Hvað viljum við? Steinn Kári Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Hvenær ætla stjórnvöld að staldra við og ræða fjármál þjóðarinnar af ábyrgð? Áratugum saman hefur ríkissjóður verið rekinn með halla, en nú er mál að linni. Málið er einfalt, ríkið hefur ákveðið miklar tekjur á hverju ári og það eru þeir peningar sem þjóðin hefur úr að spila. Hvenær ætla stjórnvöld að leggja það niður fyrir sig/þjóðina í hvað fólkið í landinu vill nota þessa peninga. Tekjur ríkissjóðs eru einfaldlega ekki nógu miklar til þess að við getum gert alla þá hluti sem stjórnvöld eru að reyna ár frá ári.Vantar meiri pening Við erum ekki með nægilega miklar tekjur til þess að… vera með besta heilbrigðiskerfi í heimi reka sendiráð úti um allan heim bora jarðgöng í gegnum annað hvert fjall á landinu halda úti sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða halda úti lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna í núverandi mynd hafa stærsta partinn af vegakerfi landsins með bundnu slitlagi reka menntakerfi sem allar þjóðir heimsins geta stært sig af halda úti íslensku krónunni sem kostar okkur tugi ef ekki hundruð milljarða á ári hafa fleiri hundruð manns á listamannalaunum vera með ríkisútvarp/sjónvarp vera með 8 háskóla á Íslandi styrkja landbúnaðinn um tugi milljarða á ári og svo framvegis.Þurfum að taka á vandanum Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég vilji ekki gott heilbrigðis- og menntakerfi eða ég vilji leggja af alla menningu á landinu. Ég vil leggja undir þjóðina hvaða verkefni fólkið í landinu vill veita peningunum okkar í. Það er augljóst að við fáum einfaldlega ekki nægilega miklar tekjur í ríkiskassann svo að við getum haldið öllu þessu gangandi, alveg sama hvað okkur finnst persónlega þá eru tekjurnar of litlar. Daginn sem við viðurkennum það fyrir okkur og tökum á vandanum fer okkur sem lítilli eyþjóð að ganga betur.Kosið á fjögurra ára fresti Þetta er ekki flókið í framkvæmd. Á fjögurra ára fresti er kosið um það hvað fólkið í landinu vill í raun og veru gera við peningana sem ríkið hefur úr að moða. Með þessu móti taka allir landsmenn þátt í ákvarðanatökunni um það hvað við gerum við peningana okkar. Það er jú þannig að ef landsmönnum er gerð grein fyrir því að við höfum bara úr x upphæð úr að moða og meira eigum við ekki. Þá getur enginn verið ósáttur ef meirihluti þjóðarinnar vill framkvæma ákveðna hluti og aðra ekki. Þetta er eina ábyrga leiðin fyrir litla og fámenna þjóð eins og okkur Íslendinga til þess að verja þeim fáu krónum sem við höfum úr að spila sameiginlega. Með þessu móti má reka ríkissjóð réttum megin við núllið ár frá ári í sátt og samlyndi við allt og alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Hvenær ætla stjórnvöld að staldra við og ræða fjármál þjóðarinnar af ábyrgð? Áratugum saman hefur ríkissjóður verið rekinn með halla, en nú er mál að linni. Málið er einfalt, ríkið hefur ákveðið miklar tekjur á hverju ári og það eru þeir peningar sem þjóðin hefur úr að spila. Hvenær ætla stjórnvöld að leggja það niður fyrir sig/þjóðina í hvað fólkið í landinu vill nota þessa peninga. Tekjur ríkissjóðs eru einfaldlega ekki nógu miklar til þess að við getum gert alla þá hluti sem stjórnvöld eru að reyna ár frá ári.Vantar meiri pening Við erum ekki með nægilega miklar tekjur til þess að… vera með besta heilbrigðiskerfi í heimi reka sendiráð úti um allan heim bora jarðgöng í gegnum annað hvert fjall á landinu halda úti sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða halda úti lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna í núverandi mynd hafa stærsta partinn af vegakerfi landsins með bundnu slitlagi reka menntakerfi sem allar þjóðir heimsins geta stært sig af halda úti íslensku krónunni sem kostar okkur tugi ef ekki hundruð milljarða á ári hafa fleiri hundruð manns á listamannalaunum vera með ríkisútvarp/sjónvarp vera með 8 háskóla á Íslandi styrkja landbúnaðinn um tugi milljarða á ári og svo framvegis.Þurfum að taka á vandanum Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég vilji ekki gott heilbrigðis- og menntakerfi eða ég vilji leggja af alla menningu á landinu. Ég vil leggja undir þjóðina hvaða verkefni fólkið í landinu vill veita peningunum okkar í. Það er augljóst að við fáum einfaldlega ekki nægilega miklar tekjur í ríkiskassann svo að við getum haldið öllu þessu gangandi, alveg sama hvað okkur finnst persónlega þá eru tekjurnar of litlar. Daginn sem við viðurkennum það fyrir okkur og tökum á vandanum fer okkur sem lítilli eyþjóð að ganga betur.Kosið á fjögurra ára fresti Þetta er ekki flókið í framkvæmd. Á fjögurra ára fresti er kosið um það hvað fólkið í landinu vill í raun og veru gera við peningana sem ríkið hefur úr að moða. Með þessu móti taka allir landsmenn þátt í ákvarðanatökunni um það hvað við gerum við peningana okkar. Það er jú þannig að ef landsmönnum er gerð grein fyrir því að við höfum bara úr x upphæð úr að moða og meira eigum við ekki. Þá getur enginn verið ósáttur ef meirihluti þjóðarinnar vill framkvæma ákveðna hluti og aðra ekki. Þetta er eina ábyrga leiðin fyrir litla og fámenna þjóð eins og okkur Íslendinga til þess að verja þeim fáu krónum sem við höfum úr að spila sameiginlega. Með þessu móti má reka ríkissjóð réttum megin við núllið ár frá ári í sátt og samlyndi við allt og alla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar