Umbúðaþjóðfélagið Úrsúla Jünemann skrifar 31. október 2014 07:00 Jörðin okkar er að drukkna í rusli. Sóun á hráefnum er ennþá miklu meiri en þarf að vera. Þegar vistsporin okkar Íslendinga eru skoðuð kemur í ljós að margar jarðir þyrfti til ef allir í heiminum myndu tileinka sér okkar lífsstíl. Smám saman verður vitundarvakning um þetta og menn byrja að flokka ruslið sem er hægt að endurvinna. Þetta er auðvitað mjög jákvætt en meira þarf til: Refuse – reduce – recycle. Það er: Neita sér um – minnka neysluna – endurvinna. Efst stendur að geta neitað sér um hluti sem maður þarf ekki að eiga, það fer best með hráefnin og jörðina okkar. Þarf ég að kaupa nýja hluti þegar gamla dótið dugar? Þarf ég að kaupa einnota þegar ég get keypt margnota? Get ég valið eitthvað í einföldum og vistvænum umbúðum í staðinn fyrir eitthvað marginnpakkað? Næst á skalanum er að minnka neysluna. Þarf ég að eiga svona marga hluti? Gerir þetta mig ánægðari með lífið og tilveruna? Get ég nýtt betur það sem ég fæ? Get ég til dæmis skipulagt mig betur þannig að ég þarf ekki að henda mat? Að endurvinna er neðst á skalanum og gott að við gerum það sem mest. Við getum gefið hlutunum nýtt líf. Endurvinnanleg efni eru verðmæti sem eiga ekki að fara í urðun eða brennslu. Sem kennari í grunnskóla blöskrar mér hversu hugsunarlaust margir foreldrar velja nesti handa börnunum sínum. Við erum að vísu að flokka rusl en mun betra væri að það kæmi ekki svona mikið rusl inn. Óteljandi plastdollur og litlar drykkjarfernur safnast í hverri viku, flest allt sett samviskusamlega í plastpoka þar að auki. Það væri svo einfalt mál að láta börnin koma í staðinn með margnota brúsa undir drykki og góðar samlokur og ávexti í nestisboxi. Það þarf bara aðeins að koma sér upp úr þægindagírnum, en það venst. Svona heimatilbúið nesti kostar töluvert minna. Auk þess er margt sem fólk kaupir í fernum og dollum ekki sérlega hollt, sykurblandað sull. Í sumum skólum er farið að banna einfaldlega slíkt nesti. Heimurinn er að drukkna í plasti og rusli en við gætum hjálpað til að stíga skref í rétta átt. Margt smátt gerir eitt stórt. Komandi kynslóðir munu þakka okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jörðin okkar er að drukkna í rusli. Sóun á hráefnum er ennþá miklu meiri en þarf að vera. Þegar vistsporin okkar Íslendinga eru skoðuð kemur í ljós að margar jarðir þyrfti til ef allir í heiminum myndu tileinka sér okkar lífsstíl. Smám saman verður vitundarvakning um þetta og menn byrja að flokka ruslið sem er hægt að endurvinna. Þetta er auðvitað mjög jákvætt en meira þarf til: Refuse – reduce – recycle. Það er: Neita sér um – minnka neysluna – endurvinna. Efst stendur að geta neitað sér um hluti sem maður þarf ekki að eiga, það fer best með hráefnin og jörðina okkar. Þarf ég að kaupa nýja hluti þegar gamla dótið dugar? Þarf ég að kaupa einnota þegar ég get keypt margnota? Get ég valið eitthvað í einföldum og vistvænum umbúðum í staðinn fyrir eitthvað marginnpakkað? Næst á skalanum er að minnka neysluna. Þarf ég að eiga svona marga hluti? Gerir þetta mig ánægðari með lífið og tilveruna? Get ég nýtt betur það sem ég fæ? Get ég til dæmis skipulagt mig betur þannig að ég þarf ekki að henda mat? Að endurvinna er neðst á skalanum og gott að við gerum það sem mest. Við getum gefið hlutunum nýtt líf. Endurvinnanleg efni eru verðmæti sem eiga ekki að fara í urðun eða brennslu. Sem kennari í grunnskóla blöskrar mér hversu hugsunarlaust margir foreldrar velja nesti handa börnunum sínum. Við erum að vísu að flokka rusl en mun betra væri að það kæmi ekki svona mikið rusl inn. Óteljandi plastdollur og litlar drykkjarfernur safnast í hverri viku, flest allt sett samviskusamlega í plastpoka þar að auki. Það væri svo einfalt mál að láta börnin koma í staðinn með margnota brúsa undir drykki og góðar samlokur og ávexti í nestisboxi. Það þarf bara aðeins að koma sér upp úr þægindagírnum, en það venst. Svona heimatilbúið nesti kostar töluvert minna. Auk þess er margt sem fólk kaupir í fernum og dollum ekki sérlega hollt, sykurblandað sull. Í sumum skólum er farið að banna einfaldlega slíkt nesti. Heimurinn er að drukkna í plasti og rusli en við gætum hjálpað til að stíga skref í rétta átt. Margt smátt gerir eitt stórt. Komandi kynslóðir munu þakka okkur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun