Ákvörðunartökufælni Jens Pétur Jensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Kæra peningastefnunefnd. Ákvörðun ykkar í dag [í gær], 20. ágúst, um að halda mjög háum vöxtum bankans áfram óbreyttum, 13. skiptið í röð, eða frá því í nóvember 2012 (en þá hækkuðu þið vextina um 0,25%) veldur mér vonbrigðum. Hún sýnir mikla hræðslu nefndarmanna við verðbólgu, jafnvel ákvörðunartökufælni, fremur en varfærni. Það er auðvelt að segja bara það sama og síðast, sérstaklega ef það virðist virka. Nú hefði verið mjög gott lag að byrja að lækka vexti því áhrifin á efnahagslífið koma fyrst fram næsta vetur þegar atvinnuleysi verður að líkindum aftur orðið áhyggjuefni og erlendir ferðamenn löngu farnir heim. Þá hefði minni vaxtakostnaður létt undir með íbúðakaupendum, skuldsettum heimilum og atvinnulífinu, sem aftur hefði minnkað þrýstinginn á launahækkanir og blásið fjárfestum byr í brjóst. Háir vextir Seðlabankans hafa nú staðið óbreyttir í tæp tvö ár, þrátt fyrir lækkandi verðbólgu og tiltölulega hægan vöxt efnahagslífsins – utan ferðamála.Efnahagslegt þjóðarböl Hér er lítið dæmi úr raunveruleikanum frá smáfyrirtæki í Reykjavík sem býr við ágæta afkomu: Fyrirtækið býr við lægstu vexti sem Landsbanki Íslands býður fyrirtækjum upp á, skv. Landsbankanum sjálfum, eða 7,95%. Þetta eru samt sem áður geysiháir vextir í öllum samanburði. Innlánsvextir eru einnig mjög háir, eða 4,25% á sjóð félagsins. Vaxtamunurinn er því 3,70%, eða um tvöfalt hærri (um 100% meiri) en gerist í nágrannalöndunum. Þegar ég sagði kollegum mínum erlendis frá háum vöxtum á Íslandi, þá litu þeir á mig fullir efasemda og einn af þeim hrópaði „no you must be joking“! Erlendir og innlendir innstæðueigendur gleðjast þó væntanlega yfir háum vöxtum. Samkvæmt yfirlýsingu ykkar munu Íslendingar áfram búa við geysihátt vaxtastig því núverandi vextir virðast henta spámódelinu vel. Í yfirlýsingunni segir: „og miðað við grunnspá bankans er útlit fyrir að núverandi vaxtastig dugi til að halda verðbólgu í markmiði“. Ég skil þetta þannig að ef grunnspáin breytist ekki verða vextir ekki lækkaðir. Hér veldur hver á heldur. Lokasetningin í yfirlýsingunni vekur hins vegar ugg um að vextir Seðlabankans eigi jafnvel eftir að hækka á næstu misserum. Geysiháir vextir Seðlabanka Íslands eru efnahagslegt þjóðarböl. Hvenær skyldi deilihagkerfið ná til bankanna? Er rafmiðillinn Bitcoin e.t.v. málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Kæra peningastefnunefnd. Ákvörðun ykkar í dag [í gær], 20. ágúst, um að halda mjög háum vöxtum bankans áfram óbreyttum, 13. skiptið í röð, eða frá því í nóvember 2012 (en þá hækkuðu þið vextina um 0,25%) veldur mér vonbrigðum. Hún sýnir mikla hræðslu nefndarmanna við verðbólgu, jafnvel ákvörðunartökufælni, fremur en varfærni. Það er auðvelt að segja bara það sama og síðast, sérstaklega ef það virðist virka. Nú hefði verið mjög gott lag að byrja að lækka vexti því áhrifin á efnahagslífið koma fyrst fram næsta vetur þegar atvinnuleysi verður að líkindum aftur orðið áhyggjuefni og erlendir ferðamenn löngu farnir heim. Þá hefði minni vaxtakostnaður létt undir með íbúðakaupendum, skuldsettum heimilum og atvinnulífinu, sem aftur hefði minnkað þrýstinginn á launahækkanir og blásið fjárfestum byr í brjóst. Háir vextir Seðlabankans hafa nú staðið óbreyttir í tæp tvö ár, þrátt fyrir lækkandi verðbólgu og tiltölulega hægan vöxt efnahagslífsins – utan ferðamála.Efnahagslegt þjóðarböl Hér er lítið dæmi úr raunveruleikanum frá smáfyrirtæki í Reykjavík sem býr við ágæta afkomu: Fyrirtækið býr við lægstu vexti sem Landsbanki Íslands býður fyrirtækjum upp á, skv. Landsbankanum sjálfum, eða 7,95%. Þetta eru samt sem áður geysiháir vextir í öllum samanburði. Innlánsvextir eru einnig mjög háir, eða 4,25% á sjóð félagsins. Vaxtamunurinn er því 3,70%, eða um tvöfalt hærri (um 100% meiri) en gerist í nágrannalöndunum. Þegar ég sagði kollegum mínum erlendis frá háum vöxtum á Íslandi, þá litu þeir á mig fullir efasemda og einn af þeim hrópaði „no you must be joking“! Erlendir og innlendir innstæðueigendur gleðjast þó væntanlega yfir háum vöxtum. Samkvæmt yfirlýsingu ykkar munu Íslendingar áfram búa við geysihátt vaxtastig því núverandi vextir virðast henta spámódelinu vel. Í yfirlýsingunni segir: „og miðað við grunnspá bankans er útlit fyrir að núverandi vaxtastig dugi til að halda verðbólgu í markmiði“. Ég skil þetta þannig að ef grunnspáin breytist ekki verða vextir ekki lækkaðir. Hér veldur hver á heldur. Lokasetningin í yfirlýsingunni vekur hins vegar ugg um að vextir Seðlabankans eigi jafnvel eftir að hækka á næstu misserum. Geysiháir vextir Seðlabanka Íslands eru efnahagslegt þjóðarböl. Hvenær skyldi deilihagkerfið ná til bankanna? Er rafmiðillinn Bitcoin e.t.v. málið?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar