Gylltar hauskúpur í verðlaun Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 11:00 Frank Hall segir tónlistina á stundum groddalega en líka himneska. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Julia, hefndartryllir í anda neon-noir, sló rækilega í gegn á Screamfest-hryllingskvikmyndahátíðinni, sem haldin var í Los Angeles um miðjan mánuðinn. Af þrettán verðlaunum hreppti Julia fern, þar á meðal fyrir bestu frumsömdu tónlistina, verðlaun sem Frank Hall hampaði, og klippingu Sverris Kristjánssonar. Verðlaunin voru við hæfi, gyllt hauskúpa, sem þeir félagar eiga von á í pósti innan tíðar. „Bergsteinn Björgúlfsson hefði ekki síður verið vel að hauskúpunni kominn fyrir frábæra kvikmyndatöku,“ segir Frank. Tildrög þess að þremenningarnir tóku þátt í gerð hryllingsmyndarinnar voru að leikstjórinn og handritshöfundurinn, Matthew A. Brown, sá kvikmyndina Svartur á leik og hafði samband við tökumann og tónsmið myndarinnar, þá Bergstein og Frank. „Við hittumst og töluðum saman rétt fyrir jólin í fyrra. Brown hafði mjög skýra sýn á Juliu og einnig afgerandi hugmyndir um tónlistina. Honum leist vel á fyrstu prufur sem ég sendi honum í janúar og úr varð að ég vann út frá þeim. Við hittum fljótlega á réttan tón, köstuðum boltanum á milli og hann spilaði tónlistina fyrir leikarana. Ég fékk hana svo í hausinn ef honum fannst ég vera kominn út af sporinu,“ segir Frank. Leikstjórinn kom til landsins í ágúst, klippti myndina með Sverri og Frank lauk við tónsmíðarnar. En hvernig er tónlistin við Juliu? „Dimm og drungaleg,“ svarar Frank og útskýrir nánar: „Stemmningin í myndinni speglast í myrkum götum, börum og neonljósum. Eiginlega subbuleg og groddaleg raftónlist, en hún er líka á himneskum nótum eins og leikstjórinn kallaði eftir í samræmi við umbreytingu söguhetjunnar. Hann sagðist vilja heilagleika.“Verðlaunagripir Screamfest-hryllingskvikmyndahátíðarinnar voru gylltar hauskúpur.Að mati Franks er Julia ekki hreinræktuð hryllingsmynd eins og þær sem alla jafna eru sýndar á hátíðum á borð við Screamfest. Hann er sammála því að hún sé hefndartryllir í anda neon-noir eins og kvikmyndavefurinn IMDb skilgreinir hana. Julia sé jaðarmynd og sannarlega ekki fyrir viðkvæma og börn. „Mjög flott mynd og aðalleikkonan, Ashley C. Williams, líka mjög góð, enda var hún valin besta leikkonan á hátíðinni,“ segir hann og bætir við að Julia hafi verið tekin til sýninga í um 60 kvikmyndahúsum vestanhafs. „Óvenjulegt þegar jaðarmyndir af þessu tagi eru annars vegar.“ Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Julia, hefndartryllir í anda neon-noir, sló rækilega í gegn á Screamfest-hryllingskvikmyndahátíðinni, sem haldin var í Los Angeles um miðjan mánuðinn. Af þrettán verðlaunum hreppti Julia fern, þar á meðal fyrir bestu frumsömdu tónlistina, verðlaun sem Frank Hall hampaði, og klippingu Sverris Kristjánssonar. Verðlaunin voru við hæfi, gyllt hauskúpa, sem þeir félagar eiga von á í pósti innan tíðar. „Bergsteinn Björgúlfsson hefði ekki síður verið vel að hauskúpunni kominn fyrir frábæra kvikmyndatöku,“ segir Frank. Tildrög þess að þremenningarnir tóku þátt í gerð hryllingsmyndarinnar voru að leikstjórinn og handritshöfundurinn, Matthew A. Brown, sá kvikmyndina Svartur á leik og hafði samband við tökumann og tónsmið myndarinnar, þá Bergstein og Frank. „Við hittumst og töluðum saman rétt fyrir jólin í fyrra. Brown hafði mjög skýra sýn á Juliu og einnig afgerandi hugmyndir um tónlistina. Honum leist vel á fyrstu prufur sem ég sendi honum í janúar og úr varð að ég vann út frá þeim. Við hittum fljótlega á réttan tón, köstuðum boltanum á milli og hann spilaði tónlistina fyrir leikarana. Ég fékk hana svo í hausinn ef honum fannst ég vera kominn út af sporinu,“ segir Frank. Leikstjórinn kom til landsins í ágúst, klippti myndina með Sverri og Frank lauk við tónsmíðarnar. En hvernig er tónlistin við Juliu? „Dimm og drungaleg,“ svarar Frank og útskýrir nánar: „Stemmningin í myndinni speglast í myrkum götum, börum og neonljósum. Eiginlega subbuleg og groddaleg raftónlist, en hún er líka á himneskum nótum eins og leikstjórinn kallaði eftir í samræmi við umbreytingu söguhetjunnar. Hann sagðist vilja heilagleika.“Verðlaunagripir Screamfest-hryllingskvikmyndahátíðarinnar voru gylltar hauskúpur.Að mati Franks er Julia ekki hreinræktuð hryllingsmynd eins og þær sem alla jafna eru sýndar á hátíðum á borð við Screamfest. Hann er sammála því að hún sé hefndartryllir í anda neon-noir eins og kvikmyndavefurinn IMDb skilgreinir hana. Julia sé jaðarmynd og sannarlega ekki fyrir viðkvæma og börn. „Mjög flott mynd og aðalleikkonan, Ashley C. Williams, líka mjög góð, enda var hún valin besta leikkonan á hátíðinni,“ segir hann og bætir við að Julia hafi verið tekin til sýninga í um 60 kvikmyndahúsum vestanhafs. „Óvenjulegt þegar jaðarmyndir af þessu tagi eru annars vegar.“
Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira