Jibbí í síðasta sæti í Júróvision Ellen Calmon og Halldór Sævar Guðbergsson skrifar 13. september 2014 07:00 Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar