Svart og sykurlaust í ræktinni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. október 2014 09:30 Stíll Rick Owens er í anda health goth. Vísir/Getty Nýjasta æðið í dag er Health Goth eða heilsu goth. Flestir kannast við goth lífsstíllinn sem kom í kjölfar pönksins og einkenndist af drunga og dauða. Því munu sennilega flestir spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta tvennt fer saman; að vera goth og heilsufrík. Heilsu goth byggir vissulega á sömu hugmyndum, en er snúið upp í það að æfa öfga mikið og helst þangað til þú heldur að þú sért við það að deyja. Heilsu goth varð fyrst vinsælt vorið 2013 þegar Facebooksíðan Health Goth var stofnuð. Undanfarið hefur kassamerkingin #healthgoth náð vinsældum á Twitter þar sem vitnað er í tíu boðorð þeirra. Þar er lögð áhersla á að æfa almennilega og gerð uppreisn gegn stereótýpum í líkamsrækt, sólbrúnum kroppum sem mæta bara til þess að skoða sig í speglinum eða æfa einungis efri búk. Á síðunni deadworldwide útskýrir Caitlin Mary Cunningham, eigandi hennar, hugtakið „health goth“ svona: „Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar eigin gæfu smiður og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. Það er heilsu goth. Lyfta þungu, nota ketilbjöllur og taka hnébeygjur. Þú færð aðeins einn líkama og eitt tækifæri til þess að lífa. Að lifa heilsusamlegu lífi, vera í formi og samkvæmur sjálfum sér, það er heilsu goth,“ segir Cunningham. Það verður seint sagt um þennan lífsstíl að hann sé litríkur. Svart og ekkert nema svart ræður ríkjum, með einstaka hvítu og gráu. Sportlegur klæðnaður sem virkar bæði í ræktinni og úti á lífinu. Víð æfingaföt, einföld snið, netabolir, glansandi efni, þykkbotna íþróttaskór og framtíðarleg, stundum vélræn hönnun. Hönnuðir eins og Rick Owens og Alexander Wang eru skólabókardæmi um health goth stíl, ásamt klassískum fötum frá Nike og Adidas. Merkið Hood by Air, sem hefur verið vinsælt hjá tónlistarmönnum eins og Kendrick Lamar og Kanye West. Þrátt fyrir að þessir tískuhönnuðir geri fatnað í anda health goth, er þeim meinilla við að kalla þetta tískubylgju og vilja heldur kalla þetta lífsstíl. 10 Boðorð heilsu gotharans#healthgoth1. 80% af árangrinum næst í eldhúsinu2. Þú getur ekki einangrað brennslu á einn líkamshluta3. Æfðu allan líkamann jafnt4. Ekki sleppa fótadegi5. Ekki vera hrædd(ur) við a lyfta6. Ef þú getur ekki lyft þungu, léttu það þá7. Kláraðu æfinguna/settið8. Ekki skoða þig í speglinum9. Æfðu þangað til þér líður eins og þú sért að deyja10. Næring fyrir og eftir æfingu skiptir máli #healthgoth Tweets Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Nýjasta æðið í dag er Health Goth eða heilsu goth. Flestir kannast við goth lífsstíllinn sem kom í kjölfar pönksins og einkenndist af drunga og dauða. Því munu sennilega flestir spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta tvennt fer saman; að vera goth og heilsufrík. Heilsu goth byggir vissulega á sömu hugmyndum, en er snúið upp í það að æfa öfga mikið og helst þangað til þú heldur að þú sért við það að deyja. Heilsu goth varð fyrst vinsælt vorið 2013 þegar Facebooksíðan Health Goth var stofnuð. Undanfarið hefur kassamerkingin #healthgoth náð vinsældum á Twitter þar sem vitnað er í tíu boðorð þeirra. Þar er lögð áhersla á að æfa almennilega og gerð uppreisn gegn stereótýpum í líkamsrækt, sólbrúnum kroppum sem mæta bara til þess að skoða sig í speglinum eða æfa einungis efri búk. Á síðunni deadworldwide útskýrir Caitlin Mary Cunningham, eigandi hennar, hugtakið „health goth“ svona: „Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar eigin gæfu smiður og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. Það er heilsu goth. Lyfta þungu, nota ketilbjöllur og taka hnébeygjur. Þú færð aðeins einn líkama og eitt tækifæri til þess að lífa. Að lifa heilsusamlegu lífi, vera í formi og samkvæmur sjálfum sér, það er heilsu goth,“ segir Cunningham. Það verður seint sagt um þennan lífsstíl að hann sé litríkur. Svart og ekkert nema svart ræður ríkjum, með einstaka hvítu og gráu. Sportlegur klæðnaður sem virkar bæði í ræktinni og úti á lífinu. Víð æfingaföt, einföld snið, netabolir, glansandi efni, þykkbotna íþróttaskór og framtíðarleg, stundum vélræn hönnun. Hönnuðir eins og Rick Owens og Alexander Wang eru skólabókardæmi um health goth stíl, ásamt klassískum fötum frá Nike og Adidas. Merkið Hood by Air, sem hefur verið vinsælt hjá tónlistarmönnum eins og Kendrick Lamar og Kanye West. Þrátt fyrir að þessir tískuhönnuðir geri fatnað í anda health goth, er þeim meinilla við að kalla þetta tískubylgju og vilja heldur kalla þetta lífsstíl. 10 Boðorð heilsu gotharans#healthgoth1. 80% af árangrinum næst í eldhúsinu2. Þú getur ekki einangrað brennslu á einn líkamshluta3. Æfðu allan líkamann jafnt4. Ekki sleppa fótadegi5. Ekki vera hrædd(ur) við a lyfta6. Ef þú getur ekki lyft þungu, léttu það þá7. Kláraðu æfinguna/settið8. Ekki skoða þig í speglinum9. Æfðu þangað til þér líður eins og þú sért að deyja10. Næring fyrir og eftir æfingu skiptir máli #healthgoth Tweets
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira