Tryggingafélögin hafa öll tekið dýfu í Kauphöll Íslands á yfirstandandi ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. október 2014 07:00 Sjóvá Almennar hf. skráð í Kauphöll Íslands Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá. Markaðsverðmæti tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru í Kauphöll Íslands hefur lækkað verulega á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó ber að hafa í huga að tvö af félögunum hafa greitt út arð sem hefur áhrif á gengi bréfanna. Stærsta félagið á markaðnum er Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Markaðsverðmæti félagsins var 27,3 milljarðar þann 11. október 2013. Það fór svo alla leið upp í 28,1 milljarð þann 31. október 2013 en þann 10. október síðastliðinn var það komið niður í 20,8 milljarða króna. VÍS var fyrst tryggingafélaganna til þess að verða skráð á aðallista Kauphallarinnar eftir bankahrun. Það gerðist í apríl 2013. Með því varð Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem hafði verið fengin til að stýra félaginu í gegnum skráningu, fyrsti kvenforstjórinn sem stýrði skráðu félagi eftir hrun. Hún er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Félagið var skráð að undangengnu útboði þar sem 70 prósenta hlutur í félaginu var seldur. Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf í útboðinu fyrir samtals um 150 milljarða króna. Söluandvirði hlutarins sem var seldur nam hins vegar 14,3 milljörðum króna og umframeftirspurnin var því liðlega tíföld. Rekstur félagsins hefur gengið ágætlega, en hagnaðurinn dróst verulega saman á fyrri helmingi þessa árs. Var 451 milljón króna núna samanborið við 1.094 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2013. Í afkomutilkynningu eftir annan fjórðung 2014 sagði Sigríður Ragna að þróun á fjármálamörkuðum á tímabilinu hefði leitt af sér að ávöxtun af fjárfestingasafni félagsins væri nokkuð undir væntingum. Tryggingamiðstöðin fylgdi fast á eftir VÍS og var skráð á markað í maí 2013 eftir að hlutabréfaútboði lauk þann 24. apríl. Sjö þúsund áskriftir bárust að heildarandvirði 357 milljarðar króna, en verðmæti þess 28,7% hlutar sem var seldur nam 4,4 milljörðum króna. Eftirspurnin var því áttatíuföld. Bréfin hækkuðu nokkuð eftir skráningu og nam heildarverðmæti Tryggingamiðstöðvarinnar 22,7 milljörðum íslenskra króna þann 11. október 2013. Það fór hæst upp í 25,2 milljarða króna þann 11. desember, en hefur lækkað og stóð í 18,1 milljarði króna síðastliðinn föstudag. Á einu ári hefur markaðsverðmætið því lækkað um 4,6 milljarða, eða um 20,4 prósent. Sjóvá var skráð á markað 11. apríl síðastliðinn. Markaðsverðmæti félagsins var 21,8 milljarðar í lok fyrsta dagsins, en var 18,9 milljarðar á föstudaginn. Breytingin frá skráningu nemur 2,9 milljörðum króna eða 13,3 prósentum. Í afkomutilkynningu vegna fyrri árshelmings 2014 kemur fram að hagnaður af rekstri Sjóvár á þeim árshelmingi var 205 milljónir króna, eða 0,13 krónur á hlut samanborið við 843 milljóna króna hagnað á sama tíma árið 2013, sem var 0,53 krónur á hlut. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 792 milljónum króna samanborið við 1.092 milljónir á sama tíma árið á undan, en tap af fjárfestingarstarfsemi nam 539 milljónum samanborið við 58 miljóna króna tap á fyrri árshelmingi 2013.Sigrún Ragna Ólafsdóttir er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Fréttablaðið/ ValliMiklar arðgreiðslur Lakari afkomutölur eru ekki einu skýringarnar á lægra hlutabréfaverði, eins og Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á. „Frá skráningu á markað hafa tryggingafélögin TM og VÍS greitt um 3,3 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Til viðbótar kaupa þau nú eigin bréf á markaði í samræmi við endurkaupaáætlun,“ segir Stefán Broddi. Hann bendir á að þriðja tryggingafélagið, Sjóvá, hafi verið skráð síðar á markað en hafi sett sér það markmið að greiða að minnsta kosti helming hagnaðar hvers árs í arð. „Ég hugsa að fjárfestar vænti þess að meirihluti hagnaðar tryggingafélaganna á hverju ári verði greiddur út í arð. Þeir virðast hins vegar meta afkomuhorfur lakari en þeir gerðu áður. Þar kemur aðallega tvennt til, annars vegar að tjónaþróun virðist neikvæðari á þessu ári en til dæmis í fyrra og hins vegar að ávöxtun á eignamörkuðum, og þar af leiðandi ávöxtun fjárfestingareigna tryggingafélaganna, virðist hafa verið lakari en fjárfestar reiknuðu með í byrjun þessa árs,“ segir Stefán Broddi.Lítil stemming á markaðnum Jóhann Viðar Ívarsson hjá IFS greiningu bendir líka á að arðgreiðslurnar úr félögunum skipti máli, en fleira komi til. „Þetta er hluti af stemmingunni á markaðnum. Hlutabréf hafa í það heila heldur verið að lækka,“ segir hann. Hann segir að IFS hafi tekið saman umfjöllun um markaðinn fyrir viðskiptavini sína í september og samkvæmt þeirri úttekt höfðu fimm félög hækkað á aðallistanum í ár, en meirihlutinn, eða sjö félög, höfðu lækkað. Lækkun á verði tryggingafélaganna sé hluti af þessari stemmingu markaðarins í heild. Tryggingafélögin hafi aftur á móti lækkað einna mest félaga í ár og það sé vert að spyrja sig af hverju. „Ég held sjálfur að þau hafi kannski verið fullhátt verðlögð á tímabili,“ segir Jóhann Viðar. Einnig beri að líta til þess að ávöxtun eigna, bæði hlutabréfa og skuldabréfa, hafi verið bágborin það sem af er ári. Þess vegna hafi tryggingafélögunum gengið illa að ávaxta fjármuni sína. „Það eru litlar líkur á því að menn nái einhverri viðlíka ávöxtun á fé í ár eins og í fyrra og hittifyrra,“ segir Jóhann Viðar. Þá hafi stórtjón og hækkandi tjónahlutföll orðið til að minna menn á áhættuna í tryggingarekstri og það að tjónahlutföll síðustu ár séu lægri en að jafnaði. Jóhann Viðar segist ekki vilja fullyrða að það hafi verið bólueinkenni á hlutabréfamarkaði í fyrra og hittifyrra. „Það má alveg deila um það hvort hækkun síðustu ára var merki um eignabólu. En það sem mér finnst hins vegar tryggara að taka undir er að það er ekkert neikvætt að hlutabréf hafi ekki hækkað á árinu 2014. Við höfum verið að skoða kennitölur fyrir íslensku félögin og bera þau saman við það sem gerist í helstu kauphöllum annars staðar. Íslensk hlutabréf eru ekki lágt verðlögð en þó ekki það hátt að maður vilji segja að það sé bólueinkenni. En þau eru á það háu verði að það var engin sérstök ástæða önnur en höftin til að þau ættu að hækka mikið á árinu 2014,“ segir Jóhann Viðar. Hann segir að menn geti verið sáttir við stöðuna og það sé ekkert að því að eitthvað sem hækki lækki aftur. Það sé því ekkert neikvætt við að það komi smá hik á markaðinn. „Heilt yfir erum við með býsna hátt verðlag á hlutabréfunum,“ segir Jóhann Viðar. Hann segist líka minna viðskiptavini IFS reglulega á að þegar menn beri saman lykiltölur á Íslandi og á stærri mörkuðum annars staðar séu tvenn meginrök fyrir því að hlutabréf ættu að vera lægri hér. „Í fyrsta lagi vegna þess að við búum við miklu hærra vaxtastig. Vextir eru mjög lágir á helstu mörkuðum og almennt miklu lægri en hjá okkur. En háir vextir ættu að hafa lækkunaráhrif á hlutabréfaverð,“ segir Jóhann Viðar. Hin ástæðan sé sú að íslenski markaðurinn sé agnarsmár. „Hann er svo lítill og einhæfur og seljanleikinn svo lítill að þetta á allt að draga úr verðlagningunni,“ segir Jóhann Viðar.Athugasemd 15. október kl. 7:00Í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins i dag, er sagt að Tryggingamiðstöðin hafi lækkað um rúm 28 prósent frá því í október 2013. Það er rangt, sú lækkun er frá því að gengið stóð hæst í desember 2013. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Markaðsverðmæti tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru í Kauphöll Íslands hefur lækkað verulega á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó ber að hafa í huga að tvö af félögunum hafa greitt út arð sem hefur áhrif á gengi bréfanna. Stærsta félagið á markaðnum er Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Markaðsverðmæti félagsins var 27,3 milljarðar þann 11. október 2013. Það fór svo alla leið upp í 28,1 milljarð þann 31. október 2013 en þann 10. október síðastliðinn var það komið niður í 20,8 milljarða króna. VÍS var fyrst tryggingafélaganna til þess að verða skráð á aðallista Kauphallarinnar eftir bankahrun. Það gerðist í apríl 2013. Með því varð Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem hafði verið fengin til að stýra félaginu í gegnum skráningu, fyrsti kvenforstjórinn sem stýrði skráðu félagi eftir hrun. Hún er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Félagið var skráð að undangengnu útboði þar sem 70 prósenta hlutur í félaginu var seldur. Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf í útboðinu fyrir samtals um 150 milljarða króna. Söluandvirði hlutarins sem var seldur nam hins vegar 14,3 milljörðum króna og umframeftirspurnin var því liðlega tíföld. Rekstur félagsins hefur gengið ágætlega, en hagnaðurinn dróst verulega saman á fyrri helmingi þessa árs. Var 451 milljón króna núna samanborið við 1.094 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2013. Í afkomutilkynningu eftir annan fjórðung 2014 sagði Sigríður Ragna að þróun á fjármálamörkuðum á tímabilinu hefði leitt af sér að ávöxtun af fjárfestingasafni félagsins væri nokkuð undir væntingum. Tryggingamiðstöðin fylgdi fast á eftir VÍS og var skráð á markað í maí 2013 eftir að hlutabréfaútboði lauk þann 24. apríl. Sjö þúsund áskriftir bárust að heildarandvirði 357 milljarðar króna, en verðmæti þess 28,7% hlutar sem var seldur nam 4,4 milljörðum króna. Eftirspurnin var því áttatíuföld. Bréfin hækkuðu nokkuð eftir skráningu og nam heildarverðmæti Tryggingamiðstöðvarinnar 22,7 milljörðum íslenskra króna þann 11. október 2013. Það fór hæst upp í 25,2 milljarða króna þann 11. desember, en hefur lækkað og stóð í 18,1 milljarði króna síðastliðinn föstudag. Á einu ári hefur markaðsverðmætið því lækkað um 4,6 milljarða, eða um 20,4 prósent. Sjóvá var skráð á markað 11. apríl síðastliðinn. Markaðsverðmæti félagsins var 21,8 milljarðar í lok fyrsta dagsins, en var 18,9 milljarðar á föstudaginn. Breytingin frá skráningu nemur 2,9 milljörðum króna eða 13,3 prósentum. Í afkomutilkynningu vegna fyrri árshelmings 2014 kemur fram að hagnaður af rekstri Sjóvár á þeim árshelmingi var 205 milljónir króna, eða 0,13 krónur á hlut samanborið við 843 milljóna króna hagnað á sama tíma árið 2013, sem var 0,53 krónur á hlut. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 792 milljónum króna samanborið við 1.092 milljónir á sama tíma árið á undan, en tap af fjárfestingarstarfsemi nam 539 milljónum samanborið við 58 miljóna króna tap á fyrri árshelmingi 2013.Sigrún Ragna Ólafsdóttir er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Fréttablaðið/ ValliMiklar arðgreiðslur Lakari afkomutölur eru ekki einu skýringarnar á lægra hlutabréfaverði, eins og Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á. „Frá skráningu á markað hafa tryggingafélögin TM og VÍS greitt um 3,3 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Til viðbótar kaupa þau nú eigin bréf á markaði í samræmi við endurkaupaáætlun,“ segir Stefán Broddi. Hann bendir á að þriðja tryggingafélagið, Sjóvá, hafi verið skráð síðar á markað en hafi sett sér það markmið að greiða að minnsta kosti helming hagnaðar hvers árs í arð. „Ég hugsa að fjárfestar vænti þess að meirihluti hagnaðar tryggingafélaganna á hverju ári verði greiddur út í arð. Þeir virðast hins vegar meta afkomuhorfur lakari en þeir gerðu áður. Þar kemur aðallega tvennt til, annars vegar að tjónaþróun virðist neikvæðari á þessu ári en til dæmis í fyrra og hins vegar að ávöxtun á eignamörkuðum, og þar af leiðandi ávöxtun fjárfestingareigna tryggingafélaganna, virðist hafa verið lakari en fjárfestar reiknuðu með í byrjun þessa árs,“ segir Stefán Broddi.Lítil stemming á markaðnum Jóhann Viðar Ívarsson hjá IFS greiningu bendir líka á að arðgreiðslurnar úr félögunum skipti máli, en fleira komi til. „Þetta er hluti af stemmingunni á markaðnum. Hlutabréf hafa í það heila heldur verið að lækka,“ segir hann. Hann segir að IFS hafi tekið saman umfjöllun um markaðinn fyrir viðskiptavini sína í september og samkvæmt þeirri úttekt höfðu fimm félög hækkað á aðallistanum í ár, en meirihlutinn, eða sjö félög, höfðu lækkað. Lækkun á verði tryggingafélaganna sé hluti af þessari stemmingu markaðarins í heild. Tryggingafélögin hafi aftur á móti lækkað einna mest félaga í ár og það sé vert að spyrja sig af hverju. „Ég held sjálfur að þau hafi kannski verið fullhátt verðlögð á tímabili,“ segir Jóhann Viðar. Einnig beri að líta til þess að ávöxtun eigna, bæði hlutabréfa og skuldabréfa, hafi verið bágborin það sem af er ári. Þess vegna hafi tryggingafélögunum gengið illa að ávaxta fjármuni sína. „Það eru litlar líkur á því að menn nái einhverri viðlíka ávöxtun á fé í ár eins og í fyrra og hittifyrra,“ segir Jóhann Viðar. Þá hafi stórtjón og hækkandi tjónahlutföll orðið til að minna menn á áhættuna í tryggingarekstri og það að tjónahlutföll síðustu ár séu lægri en að jafnaði. Jóhann Viðar segist ekki vilja fullyrða að það hafi verið bólueinkenni á hlutabréfamarkaði í fyrra og hittifyrra. „Það má alveg deila um það hvort hækkun síðustu ára var merki um eignabólu. En það sem mér finnst hins vegar tryggara að taka undir er að það er ekkert neikvætt að hlutabréf hafi ekki hækkað á árinu 2014. Við höfum verið að skoða kennitölur fyrir íslensku félögin og bera þau saman við það sem gerist í helstu kauphöllum annars staðar. Íslensk hlutabréf eru ekki lágt verðlögð en þó ekki það hátt að maður vilji segja að það sé bólueinkenni. En þau eru á það háu verði að það var engin sérstök ástæða önnur en höftin til að þau ættu að hækka mikið á árinu 2014,“ segir Jóhann Viðar. Hann segir að menn geti verið sáttir við stöðuna og það sé ekkert að því að eitthvað sem hækki lækki aftur. Það sé því ekkert neikvætt við að það komi smá hik á markaðinn. „Heilt yfir erum við með býsna hátt verðlag á hlutabréfunum,“ segir Jóhann Viðar. Hann segist líka minna viðskiptavini IFS reglulega á að þegar menn beri saman lykiltölur á Íslandi og á stærri mörkuðum annars staðar séu tvenn meginrök fyrir því að hlutabréf ættu að vera lægri hér. „Í fyrsta lagi vegna þess að við búum við miklu hærra vaxtastig. Vextir eru mjög lágir á helstu mörkuðum og almennt miklu lægri en hjá okkur. En háir vextir ættu að hafa lækkunaráhrif á hlutabréfaverð,“ segir Jóhann Viðar. Hin ástæðan sé sú að íslenski markaðurinn sé agnarsmár. „Hann er svo lítill og einhæfur og seljanleikinn svo lítill að þetta á allt að draga úr verðlagningunni,“ segir Jóhann Viðar.Athugasemd 15. október kl. 7:00Í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins i dag, er sagt að Tryggingamiðstöðin hafi lækkað um rúm 28 prósent frá því í október 2013. Það er rangt, sú lækkun er frá því að gengið stóð hæst í desember 2013.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun