Hvað þarft þú? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Á starfsferlinum og í viðskiptum er okkur stöðugt kennt að við þurfum að mæta þörfum hins aðilans. Markaðsdrifin fyrirtæki mæta þörfum markaðarins og starfsferilskráin er löguð að þörfum fyrirtækisins – það er jú markaðssetning á okkur sjálfum. En hvað með okkur? Getum við alltaf verið það sem hinn aðilinn vill? Eigum við ekki líka að hugsa um okkur sjálf? Ég vinn mikið með minni fyrirtækjum í markaðsmálum. Höfuðreglan í markaðsstarfinu er að uppfylla þarfir markaðarins. Flestir stofna hins vegar fyrirtæki vegna þess að þeir hafa brennandi ástríðu fyrir því sem þeir gera, og við vonum að sem flestir velji sér starfsvettvang á sömu forsendum. Það vefst fyrir mörgum viðskiptavinum mínum að samræma þetta tvennt: Það sem markaðurinn vill og það sem ég sjálf(ur) vil. Það er fullkomlega skiljanlegt. Hins vegar ef ég er risafyrirtæki með fullt af fjármunum og tækifæri á markaði, þá spyr ég ekki að því hvort ég hafi ástríðu fyrir því. Ég spyr bara hvort það er viðskiptalega góð ákvörðun. Síðan ræð ég rétta fólkið til að mæta þörfum markaðarins.Hver er þinn X-faktor? Sá sem rekur lítið fyrirtæki, eða sækir um starf, þarf að huga að fleiru en bara hvað hinn aðilinn vill. Við þurfum að huga að því hvað við viljum. Hver við erum. Hver ástríða okkar er og hver sérstaða okkar er. Það er nógu erfitt fyrir að reka lítið fyrirtæki en það er ómögulegt án ástríðu. Sérstaða okkar getur heldur ekki bara ráðist af því sem hentar fyrir markaðinn, því að hún er samofin persónuleika okkar sjálfra. Þess vegna þurfum við fyrst að leita inn á við og finna fyrir hvað við stöndum, hver okkar ástríða er og hvað er sérstakt við okkur sem við getum nýtt okkur, hvort sem er í viðskiptum eða starfi. Rúna vinkona mín kallar þetta að finna X-faktorinn sinn. Þetta er okkur öllum svo mikilvægt að hún er m.a.s. búin að skrifa bók um það! Við megum ekki vanmeta mikilvægi þess að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf, áður en við uppfyllum þarfir annarra. Ég er heppin. Ég hef náð að samræma ástríðu markaðsnördsins því að byggja upp fyrirtæki sem mætir markaðsþörf og viðskiptalegt vit er í. Ég hef náð að finna minn X-faktor. Hver er þinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Á starfsferlinum og í viðskiptum er okkur stöðugt kennt að við þurfum að mæta þörfum hins aðilans. Markaðsdrifin fyrirtæki mæta þörfum markaðarins og starfsferilskráin er löguð að þörfum fyrirtækisins – það er jú markaðssetning á okkur sjálfum. En hvað með okkur? Getum við alltaf verið það sem hinn aðilinn vill? Eigum við ekki líka að hugsa um okkur sjálf? Ég vinn mikið með minni fyrirtækjum í markaðsmálum. Höfuðreglan í markaðsstarfinu er að uppfylla þarfir markaðarins. Flestir stofna hins vegar fyrirtæki vegna þess að þeir hafa brennandi ástríðu fyrir því sem þeir gera, og við vonum að sem flestir velji sér starfsvettvang á sömu forsendum. Það vefst fyrir mörgum viðskiptavinum mínum að samræma þetta tvennt: Það sem markaðurinn vill og það sem ég sjálf(ur) vil. Það er fullkomlega skiljanlegt. Hins vegar ef ég er risafyrirtæki með fullt af fjármunum og tækifæri á markaði, þá spyr ég ekki að því hvort ég hafi ástríðu fyrir því. Ég spyr bara hvort það er viðskiptalega góð ákvörðun. Síðan ræð ég rétta fólkið til að mæta þörfum markaðarins.Hver er þinn X-faktor? Sá sem rekur lítið fyrirtæki, eða sækir um starf, þarf að huga að fleiru en bara hvað hinn aðilinn vill. Við þurfum að huga að því hvað við viljum. Hver við erum. Hver ástríða okkar er og hver sérstaða okkar er. Það er nógu erfitt fyrir að reka lítið fyrirtæki en það er ómögulegt án ástríðu. Sérstaða okkar getur heldur ekki bara ráðist af því sem hentar fyrir markaðinn, því að hún er samofin persónuleika okkar sjálfra. Þess vegna þurfum við fyrst að leita inn á við og finna fyrir hvað við stöndum, hver okkar ástríða er og hvað er sérstakt við okkur sem við getum nýtt okkur, hvort sem er í viðskiptum eða starfi. Rúna vinkona mín kallar þetta að finna X-faktorinn sinn. Þetta er okkur öllum svo mikilvægt að hún er m.a.s. búin að skrifa bók um það! Við megum ekki vanmeta mikilvægi þess að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf, áður en við uppfyllum þarfir annarra. Ég er heppin. Ég hef náð að samræma ástríðu markaðsnördsins því að byggja upp fyrirtæki sem mætir markaðsþörf og viðskiptalegt vit er í. Ég hef náð að finna minn X-faktor. Hver er þinn?
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun