Árinni kennir illur ræðari Eirný Valsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Nú er það svo að þeir sem setja fjárlög sem stofnanir ríkisins eiga að fara eftir eru aðrir en þeir sem framfylgja ákvörðuninni. Aftur á móti er það staðreynd að þeir sem setja fjárlög ákveða einnig verkefni stofnana, stundum er rammi verkefna hafður fljótandi á meðan hann er skýrt markaður í annan tíma.Orðræða minnir á kalda stríðið Í ár, eins og oft áður, segja þingmenn að ástæða þess að fjárlög riðlast séu starfsmenn ríkisins. Ástæðan er starfsumhverfi og lög og reglur sem gilda um opinbera starfsmenn og forstöðumenn stofnana. Forstöðumenn valda ekki starfi sínu og ættu að fá sér annað sem þeir ráða við. Dregnir eru upp draugar sem minna um margt á orðræðu ára sem kennd eru við kalt stríð. Opinberir starfsmenn eru æviráðnir er lífseigur draugur og rangt með öllu. Þeir sem halda því fram eru vísvitandi að halda í umræðunni veruleika fyrir setningu laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Við verðum einnig að hafa í huga að það er munur á að vera embættismaður eða almennur opinber starfsmaður. Embættismenn, sem eru örfáir, eru settir til fimm ára en almennir starfsmenn flestir ráðnir ótímabundið eftir reynslutíma sem getur verið allt að einu ári.Vafasamar fullyrðingar Hér á landi sem og í þeim löndum sem við berum okkur saman við gilda lög um ríkisstarfsmenn. Lögin eru tilkomin vegna hagsmuna almennings og ríkisvaldsins en ekki hagsmuna starfsmannanna sjálfra. Verið er að vernda ríkisstarfsmenn gegn pólitískum þrýstingi eða afskiptum stjórnmálamanna og reynt að tryggja óhæði starfsmannanna. Það er forkastanlegt þegar þingmenn fleygja fram vafasömum fullyrðingum sem gripnar eru sem heilagur sannleikur. Það er að verða árvisst að formaður fjárlaganefndar komi með gífuryrði um embættismenn og aðra opinbera starfsmenn. Gert í lok sumars rétt áður en fjárlög eru lögð fram. Ég vek athygli á að í apríl 2012 var lögð fram skýrsla starfshóps, sem skipaður var af fjármálaráðherra, um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna. Tillögur starfshópsins taka bæði á ytri og innri þáttum í starfsumhverfi forstöðumanna. Hvað ytri þættina varðar gerir hópurinn það að tillögu sinni að sjálfstæði og ábyrgð stjórnenda á stefnumörkun og rekstri sinna stofnana verði skilgreind með skýrum hætti. Jafnframt verði tryggt að ráðherra og þing hafi skýrt mótaðar leiðir til að kalla viðkomandi forstöðumann til ábyrgðar. Þá leggur starfshópurinn til að sett verði í gang endurskoðun bæði á starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og fjárlagaferlinu í heild þar sem horft verði til sjónarmiða, tillagna og ábendinga forstöðumanna.Lítilmannlegt Markmiðið með öllum þessum breytingum verði að auðvelda forstöðumönnum að sinna þeim fjölþættu hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna við rekstur sinna stofnana. http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/utgafa/Tillogur_starfshops_042012.pdf. Hvað hefur verið gert í þessu? Hvað hefur verið unnið af því sem Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu um mannauðsmál ríkisins frá janúar 2011? Http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/mannaudur_starfslok.pdf. Starfsmenn ríkisins eru um 21 þúsund eða um 12% starfandi fólks í landinu. Fáir ríkisstarfsmenn vinna störf sem eru líkt og afgreiðsla yfir búðarborð. Forstöðumanni er óheimilt, svo dæmi sé tekið, að hætta að ryðja vegi eða borga lífeyri af þeirri ástæðu einni saman að rammi fjárlaga er þrengri en reyndin. Það er lítilmannlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þegar þingmenn segja að það sé forstöðumanna að halda rekstri innan fjárlaga en hafa um leið engar lausnir til að taka á vandanum.Þurfa að tala af þekkingu Það er afspyrnuvont þegar sex mánaða uppgjör byggist á útgjaldadreifingu samkvæmt formúlunni fjárlög/12x6. Ávallt á að skoða stöðu stofnana miðað við greiðsluáætlun og dreifa fjárlögum miðað við útgjöld per mánuð. Hins vegar á að færa til tekjur reglulega yfir árið og forstöðumenn eiga að muna að ríkissjóður á sem sjaldnast að brúa bil útgjalda og sértekna vegna verkefna. Það verður að vera kristaltært og heimild fyrir því þegar það kemur til. Við frábiðjum okkur að heyra fréttir um stöðu ríkisstofnana sem eru jafn illa ígrundaðar og þær sem fjárlaganefnd Alþingis lagði fram nú í ágúst. Við eigum rétt á að þingmenn tali af þekkingu um málefni starfsmanna ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú er það svo að þeir sem setja fjárlög sem stofnanir ríkisins eiga að fara eftir eru aðrir en þeir sem framfylgja ákvörðuninni. Aftur á móti er það staðreynd að þeir sem setja fjárlög ákveða einnig verkefni stofnana, stundum er rammi verkefna hafður fljótandi á meðan hann er skýrt markaður í annan tíma.Orðræða minnir á kalda stríðið Í ár, eins og oft áður, segja þingmenn að ástæða þess að fjárlög riðlast séu starfsmenn ríkisins. Ástæðan er starfsumhverfi og lög og reglur sem gilda um opinbera starfsmenn og forstöðumenn stofnana. Forstöðumenn valda ekki starfi sínu og ættu að fá sér annað sem þeir ráða við. Dregnir eru upp draugar sem minna um margt á orðræðu ára sem kennd eru við kalt stríð. Opinberir starfsmenn eru æviráðnir er lífseigur draugur og rangt með öllu. Þeir sem halda því fram eru vísvitandi að halda í umræðunni veruleika fyrir setningu laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Við verðum einnig að hafa í huga að það er munur á að vera embættismaður eða almennur opinber starfsmaður. Embættismenn, sem eru örfáir, eru settir til fimm ára en almennir starfsmenn flestir ráðnir ótímabundið eftir reynslutíma sem getur verið allt að einu ári.Vafasamar fullyrðingar Hér á landi sem og í þeim löndum sem við berum okkur saman við gilda lög um ríkisstarfsmenn. Lögin eru tilkomin vegna hagsmuna almennings og ríkisvaldsins en ekki hagsmuna starfsmannanna sjálfra. Verið er að vernda ríkisstarfsmenn gegn pólitískum þrýstingi eða afskiptum stjórnmálamanna og reynt að tryggja óhæði starfsmannanna. Það er forkastanlegt þegar þingmenn fleygja fram vafasömum fullyrðingum sem gripnar eru sem heilagur sannleikur. Það er að verða árvisst að formaður fjárlaganefndar komi með gífuryrði um embættismenn og aðra opinbera starfsmenn. Gert í lok sumars rétt áður en fjárlög eru lögð fram. Ég vek athygli á að í apríl 2012 var lögð fram skýrsla starfshóps, sem skipaður var af fjármálaráðherra, um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna. Tillögur starfshópsins taka bæði á ytri og innri þáttum í starfsumhverfi forstöðumanna. Hvað ytri þættina varðar gerir hópurinn það að tillögu sinni að sjálfstæði og ábyrgð stjórnenda á stefnumörkun og rekstri sinna stofnana verði skilgreind með skýrum hætti. Jafnframt verði tryggt að ráðherra og þing hafi skýrt mótaðar leiðir til að kalla viðkomandi forstöðumann til ábyrgðar. Þá leggur starfshópurinn til að sett verði í gang endurskoðun bæði á starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og fjárlagaferlinu í heild þar sem horft verði til sjónarmiða, tillagna og ábendinga forstöðumanna.Lítilmannlegt Markmiðið með öllum þessum breytingum verði að auðvelda forstöðumönnum að sinna þeim fjölþættu hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna við rekstur sinna stofnana. http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/utgafa/Tillogur_starfshops_042012.pdf. Hvað hefur verið gert í þessu? Hvað hefur verið unnið af því sem Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu um mannauðsmál ríkisins frá janúar 2011? Http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/mannaudur_starfslok.pdf. Starfsmenn ríkisins eru um 21 þúsund eða um 12% starfandi fólks í landinu. Fáir ríkisstarfsmenn vinna störf sem eru líkt og afgreiðsla yfir búðarborð. Forstöðumanni er óheimilt, svo dæmi sé tekið, að hætta að ryðja vegi eða borga lífeyri af þeirri ástæðu einni saman að rammi fjárlaga er þrengri en reyndin. Það er lítilmannlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þegar þingmenn segja að það sé forstöðumanna að halda rekstri innan fjárlaga en hafa um leið engar lausnir til að taka á vandanum.Þurfa að tala af þekkingu Það er afspyrnuvont þegar sex mánaða uppgjör byggist á útgjaldadreifingu samkvæmt formúlunni fjárlög/12x6. Ávallt á að skoða stöðu stofnana miðað við greiðsluáætlun og dreifa fjárlögum miðað við útgjöld per mánuð. Hins vegar á að færa til tekjur reglulega yfir árið og forstöðumenn eiga að muna að ríkissjóður á sem sjaldnast að brúa bil útgjalda og sértekna vegna verkefna. Það verður að vera kristaltært og heimild fyrir því þegar það kemur til. Við frábiðjum okkur að heyra fréttir um stöðu ríkisstofnana sem eru jafn illa ígrundaðar og þær sem fjárlaganefnd Alþingis lagði fram nú í ágúst. Við eigum rétt á að þingmenn tali af þekkingu um málefni starfsmanna ríkisins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar