Reykjavík varanleg staðsetning Landsmóts hestamanna Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Nú líður senn að því að ákvörðun verði tekin um hvar halda skuli næstu tvö Landsmót hestamanna árin 2016 og 2018. Niðurstaðan er í raun einföld. Víðidalurinn í Reykjavík hefur yfirburði til að halda Landsmót. Mikil uppbygging hefur verið á Fákssvæðinu í Víðidal á undanförnum árum og þar eru mjög góðar aðstæður, þær bestu sem fyrirfinnast á Íslandi, bæði fyrir hesta og menn. Hvergi á Íslandi er hægt að finna betri aðstæður fyrir mótsgesti en svæðið tekur alls um 16.000 manns og ganga gestir Landsmóts inn í alla þá þjónustu, fjölbreyttu gistingu og afþreyingu sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. Út frá dýraverndunarsjónarmiðum eru bestu hugsanlegu aðstæður fyrir hesta á stórmóti í Víðidal. Húsarými er fyrir 3.000 hross sem og allan búnað þeirra. Hestarnir eiga þá sitt húsaskjól á staðnum og það minnkar mikið álag á hestunum, bæði líkamlega og andlega og þurfa þá ekki að vera í flutningum í hestakerrum til og frá mótsstað eins og þegar mótin eru haldin á landsbyggðinni. Þetta er stór og mikilvægur þáttur sem verður að taka með í reikninginn. Auk þess er dýraspítali á svæðinu og góð baðaðstaða fyrir hrossin í Víðidal. Kostnaður keppenda og eigenda hrossa á Landsmótum er mjög mikill sem verður að taka tillit til og draga úr eins og kostur er. Áhyggjuefni er að svo mikill er kostnaður sumra keppenda að þeir eru farnir að hugsa sig tvisvar um að halda á Landsmót.Mikil reynsla Fákur er elsta hestamannafélag landsins og með flesta félagsmenn. Mikil reynsla og þekking er innan Fáks í að halda stórmót en félagið heldur árlega stærstu mót ársins s.s. Reykjavíkurmeistaramótið og Gæðingamót Fáks ásamt því að hafa haldið tvisvar Landsmót með góðum árangri. Reykjavíkurborg er öflugasta sveitarfélag landsins og hefur burði og getu til styðja við stórviðburði sem Landsmót er. Af hverju ætti höfuðborgin þá ekki að vera varanlega staðsetningin fyrir Landsmót? Á svæði Fáks í Víðidal er auðvelt að halda áfram uppbyggingu og viðhalda framúrskarandi keppnissvæði fyrir stórmót í framtíðinni. Við hljótum að vilja það besta fyrir Landsmót, þannig að það megi vera sem glæsilegast og árangursríkast fyrir hestamennskuna í heild. Landsmót skiptir greinina það miklu máli að það á ekki að vera með tilraunastarfsemi heldur að byggja á traustum grunni og fagmennsku. Hagkvæmast og farsælast væri að höfuðborgin yrði þjóðarvettvangur íslenska hestsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú líður senn að því að ákvörðun verði tekin um hvar halda skuli næstu tvö Landsmót hestamanna árin 2016 og 2018. Niðurstaðan er í raun einföld. Víðidalurinn í Reykjavík hefur yfirburði til að halda Landsmót. Mikil uppbygging hefur verið á Fákssvæðinu í Víðidal á undanförnum árum og þar eru mjög góðar aðstæður, þær bestu sem fyrirfinnast á Íslandi, bæði fyrir hesta og menn. Hvergi á Íslandi er hægt að finna betri aðstæður fyrir mótsgesti en svæðið tekur alls um 16.000 manns og ganga gestir Landsmóts inn í alla þá þjónustu, fjölbreyttu gistingu og afþreyingu sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. Út frá dýraverndunarsjónarmiðum eru bestu hugsanlegu aðstæður fyrir hesta á stórmóti í Víðidal. Húsarými er fyrir 3.000 hross sem og allan búnað þeirra. Hestarnir eiga þá sitt húsaskjól á staðnum og það minnkar mikið álag á hestunum, bæði líkamlega og andlega og þurfa þá ekki að vera í flutningum í hestakerrum til og frá mótsstað eins og þegar mótin eru haldin á landsbyggðinni. Þetta er stór og mikilvægur þáttur sem verður að taka með í reikninginn. Auk þess er dýraspítali á svæðinu og góð baðaðstaða fyrir hrossin í Víðidal. Kostnaður keppenda og eigenda hrossa á Landsmótum er mjög mikill sem verður að taka tillit til og draga úr eins og kostur er. Áhyggjuefni er að svo mikill er kostnaður sumra keppenda að þeir eru farnir að hugsa sig tvisvar um að halda á Landsmót.Mikil reynsla Fákur er elsta hestamannafélag landsins og með flesta félagsmenn. Mikil reynsla og þekking er innan Fáks í að halda stórmót en félagið heldur árlega stærstu mót ársins s.s. Reykjavíkurmeistaramótið og Gæðingamót Fáks ásamt því að hafa haldið tvisvar Landsmót með góðum árangri. Reykjavíkurborg er öflugasta sveitarfélag landsins og hefur burði og getu til styðja við stórviðburði sem Landsmót er. Af hverju ætti höfuðborgin þá ekki að vera varanlega staðsetningin fyrir Landsmót? Á svæði Fáks í Víðidal er auðvelt að halda áfram uppbyggingu og viðhalda framúrskarandi keppnissvæði fyrir stórmót í framtíðinni. Við hljótum að vilja það besta fyrir Landsmót, þannig að það megi vera sem glæsilegast og árangursríkast fyrir hestamennskuna í heild. Landsmót skiptir greinina það miklu máli að það á ekki að vera með tilraunastarfsemi heldur að byggja á traustum grunni og fagmennsku. Hagkvæmast og farsælast væri að höfuðborgin yrði þjóðarvettvangur íslenska hestsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar