Hugrekki óskast! Steinunn Birna Ragnarsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Það er sannarlega sorgleg staða að tónlistarkennarar séu nú í annað sinn komnir í þau spor að þurfa að grípa til verkfallsaðgerða til að berjast fyrir launum sem eru námi þeirra og störfum samboðin og á pari við það sem aðrar kennarastéttir njóta, sem verða að teljast sanngjörn markmið og eðlileg. Tónlistargróskan á Íslandi er eitt af því sem ég er stoltust af á mínu landi og í hvert sinn sem erlendir gestir heimsækja Hörpu taka þeir undir þau sjónarmið að þessi gróska skapi okkur mikil verðmæti. Hún er sameiginlegur auður allra landsmanna alveg eins og tónlistarhúsið okkar. Það er einmitt samhengið sem er mér svo hugleikið þessa dagana. Það skýtur skökku við að á sama tíma og húsið er að stíga sín fyrstu spor á langri ævi og skapa sér virðingarsess í alþjóðlegu samhengi skuli vegið að grunnstoðunum, þ.e. tónlistarnáminu sem er sá jarðvegur sem öll gróskan sprettur upp úr. Ef húsið á að geta dafnað verður þessi undirstöðugrein að njóta sannmælis og fá alla þá næringu sem henni ber. Ég gæti haft um það mörg orð hvað tónlistin skiptir okkur miklu máli, eykur lífsgæði okkar og gleði, en þetta finna allir á eigin skinni mörgum sinnum á dag svo það þarf ekki að fjölyrða um það. Ég bið þig samt lesandi góður að íhuga eitt mikilvægt andartak hvað við yrðum öll fátækari ef tónlistarinnar nyti ekki við. Nú þegar hafa næstum því milljón manns notið tónlistarflutnings í Hörpu. Það þurfti mikið hugrekki til þegar sú ákvörðun var tekin að ljúka við byggingu hússins og þeir sem í hlut áttu sýndu mikla framsýni. Það þarf hugrekki til að sjá stóra samhengið og tjalda ekki bara til einnar nætur heldur hugsa stórt og hugsa langt. Það er nákvæmlega hugrekkið sem ég kalla nú eftir til að tryggja að ein mikilvægasta verðmætasköpun okkar og stolt sem þjóðar, þ.e. tónlistin og tónlistarnámið verði ekki gengisfellt með ófyrirséðum afleiðingum fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er sannarlega sorgleg staða að tónlistarkennarar séu nú í annað sinn komnir í þau spor að þurfa að grípa til verkfallsaðgerða til að berjast fyrir launum sem eru námi þeirra og störfum samboðin og á pari við það sem aðrar kennarastéttir njóta, sem verða að teljast sanngjörn markmið og eðlileg. Tónlistargróskan á Íslandi er eitt af því sem ég er stoltust af á mínu landi og í hvert sinn sem erlendir gestir heimsækja Hörpu taka þeir undir þau sjónarmið að þessi gróska skapi okkur mikil verðmæti. Hún er sameiginlegur auður allra landsmanna alveg eins og tónlistarhúsið okkar. Það er einmitt samhengið sem er mér svo hugleikið þessa dagana. Það skýtur skökku við að á sama tíma og húsið er að stíga sín fyrstu spor á langri ævi og skapa sér virðingarsess í alþjóðlegu samhengi skuli vegið að grunnstoðunum, þ.e. tónlistarnáminu sem er sá jarðvegur sem öll gróskan sprettur upp úr. Ef húsið á að geta dafnað verður þessi undirstöðugrein að njóta sannmælis og fá alla þá næringu sem henni ber. Ég gæti haft um það mörg orð hvað tónlistin skiptir okkur miklu máli, eykur lífsgæði okkar og gleði, en þetta finna allir á eigin skinni mörgum sinnum á dag svo það þarf ekki að fjölyrða um það. Ég bið þig samt lesandi góður að íhuga eitt mikilvægt andartak hvað við yrðum öll fátækari ef tónlistarinnar nyti ekki við. Nú þegar hafa næstum því milljón manns notið tónlistarflutnings í Hörpu. Það þurfti mikið hugrekki til þegar sú ákvörðun var tekin að ljúka við byggingu hússins og þeir sem í hlut áttu sýndu mikla framsýni. Það þarf hugrekki til að sjá stóra samhengið og tjalda ekki bara til einnar nætur heldur hugsa stórt og hugsa langt. Það er nákvæmlega hugrekkið sem ég kalla nú eftir til að tryggja að ein mikilvægasta verðmætasköpun okkar og stolt sem þjóðar, þ.e. tónlistin og tónlistarnámið verði ekki gengisfellt með ófyrirséðum afleiðingum fyrir okkur öll.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar