Níu ára metnaðarfullir ritstjórar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 10:00 Þær Heiða Rachel Wilkins og Dagný Rós Hlynsdóttir með tímaritið sitt. Vísir/GVA Vinkonurnar Dagný Rós Hlynsdóttir og Heiða Rachel Wilkins eru níu ára metnaðarfullar stelpur í 4. bekk í Seljaskóla. Þær tóku sig til og gáfu út tímarit á dögunum, sem þær seldu í hverfinu til styrktar góðu málefni. Fyrsta tölublaðið sló svo í gegn að nú er annað tölublað á leiðinni. „Við vorum bara úti í bílskúr heima hjá Heiðu, við máttum það alveg, og við fundum ekkert að gera. Svo stakk Heiða upp á að við myndum gera svona blað, alveg eins og mamma hennar hafði gert þegar hún var lítil,“ segir Dagný um það hvernig hugmyndin af blaðinu kviknaði. Blaðið þeirra fékk nafnið Ský og verður um tíu blaðsíður. „Við vorum að reyna að finna nafn á blaðið og fengum svo hugmyndina af því að blað mömmu Heiðu hét Dropar. Við ætluðum fyrst að láta það heita Sól eða eitthvað þannig, en ákváðum svo Ský,“ segir Dagný. Tímaritið þeirra er uppfullt af skemmtilegu efni eins og orðasúpum, krossgátum, bröndurum og myndum sem þær teikna og er hægt að lita. „Svo sögðum við eigum við ekki að taka viðtal við einhvern, er ekki alltaf þannig í svona blöðum? Þannig að við tókum viðtal við bróður minn,“ segir hún. Blaðið ætla þær að selja í hverfinu sínu á næstu dögum og rennur allur ágóði af sölunni til Rauða krossins, en þær velja nýtt góðgerðarmál til að styrkja í hverju blaði. Blaðið mun kosta 250 krónur. „Það kostaði 150 krónur áður en svo sögðu allir að það væri svo flott að það ætti að kosta meira. Þá safnast líka meiri peningur.“ Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Vinkonurnar Dagný Rós Hlynsdóttir og Heiða Rachel Wilkins eru níu ára metnaðarfullar stelpur í 4. bekk í Seljaskóla. Þær tóku sig til og gáfu út tímarit á dögunum, sem þær seldu í hverfinu til styrktar góðu málefni. Fyrsta tölublaðið sló svo í gegn að nú er annað tölublað á leiðinni. „Við vorum bara úti í bílskúr heima hjá Heiðu, við máttum það alveg, og við fundum ekkert að gera. Svo stakk Heiða upp á að við myndum gera svona blað, alveg eins og mamma hennar hafði gert þegar hún var lítil,“ segir Dagný um það hvernig hugmyndin af blaðinu kviknaði. Blaðið þeirra fékk nafnið Ský og verður um tíu blaðsíður. „Við vorum að reyna að finna nafn á blaðið og fengum svo hugmyndina af því að blað mömmu Heiðu hét Dropar. Við ætluðum fyrst að láta það heita Sól eða eitthvað þannig, en ákváðum svo Ský,“ segir Dagný. Tímaritið þeirra er uppfullt af skemmtilegu efni eins og orðasúpum, krossgátum, bröndurum og myndum sem þær teikna og er hægt að lita. „Svo sögðum við eigum við ekki að taka viðtal við einhvern, er ekki alltaf þannig í svona blöðum? Þannig að við tókum viðtal við bróður minn,“ segir hún. Blaðið ætla þær að selja í hverfinu sínu á næstu dögum og rennur allur ágóði af sölunni til Rauða krossins, en þær velja nýtt góðgerðarmál til að styrkja í hverju blaði. Blaðið mun kosta 250 krónur. „Það kostaði 150 krónur áður en svo sögðu allir að það væri svo flott að það ætti að kosta meira. Þá safnast líka meiri peningur.“
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira