Fiskistofa: Stássstofa eða stjórnsýsla Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiðir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórnsýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“. Það fellur ágætlega að stefnunni sem boðar „báknið burt“. Stofnanir, stjórntæki hins opinbera, hafa fengið á sig neikvætt yfirbragð; þær þykja þunglamalegar og seinvirkar. Þeir sem aftur á móti ekki vita betur gætu litið svo á að „stofur“ séu þægilegri og léttari við að eiga; að þær megi jafnvel „missa sín“, að það sé auðveldara að leggja þær niður eða að staðsetning þeirra skipti engu máli. M.ö.o. hugtakið „stofa“ getur í hugum fólks „smættað“ starfsemina, þ.e. dregið úr réttmæti hennar. Umræðan um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. Einkavæðing umræðu heitir það þegar látið er að því liggja að málið varði einungis einstaklingshagsmuni; að málið snúist ekki um almannahagsmuni og því eigi almenn umræða um málið sem málefni samfélagsins ekkert erindi. Ekki skal gera lítið úr áhrifum flutnings Fiskistofu á hagi starfsfólks. Þar kemur fram kostnaður sem oftast er vanreiknaður eða hreinlega undanskilinn. Slíkur kostnaður fellur á einkaaðila, þ.e. einstaklinga og fjölskyldur. En flutningur Fiskistofu út á land snýst ekki bara um hagsmuni einstaklinga.Almannahagsmunir Flutningur Fiskistofu snýst um brýna almannahagsmuni. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hún annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og á þannig að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. M.ö.o. starfsfólk Fiskistofu hefur eftirlit með nýtingu á sjávarafla landsmanna, þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem aðeins fáir hafa fengið réttinn til að nýta með fyrirkomulagi sem er svo umdeilt og mikið hitamál að upp úr sýður hvar sem kjarnann í þeirri stefnumótun ber á góma. Flutningur Fiskistofu til Akureyrar snýst um það hvernig búið er að starfsemi þeirrar stofnunar sem fara á með eftirlit með nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar sem er í eigu almennings. Um það snúast almannahagsmunir þessa máls og um það þarf umræða málsins að snúast, ekki bara í fjölmiðlum, heldur á Alþingi. Við flutning Fiskistofu til Akureyrar magnast þær hættur sem opinbert eftirlit stendur ávallt frammi fyrir. Hætturnar magnast vegna þess að þær tengjast beinlínis stærð eða smæð þess samfélags sem eftirlitsstofnanir eru staðsettar í. Í fyrsta lagi, sérhæfðar stofnanir af þessu tagi þurfa stórt úrtak umsækjenda til að geta valið þá hæfustu úr stórum hópi hæfra umsækjenda. Við flutning úr fjölmenni minnkar slíkt aðgengi. Í öðru lagi, eftirlitsstarf er ekki til vinsælda fallið. Til að sinna trúverðugu eftirliti þarf ákveðna fjarlægð milli eftirlits og eftirlitsskyldra aðila, bæði faglega og persónulega. Til lengdar verður þessi þáttur við að tryggja virkt og trúverðugt eftirlit oft veruleg áskorun fyrir eftirlitsfólk sem þarf að viðhalda slíkri fjarlægð og draga línu í sandinn á degi hverjum, bæði í leik og starfi. Hætturnar á veikingu eftirlitsins eru raunverulegar, lúmskar og eiga sér stoð í viðurkenndum rannsóknum.Meðvirkni Hugtakið „að fanga regluverkið“ (e. regulatory capture) er þekkt innan stjórnsýslufræðinnar og lýsir því hvernig eftirlitsskyldir aðilar hafa náð að fanga eftirlitið og þannig náð eftirlitinu á sitt vald. Þetta er þekkt í öllum samfélögum, stórum sem smáum. Hættan á slíkri yfirtöku eftirlits vex með smæð samfélagsins. Þá á hugtakið „cognitive regulatory capture“ ef til vill betur við því smærra sem samhengið og eftirlitskerfið er. Þetta fyrirbæri lýsir því hvernig eftirlitsfólk, oftast ómeðvitað, gerir sýn eftirlitsskyldra aðila smám saman að sinni eigin sýn; samúðin byrjað að snúast um hagsmuni þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Slík meðvirkni grefur undan áhrifum eftirlits. Hættan á þessari þróun er því meiri eftir því sem faglegur skyldleiki og bakgrunnur starfsfólks eftirlits og eftirlitsskyldra aðila er líkari. Hér geta opinber samskipti og skyldur verið í höndum fyrrum skóla- eða vinnufélaga; fólks sem stundar sams konar frístunda- og áhugamál, hefur svipaðan lífsstíl eða sækir sömu veitingastaði og menningarviðburði. Svigrúm til að viðhalda faglegri fjarlægð í persónulegri nálægð verður lítið. Félagslegur þrýstingur og einsleitni eru áleitnari í fámenni smærri samfélaga. Rökin um kosti nálægðar Fiskistofu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru hér umdeilanleg. Birtingarmynd yfirtöku eftirlits má m.a. sjá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ef stjórnvöld vilja sýna landsmönnum dæmi um það hvernig læra má af því sem þar fór úrskeiðis, þá ætti umræðan um flutninginn á Fiskistofu til Akureyrar að snúast um aðalatriði málsins, þ.e. um almannahagsmuni og vandaða stjórnsýsluhætti. Nema því aðeins að þingheimur allur hafi meðtekið þá speki að það sé ekkert til sem heitir samfélag – aðeins einstaklingar og misvelskilgreindir hópar einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiðir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórnsýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“. Það fellur ágætlega að stefnunni sem boðar „báknið burt“. Stofnanir, stjórntæki hins opinbera, hafa fengið á sig neikvætt yfirbragð; þær þykja þunglamalegar og seinvirkar. Þeir sem aftur á móti ekki vita betur gætu litið svo á að „stofur“ séu þægilegri og léttari við að eiga; að þær megi jafnvel „missa sín“, að það sé auðveldara að leggja þær niður eða að staðsetning þeirra skipti engu máli. M.ö.o. hugtakið „stofa“ getur í hugum fólks „smættað“ starfsemina, þ.e. dregið úr réttmæti hennar. Umræðan um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. Einkavæðing umræðu heitir það þegar látið er að því liggja að málið varði einungis einstaklingshagsmuni; að málið snúist ekki um almannahagsmuni og því eigi almenn umræða um málið sem málefni samfélagsins ekkert erindi. Ekki skal gera lítið úr áhrifum flutnings Fiskistofu á hagi starfsfólks. Þar kemur fram kostnaður sem oftast er vanreiknaður eða hreinlega undanskilinn. Slíkur kostnaður fellur á einkaaðila, þ.e. einstaklinga og fjölskyldur. En flutningur Fiskistofu út á land snýst ekki bara um hagsmuni einstaklinga.Almannahagsmunir Flutningur Fiskistofu snýst um brýna almannahagsmuni. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hún annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og á þannig að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. M.ö.o. starfsfólk Fiskistofu hefur eftirlit með nýtingu á sjávarafla landsmanna, þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem aðeins fáir hafa fengið réttinn til að nýta með fyrirkomulagi sem er svo umdeilt og mikið hitamál að upp úr sýður hvar sem kjarnann í þeirri stefnumótun ber á góma. Flutningur Fiskistofu til Akureyrar snýst um það hvernig búið er að starfsemi þeirrar stofnunar sem fara á með eftirlit með nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar sem er í eigu almennings. Um það snúast almannahagsmunir þessa máls og um það þarf umræða málsins að snúast, ekki bara í fjölmiðlum, heldur á Alþingi. Við flutning Fiskistofu til Akureyrar magnast þær hættur sem opinbert eftirlit stendur ávallt frammi fyrir. Hætturnar magnast vegna þess að þær tengjast beinlínis stærð eða smæð þess samfélags sem eftirlitsstofnanir eru staðsettar í. Í fyrsta lagi, sérhæfðar stofnanir af þessu tagi þurfa stórt úrtak umsækjenda til að geta valið þá hæfustu úr stórum hópi hæfra umsækjenda. Við flutning úr fjölmenni minnkar slíkt aðgengi. Í öðru lagi, eftirlitsstarf er ekki til vinsælda fallið. Til að sinna trúverðugu eftirliti þarf ákveðna fjarlægð milli eftirlits og eftirlitsskyldra aðila, bæði faglega og persónulega. Til lengdar verður þessi þáttur við að tryggja virkt og trúverðugt eftirlit oft veruleg áskorun fyrir eftirlitsfólk sem þarf að viðhalda slíkri fjarlægð og draga línu í sandinn á degi hverjum, bæði í leik og starfi. Hætturnar á veikingu eftirlitsins eru raunverulegar, lúmskar og eiga sér stoð í viðurkenndum rannsóknum.Meðvirkni Hugtakið „að fanga regluverkið“ (e. regulatory capture) er þekkt innan stjórnsýslufræðinnar og lýsir því hvernig eftirlitsskyldir aðilar hafa náð að fanga eftirlitið og þannig náð eftirlitinu á sitt vald. Þetta er þekkt í öllum samfélögum, stórum sem smáum. Hættan á slíkri yfirtöku eftirlits vex með smæð samfélagsins. Þá á hugtakið „cognitive regulatory capture“ ef til vill betur við því smærra sem samhengið og eftirlitskerfið er. Þetta fyrirbæri lýsir því hvernig eftirlitsfólk, oftast ómeðvitað, gerir sýn eftirlitsskyldra aðila smám saman að sinni eigin sýn; samúðin byrjað að snúast um hagsmuni þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Slík meðvirkni grefur undan áhrifum eftirlits. Hættan á þessari þróun er því meiri eftir því sem faglegur skyldleiki og bakgrunnur starfsfólks eftirlits og eftirlitsskyldra aðila er líkari. Hér geta opinber samskipti og skyldur verið í höndum fyrrum skóla- eða vinnufélaga; fólks sem stundar sams konar frístunda- og áhugamál, hefur svipaðan lífsstíl eða sækir sömu veitingastaði og menningarviðburði. Svigrúm til að viðhalda faglegri fjarlægð í persónulegri nálægð verður lítið. Félagslegur þrýstingur og einsleitni eru áleitnari í fámenni smærri samfélaga. Rökin um kosti nálægðar Fiskistofu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru hér umdeilanleg. Birtingarmynd yfirtöku eftirlits má m.a. sjá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ef stjórnvöld vilja sýna landsmönnum dæmi um það hvernig læra má af því sem þar fór úrskeiðis, þá ætti umræðan um flutninginn á Fiskistofu til Akureyrar að snúast um aðalatriði málsins, þ.e. um almannahagsmuni og vandaða stjórnsýsluhætti. Nema því aðeins að þingheimur allur hafi meðtekið þá speki að það sé ekkert til sem heitir samfélag – aðeins einstaklingar og misvelskilgreindir hópar einstaklinga.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun