Skartaði sveinsstykkinu á afmælishátíð gullsmiða Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 11:00 Dóra Jónsdóttir með sveinsstykkið frá 1953. Hún er einn sex heiðursfélaga Félags íslenskra gullsmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dóra Jónsdóttir, elsti starfandi gullsmiður landsins, skartaði sveinsstykki sínu frá árinu 1953 á hátíðarsamkomu Félags íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins um liðna helgina. „Ég klæddi mig upp á og mætti í skautbúningi með sveinsstykkið sem er spöng, svokölluð loftverksspöng, utan um faldinn á höfuðbúnaðinum,“ útskýrir Dóra, sem er 84 ára og rekur Gullkistuna við Frakkastíg. Dóra lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jóni Dalmannssyni, og einnig í Svíþjóð og Þýskalandi. Að föður sínum látnum árið 1970 tók hún við rekstri verkstæðis hans og verslunar og hefur staðið þar vaktina allar götur síðan. „Pabbi var fyrst með verkstæðið heima þannig að ég ólst upp innan um fallega muni og mót og datt þá í hug að gaman væri að búa sjálf til svona fallega hluti og læra til starfans,“ segir hún. Að sögn Dóru eru tískusveiflur í skartgripum eins og öðru. Sem dæmi segir hún að fyrir um tuttugu árum hafi fáir litið við öðru en demöntum og hvítagulli. Þá hafi skartið á tímabili verið svo efnisrýrt og þunnt að það hafi vart verið sýnilegt, en á árunum fyrir hrun hafi gulltískan ráðið ríkjum; stórir gullhlunkar. „Núna virðist mér fólk velja fremur silfur, oft stóra gripi, til dæmis nælur fyrir sjöl og þess háttar.“ Spurð hverju erlendir ferðamenn sækist helst eftir í versluninni segir hún að þeir séu hrifnastir af skartgripum úr íslensku hrauni með silfri eða víravirki utan um. „Þeim finnst hraunið tengjast Íslandi mest, ábyggilega minnugir gossins í Eyjafjallajökli,“ segir Dóra.Nýsmíðað hálsmen úr víravirki eftir Dóru á sýningunni Prýði í Hönnunarsafni Íslands.Á sýningunni Prýði, sem er samstarfsverkefni FÍG og Hönnunarsafns Íslands og opnuð var í tilefni afmælisins, gefur að líta nýsmíðað víravirkishálsmen eftir Dóru. Hún hefur mikið dálæti á víravirki og hefur raunar sérhæft sig í slíkri smíði. Að sögn kunnugra er hún manna fróðust um sögu mynstra og þjóðbúninga. „Undanfarin ár hef ég orðið vör við vaxandi áhuga á þjóðbúningum fyrir konur jafnt sem karla og börn. Konurnar eru duglegar að sauma sér nýja búninga, lagfæra gamla og endurnýja þá oft víravirkið í leiðinni eða kaupa sér nýtt,“ segir hún, ánægð með þróunina. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Dóra Jónsdóttir, elsti starfandi gullsmiður landsins, skartaði sveinsstykki sínu frá árinu 1953 á hátíðarsamkomu Félags íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins um liðna helgina. „Ég klæddi mig upp á og mætti í skautbúningi með sveinsstykkið sem er spöng, svokölluð loftverksspöng, utan um faldinn á höfuðbúnaðinum,“ útskýrir Dóra, sem er 84 ára og rekur Gullkistuna við Frakkastíg. Dóra lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jóni Dalmannssyni, og einnig í Svíþjóð og Þýskalandi. Að föður sínum látnum árið 1970 tók hún við rekstri verkstæðis hans og verslunar og hefur staðið þar vaktina allar götur síðan. „Pabbi var fyrst með verkstæðið heima þannig að ég ólst upp innan um fallega muni og mót og datt þá í hug að gaman væri að búa sjálf til svona fallega hluti og læra til starfans,“ segir hún. Að sögn Dóru eru tískusveiflur í skartgripum eins og öðru. Sem dæmi segir hún að fyrir um tuttugu árum hafi fáir litið við öðru en demöntum og hvítagulli. Þá hafi skartið á tímabili verið svo efnisrýrt og þunnt að það hafi vart verið sýnilegt, en á árunum fyrir hrun hafi gulltískan ráðið ríkjum; stórir gullhlunkar. „Núna virðist mér fólk velja fremur silfur, oft stóra gripi, til dæmis nælur fyrir sjöl og þess háttar.“ Spurð hverju erlendir ferðamenn sækist helst eftir í versluninni segir hún að þeir séu hrifnastir af skartgripum úr íslensku hrauni með silfri eða víravirki utan um. „Þeim finnst hraunið tengjast Íslandi mest, ábyggilega minnugir gossins í Eyjafjallajökli,“ segir Dóra.Nýsmíðað hálsmen úr víravirki eftir Dóru á sýningunni Prýði í Hönnunarsafni Íslands.Á sýningunni Prýði, sem er samstarfsverkefni FÍG og Hönnunarsafns Íslands og opnuð var í tilefni afmælisins, gefur að líta nýsmíðað víravirkishálsmen eftir Dóru. Hún hefur mikið dálæti á víravirki og hefur raunar sérhæft sig í slíkri smíði. Að sögn kunnugra er hún manna fróðust um sögu mynstra og þjóðbúninga. „Undanfarin ár hef ég orðið vör við vaxandi áhuga á þjóðbúningum fyrir konur jafnt sem karla og börn. Konurnar eru duglegar að sauma sér nýja búninga, lagfæra gamla og endurnýja þá oft víravirkið í leiðinni eða kaupa sér nýtt,“ segir hún, ánægð með þróunina.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira