Hið dýra heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum Guðmundur Edgarsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þrátt fyrir þá lífseigu mýtu að heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum sé rekin á grundvelli markaðslögmála er staðreyndin sú að um helmingur bandaríska heilbrigðiskerfisins er rekinn á vegum ríkisins. Í þessu sambandi má nefna að meðalbandaríkjamaðurinn borgar nú meira í skatta vegna heilbrigðiskerfisins en meðalnorðurlandabúinn. Þessu var hins vegar öðru vísi farið framan af síðustu öld en þá var hlutdeild hins opinbera einungis um fimmtungur af heildarkostnaði. Opinber afskipti af atvinnulífinu í seinni heimsstyrjöldinni og aukin þátttaka ríkisins á heilbrigðissviðinu á sjöunda áratugnum leiddu svo til kostnaðarhækkana sem engin dæmi voru um áður. Hvað gerðist?Launafrysting í seinna stríði Í seinni heimsstyrjöldinni var mikil þensla í efnahagslífi Bandaríkjanna. Eitt af því sem stjórnvöld gerðu til að draga úr verðbólgu var að setja þak á launahækkanir. Eins og oft vill verða þegar ríkið reynir að hafa vit fyrir markaðnum, þá myndaðist skekkja á markaði. Fyrirtækin, sem áður höfðu keppt um starfsfólk á grundvelli hærri launa, hófu að bjóða heilsutryggingar í staðinn. Áður hafði fólk greitt milliliðalaust fyrir hverja læknisheimsókn eða smáaðgerð en keypt tryggingu fyrir meðhöndlun vegna alvarlegra sjúkdóma.Svo hækkuðu heilsutryggingarnar Þegar vinnuveitendur hófu að bjóða starfsmönnum heilsutryggingar fór að bera á hækkunum á þeim umfram það sem áður hafði þekkst. Þrjár ástæður voru fyrir því. Í fyrsta lagi höfðu vinnuveitendur ekki sama hag af ódýrum heilsutryggingum og einstaklingar í beinum viðskiptum. Atvinnurekendum var helst í mun að heilsutryggingarnar væru sem víðtækastar því þannig var frekar hægt að halda launum niðri. Í öðru lagi dró verulega úr hvata fólks til að leita til þess læknis sem bauð hagstæðasta verðið. Í þriðja lagi þá voru þessar heilsutryggingar ekki skattlagðar. Af því leiddi að sjúkrastofnanir og tryggingafélög nutu ekki sama kostnaðaraðhalds og áður.Bandarísku læknasamtökin Bandarísku læknasamtökin þykja óvenju sterk í Bandaríkjunum. Ýmiss konar löggjöf ríkisins varðandi menntun og starfsleyfi lækna hefur í meginatriðum verið sniðin að hugmyndum og hagsmunum þeirra. Engir skólar í Bandaríkjunum gera jafnmiklar kröfur um inngöngu og læknaskólar. Hlutfall útskrifaðra lækna miðað við þá sem upphaflega stefndu á að ljúka læknanámi er mun lægra en tíðkast í skyldum greinum eins og líffræði, efnafræði eða dýralækningum. Þá er fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa í Bandaríkjunum með því lægsta sem þekkist innan OECD. Samkeppni á milli lækna er því mun minni en ella í Bandaríkjunum og laun þeirra talsvert hærri en þekkist annars staðar.Medicare og Medicaid Vegna bjögunar á heilbrigðismarkaði og heimatilbúinna samkeppnishindrana fór kostnaður heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum út fyrir ásættanleg mörk. Þrýstingur tók því að myndast á auknar niðurgreiðslur ríkisins. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerðist tvennt í því sambandi. Í stað sértækrar fjárhagsaðstoðar ríkisins fyrir fátækt fólk var komið á víðtæku niðurgreiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu fyrir lágtekjufólk undir heitinu Medicaid. Í kjölfarið dró verulega úr frjálsum framlögum til góðgerðarmála. Svokallaðir bráðaspítalar sem reknir höfðu verið vítt og breitt um Bandaríkin lögðust niður, svo dæmi sé tekið. Ennfremur tóku læknar að rukka fullt verð fyrir hvert viðvik, en áður var viðtekið að þeir sinntu fátækum sjúklingum gegn vægu eða engu gjaldi. Þá komu kröfur um að ríkið niðurgreiddi einnig heilbrigðisþjónustu eldri borgara og það þótt margir þeirra væru vel efnað fólk. Í kjölfarið hóf ríkið að veita víðtækar niðurgreiðslur handa eldra fólki undir heitinu Medicare. Ævilíkur þessa hóps höfðu þá aukist nokkuð. Því var um tvennt að velja: að fresta lífeyristöku eldra fólks svo að heilsutryggingar þess dygðu betur út eftirlaunaárin eða viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi með auknum sköttum á yngri kynslóðir. Ríkið valdi seinni leiðina. Þegar miklu fjármagni er beint inn á eitthvert svið leiðir það oft til verðbólgu í þeim geira. Heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum tók því annan kipp með tilkomu Medicare og Medicaid.Ríkið eða markaðurinn? Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20%. Á sama tíma hefur heildarkostnaður við rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu vaxið umfram það sem annars staðar hefur þekkst. Fullyrðingar um að þessar kostnaðarhækkanir eigi rætur að rekja til markaðslögmála byggjast því á afar veikum grunni. Nær væri að beina sjónum að síaukinni aðkomu ríkisins sem mögulegum skýringarþætti. Opinberar tölur benda í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir þá lífseigu mýtu að heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum sé rekin á grundvelli markaðslögmála er staðreyndin sú að um helmingur bandaríska heilbrigðiskerfisins er rekinn á vegum ríkisins. Í þessu sambandi má nefna að meðalbandaríkjamaðurinn borgar nú meira í skatta vegna heilbrigðiskerfisins en meðalnorðurlandabúinn. Þessu var hins vegar öðru vísi farið framan af síðustu öld en þá var hlutdeild hins opinbera einungis um fimmtungur af heildarkostnaði. Opinber afskipti af atvinnulífinu í seinni heimsstyrjöldinni og aukin þátttaka ríkisins á heilbrigðissviðinu á sjöunda áratugnum leiddu svo til kostnaðarhækkana sem engin dæmi voru um áður. Hvað gerðist?Launafrysting í seinna stríði Í seinni heimsstyrjöldinni var mikil þensla í efnahagslífi Bandaríkjanna. Eitt af því sem stjórnvöld gerðu til að draga úr verðbólgu var að setja þak á launahækkanir. Eins og oft vill verða þegar ríkið reynir að hafa vit fyrir markaðnum, þá myndaðist skekkja á markaði. Fyrirtækin, sem áður höfðu keppt um starfsfólk á grundvelli hærri launa, hófu að bjóða heilsutryggingar í staðinn. Áður hafði fólk greitt milliliðalaust fyrir hverja læknisheimsókn eða smáaðgerð en keypt tryggingu fyrir meðhöndlun vegna alvarlegra sjúkdóma.Svo hækkuðu heilsutryggingarnar Þegar vinnuveitendur hófu að bjóða starfsmönnum heilsutryggingar fór að bera á hækkunum á þeim umfram það sem áður hafði þekkst. Þrjár ástæður voru fyrir því. Í fyrsta lagi höfðu vinnuveitendur ekki sama hag af ódýrum heilsutryggingum og einstaklingar í beinum viðskiptum. Atvinnurekendum var helst í mun að heilsutryggingarnar væru sem víðtækastar því þannig var frekar hægt að halda launum niðri. Í öðru lagi dró verulega úr hvata fólks til að leita til þess læknis sem bauð hagstæðasta verðið. Í þriðja lagi þá voru þessar heilsutryggingar ekki skattlagðar. Af því leiddi að sjúkrastofnanir og tryggingafélög nutu ekki sama kostnaðaraðhalds og áður.Bandarísku læknasamtökin Bandarísku læknasamtökin þykja óvenju sterk í Bandaríkjunum. Ýmiss konar löggjöf ríkisins varðandi menntun og starfsleyfi lækna hefur í meginatriðum verið sniðin að hugmyndum og hagsmunum þeirra. Engir skólar í Bandaríkjunum gera jafnmiklar kröfur um inngöngu og læknaskólar. Hlutfall útskrifaðra lækna miðað við þá sem upphaflega stefndu á að ljúka læknanámi er mun lægra en tíðkast í skyldum greinum eins og líffræði, efnafræði eða dýralækningum. Þá er fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa í Bandaríkjunum með því lægsta sem þekkist innan OECD. Samkeppni á milli lækna er því mun minni en ella í Bandaríkjunum og laun þeirra talsvert hærri en þekkist annars staðar.Medicare og Medicaid Vegna bjögunar á heilbrigðismarkaði og heimatilbúinna samkeppnishindrana fór kostnaður heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum út fyrir ásættanleg mörk. Þrýstingur tók því að myndast á auknar niðurgreiðslur ríkisins. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerðist tvennt í því sambandi. Í stað sértækrar fjárhagsaðstoðar ríkisins fyrir fátækt fólk var komið á víðtæku niðurgreiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu fyrir lágtekjufólk undir heitinu Medicaid. Í kjölfarið dró verulega úr frjálsum framlögum til góðgerðarmála. Svokallaðir bráðaspítalar sem reknir höfðu verið vítt og breitt um Bandaríkin lögðust niður, svo dæmi sé tekið. Ennfremur tóku læknar að rukka fullt verð fyrir hvert viðvik, en áður var viðtekið að þeir sinntu fátækum sjúklingum gegn vægu eða engu gjaldi. Þá komu kröfur um að ríkið niðurgreiddi einnig heilbrigðisþjónustu eldri borgara og það þótt margir þeirra væru vel efnað fólk. Í kjölfarið hóf ríkið að veita víðtækar niðurgreiðslur handa eldra fólki undir heitinu Medicare. Ævilíkur þessa hóps höfðu þá aukist nokkuð. Því var um tvennt að velja: að fresta lífeyristöku eldra fólks svo að heilsutryggingar þess dygðu betur út eftirlaunaárin eða viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi með auknum sköttum á yngri kynslóðir. Ríkið valdi seinni leiðina. Þegar miklu fjármagni er beint inn á eitthvert svið leiðir það oft til verðbólgu í þeim geira. Heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum tók því annan kipp með tilkomu Medicare og Medicaid.Ríkið eða markaðurinn? Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20%. Á sama tíma hefur heildarkostnaður við rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu vaxið umfram það sem annars staðar hefur þekkst. Fullyrðingar um að þessar kostnaðarhækkanir eigi rætur að rekja til markaðslögmála byggjast því á afar veikum grunni. Nær væri að beina sjónum að síaukinni aðkomu ríkisins sem mögulegum skýringarþætti. Opinberar tölur benda í þá átt.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun