baráttan snýst um að íslenska heilbrigðiskerfið er undirmannað af læknum. Baráttan snýst um að verja þá lækna sem eftir eru fyrir ómanneskjulegu álagi á allt of þungum eða allt of löngum vinnulotum. Baráttan snýst um að til auðnar horfir í heilu sérgreinunum; krabbameinslækningum, brjóstaskurðlækningum og sjálfri undirstöðunni, heimilislækningum. Heilbrigðiskerfið er komið að hættumörkum og fer yfir þau í náinni framtíð – ef ekki nú þegar. Þetta er því annað og meira en hefðbundin kjarabarátta. Þetta er nauðvörn fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins og læknisfræði á Íslandi. Yfir til þín, Bjarni! Nú hefur alþjóð fengið að vita að fjármálaráðherra sé hraustur maður. Eins gott, því nú þarf að taka hraustlega á því. Ég vil því senda honum brýningu í bundnu máli:„Þið kerfinu teflduð á tæpasta vaðsvo tvísýnt er hvort það við hjarni.Viljirðu bjarga því verðurðu aðvið okkur semja, Bjarni“
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar