Skartaði sveinsstykkinu á afmælishátíð gullsmiða Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 11:00 Dóra Jónsdóttir með sveinsstykkið frá 1953. Hún er einn sex heiðursfélaga Félags íslenskra gullsmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dóra Jónsdóttir, elsti starfandi gullsmiður landsins, skartaði sveinsstykki sínu frá árinu 1953 á hátíðarsamkomu Félags íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins um liðna helgina. „Ég klæddi mig upp á og mætti í skautbúningi með sveinsstykkið sem er spöng, svokölluð loftverksspöng, utan um faldinn á höfuðbúnaðinum,“ útskýrir Dóra, sem er 84 ára og rekur Gullkistuna við Frakkastíg. Dóra lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jóni Dalmannssyni, og einnig í Svíþjóð og Þýskalandi. Að föður sínum látnum árið 1970 tók hún við rekstri verkstæðis hans og verslunar og hefur staðið þar vaktina allar götur síðan. „Pabbi var fyrst með verkstæðið heima þannig að ég ólst upp innan um fallega muni og mót og datt þá í hug að gaman væri að búa sjálf til svona fallega hluti og læra til starfans,“ segir hún. Að sögn Dóru eru tískusveiflur í skartgripum eins og öðru. Sem dæmi segir hún að fyrir um tuttugu árum hafi fáir litið við öðru en demöntum og hvítagulli. Þá hafi skartið á tímabili verið svo efnisrýrt og þunnt að það hafi vart verið sýnilegt, en á árunum fyrir hrun hafi gulltískan ráðið ríkjum; stórir gullhlunkar. „Núna virðist mér fólk velja fremur silfur, oft stóra gripi, til dæmis nælur fyrir sjöl og þess háttar.“ Spurð hverju erlendir ferðamenn sækist helst eftir í versluninni segir hún að þeir séu hrifnastir af skartgripum úr íslensku hrauni með silfri eða víravirki utan um. „Þeim finnst hraunið tengjast Íslandi mest, ábyggilega minnugir gossins í Eyjafjallajökli,“ segir Dóra.Nýsmíðað hálsmen úr víravirki eftir Dóru á sýningunni Prýði í Hönnunarsafni Íslands.Á sýningunni Prýði, sem er samstarfsverkefni FÍG og Hönnunarsafns Íslands og opnuð var í tilefni afmælisins, gefur að líta nýsmíðað víravirkishálsmen eftir Dóru. Hún hefur mikið dálæti á víravirki og hefur raunar sérhæft sig í slíkri smíði. Að sögn kunnugra er hún manna fróðust um sögu mynstra og þjóðbúninga. „Undanfarin ár hef ég orðið vör við vaxandi áhuga á þjóðbúningum fyrir konur jafnt sem karla og börn. Konurnar eru duglegar að sauma sér nýja búninga, lagfæra gamla og endurnýja þá oft víravirkið í leiðinni eða kaupa sér nýtt,“ segir hún, ánægð með þróunina. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Dóra Jónsdóttir, elsti starfandi gullsmiður landsins, skartaði sveinsstykki sínu frá árinu 1953 á hátíðarsamkomu Félags íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins um liðna helgina. „Ég klæddi mig upp á og mætti í skautbúningi með sveinsstykkið sem er spöng, svokölluð loftverksspöng, utan um faldinn á höfuðbúnaðinum,“ útskýrir Dóra, sem er 84 ára og rekur Gullkistuna við Frakkastíg. Dóra lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jóni Dalmannssyni, og einnig í Svíþjóð og Þýskalandi. Að föður sínum látnum árið 1970 tók hún við rekstri verkstæðis hans og verslunar og hefur staðið þar vaktina allar götur síðan. „Pabbi var fyrst með verkstæðið heima þannig að ég ólst upp innan um fallega muni og mót og datt þá í hug að gaman væri að búa sjálf til svona fallega hluti og læra til starfans,“ segir hún. Að sögn Dóru eru tískusveiflur í skartgripum eins og öðru. Sem dæmi segir hún að fyrir um tuttugu árum hafi fáir litið við öðru en demöntum og hvítagulli. Þá hafi skartið á tímabili verið svo efnisrýrt og þunnt að það hafi vart verið sýnilegt, en á árunum fyrir hrun hafi gulltískan ráðið ríkjum; stórir gullhlunkar. „Núna virðist mér fólk velja fremur silfur, oft stóra gripi, til dæmis nælur fyrir sjöl og þess háttar.“ Spurð hverju erlendir ferðamenn sækist helst eftir í versluninni segir hún að þeir séu hrifnastir af skartgripum úr íslensku hrauni með silfri eða víravirki utan um. „Þeim finnst hraunið tengjast Íslandi mest, ábyggilega minnugir gossins í Eyjafjallajökli,“ segir Dóra.Nýsmíðað hálsmen úr víravirki eftir Dóru á sýningunni Prýði í Hönnunarsafni Íslands.Á sýningunni Prýði, sem er samstarfsverkefni FÍG og Hönnunarsafns Íslands og opnuð var í tilefni afmælisins, gefur að líta nýsmíðað víravirkishálsmen eftir Dóru. Hún hefur mikið dálæti á víravirki og hefur raunar sérhæft sig í slíkri smíði. Að sögn kunnugra er hún manna fróðust um sögu mynstra og þjóðbúninga. „Undanfarin ár hef ég orðið vör við vaxandi áhuga á þjóðbúningum fyrir konur jafnt sem karla og börn. Konurnar eru duglegar að sauma sér nýja búninga, lagfæra gamla og endurnýja þá oft víravirkið í leiðinni eða kaupa sér nýtt,“ segir hún, ánægð með þróunina.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira