Hjartasjúklingur segir frá Sigurður Björnsson skrifar 31. október 2014 07:00 Í desember árið 2012 gekkst ég undir hjartaskurðaðgerð á Landspítalanum. Læknar og hjúkrunarfólk, sem stenst samanburð við það besta sem gerist í öðrum löndum, stundaði mig og kom mér til góðrar heilsu á ný. Ég hafði fyrir þessi veikindi ekki áttað mig á því hve hart hefur verið gengið fram í niðurskurði heilbrigðisþjónustunnar á undangengnum árum. Eftir að hafa verið mjög heilsuhraustur alla tíð og í góðu líkamlegu formi, átti ég þrautagöngu milli margra lækna í heil tvö ár, áður en lagt var í dýrar rannsóknir sem loks leiddu sjúkdóminn í ljós. Langur biðlisti var í hjartaþræðingu. Ástæðan var gamall og bilaður tækjabúnaður og skortur á sérfræðingum til að framkvæma þessa aðgerð. Loks komst ég í hjartaþræðinguna, en þá vildi ekki betur til en svo að í miðri aðgerðinni bilaði hjartaþræðingatækið. Þarna lá ég með þráðinn, sem lá eftir æðakerfinu frá úlnlið og inn að hjarta og beið meðan tæknimenn dreif að til að gera við tækið. Umhyggjusamur læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni fullvissaði mig um að engin hætta væri á ferðum, en ég get ekki sagt að ég hafi verið rólegur meðan verið var að gera við þræðingatækið. Niðurstaðan eftir hjartaþræðinguna var að ég þurfti að fara í skurðaðgerð. Margra vikna bið var eftir aðgerð. Ég þurfti að treysta á lyf og bráðamóttöku hjartadeildar ef veikindin ágerðust. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir öllum þeim fjölda sérfræðinga sem kemur að jafn stórri aðgerð og ég þurfti að gangast undir. En ég fékk mikið traust á öllu þessu fólki. Þegar ég vaknaði eftir skurðaðgerðina og opnaði augun, eftir margra klukkutíma svæfingu, sá ég að kerfisloftið fyrir ofan rúmið í herberginu hafði verið rifið niður og við blöstu berar víraflækjur og pípulagnir. Dagana á eftir, þegar ég fór að jafna mig eftir aðgerðina, tók ég eftir álaginu sem var á starfsfólkinu. Læknar og hjúkrunarfólk var á sífelldum þönum, hljóp beinlínis eftir göngunum. Yfirlæknir skurðdeildarinnar birtist á öllum tímum til að líta eftir sjúklingum sínum. Það leyndi sér ekki að álagið var mikið. En umhyggjan var líka mikil. Örfáir dagar voru til jóla og auðvitað vann þarna fjölskyldufólk. Ég var mjög bjartsýnn eftir síðustu alþingiskosningar. Það urðu kynslóðaskipti í pólitíkinni og ég bjóst satt að segja við nýrri forgangsröðun. En sú kynslóð stjórnmálamanna sem tekin er við virðist helst þjóna þröngum hagsmunum. Hefur lítinn áhuga á sjúklingum og þeim sem minna mega sín. Kannski hefði fólk í ríkisstjórninni gott af því að dvelja um tíma meðal sjúklinga á Landspítalanum og kynnast á eigin skinni fjársveltinu, sem er að skerða hættulega mikið gæði heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í desember árið 2012 gekkst ég undir hjartaskurðaðgerð á Landspítalanum. Læknar og hjúkrunarfólk, sem stenst samanburð við það besta sem gerist í öðrum löndum, stundaði mig og kom mér til góðrar heilsu á ný. Ég hafði fyrir þessi veikindi ekki áttað mig á því hve hart hefur verið gengið fram í niðurskurði heilbrigðisþjónustunnar á undangengnum árum. Eftir að hafa verið mjög heilsuhraustur alla tíð og í góðu líkamlegu formi, átti ég þrautagöngu milli margra lækna í heil tvö ár, áður en lagt var í dýrar rannsóknir sem loks leiddu sjúkdóminn í ljós. Langur biðlisti var í hjartaþræðingu. Ástæðan var gamall og bilaður tækjabúnaður og skortur á sérfræðingum til að framkvæma þessa aðgerð. Loks komst ég í hjartaþræðinguna, en þá vildi ekki betur til en svo að í miðri aðgerðinni bilaði hjartaþræðingatækið. Þarna lá ég með þráðinn, sem lá eftir æðakerfinu frá úlnlið og inn að hjarta og beið meðan tæknimenn dreif að til að gera við tækið. Umhyggjusamur læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni fullvissaði mig um að engin hætta væri á ferðum, en ég get ekki sagt að ég hafi verið rólegur meðan verið var að gera við þræðingatækið. Niðurstaðan eftir hjartaþræðinguna var að ég þurfti að fara í skurðaðgerð. Margra vikna bið var eftir aðgerð. Ég þurfti að treysta á lyf og bráðamóttöku hjartadeildar ef veikindin ágerðust. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir öllum þeim fjölda sérfræðinga sem kemur að jafn stórri aðgerð og ég þurfti að gangast undir. En ég fékk mikið traust á öllu þessu fólki. Þegar ég vaknaði eftir skurðaðgerðina og opnaði augun, eftir margra klukkutíma svæfingu, sá ég að kerfisloftið fyrir ofan rúmið í herberginu hafði verið rifið niður og við blöstu berar víraflækjur og pípulagnir. Dagana á eftir, þegar ég fór að jafna mig eftir aðgerðina, tók ég eftir álaginu sem var á starfsfólkinu. Læknar og hjúkrunarfólk var á sífelldum þönum, hljóp beinlínis eftir göngunum. Yfirlæknir skurðdeildarinnar birtist á öllum tímum til að líta eftir sjúklingum sínum. Það leyndi sér ekki að álagið var mikið. En umhyggjan var líka mikil. Örfáir dagar voru til jóla og auðvitað vann þarna fjölskyldufólk. Ég var mjög bjartsýnn eftir síðustu alþingiskosningar. Það urðu kynslóðaskipti í pólitíkinni og ég bjóst satt að segja við nýrri forgangsröðun. En sú kynslóð stjórnmálamanna sem tekin er við virðist helst þjóna þröngum hagsmunum. Hefur lítinn áhuga á sjúklingum og þeim sem minna mega sín. Kannski hefði fólk í ríkisstjórninni gott af því að dvelja um tíma meðal sjúklinga á Landspítalanum og kynnast á eigin skinni fjársveltinu, sem er að skerða hættulega mikið gæði heilbrigðisþjónustunnar í landinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar