Jibbí í síðasta sæti í Júróvision Ellen Calmon og Halldór Sævar Guðbergsson skrifar 13. september 2014 07:00 Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI!
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun