Óhefðbundin meðferð við Alzheimers heilabilun Sigmundur Guðbjarnarson skrifar 18. ágúst 2014 12:00 Einn erfiðasti sjúkdómur samtímans er Alzheimers heilabilun sem rænir fólk minni og minningum og getu til að sinna nauðsynlegum þörfum. Orsök sjúkdómsins er í raun ekki þekkt og engin lækning er við þessum sjúkdómi. Þekktasta kenningin er sú að prótein sem tengjast Alzheimers sjúkdómi hagi sér svipað og prion-prótein sem valda kúariðu (e. mad cow disease), kindariðu og Creutzfeld-Jakob-sjúkdómi í mönnum. Þessi Alzheimers prótein, sem nefnast beta-amyloid peptid og tau prótein, taka afbrigðilegt form og þvinga önnur prótein til að gera slíkt hið sama. Þessi prótein mynda klumpa og skaða taugafrumur. Þegar fólk greinist með Alzheimers sjúkdóm verða margir óttaslegnir og kvíðnir þegar þeir gera sér grein fyrir hvað er í vændum. Greining á sjúkdómnum er nú um stundir ekki til að bæta líðan sjúklinga, þvert á móti verður hún til að auka á kvíða einstaklinganna. Mikilvægt er að reyna að skilja eðli og orsök sjúkdómsins en sú þekking er enn þá ekki fyrir hendi þótt ýmsar tilgátur hafi komið fram.Hefðbundin lyfjameðferð við Alzheimers heilabilun.Sýnt hefur verið fram á að lyf sem hindra virkni acetylcholinesterase bæta ástand og sjúkdómseinkenni Alzheimers sjúklinga tímabundið. Lyfin sem eru notuð í dag við Alzheimers sjúkdómi leitast við að viðhalda eðlilegri starfsemi boðefna og viðtaka en þau lækna ekki heldur tefja framvindu sjúkdómsins. Lyf á markaði eru: Aricept (Donepizil), Exelon (Rivastigmine) og Razadyne (Galantamine). Þessi lyf eru notuð við mildu eða millistigsástandi en sum þeirra hafa óþægilegar aukaverkanir, ógleði, magaverki o.fl. Namenda (Memantine) er önnur lyfjategund sem er notuð í erfiðari tilfellum af Alzheimers sjúkdómi.Óhefðbundnar meðferðir við Alzheimers heilabilunÁ meðan ekki hefur fundist lækning við sjúkdómnum og lyfin hafa reynst frekar haldlítil en hafa oft óæskilegar aukaverkanir þá leita menn óhefðbundinna leiða. Ýmis náttúruefni hafa verið notuð en með mismunandi árangri en sjúklingurinn hefur engu að tapa. Hér verður bent á eina óhefðbundna meðferð: Kókosolía. Á síðustu árum hefur komið fram sú tilgáta að skert orkuvinnsla úr sykri (glúkósa) í orkuverum heilans eigi þátt í Alzheimers sjúkdómi en að ketónar, sem myndast við niðurbrot fituefna, geti þjónað sem orkugjafar í heila í stað sykurs. Hafa menn kannað áhrif fituefna sem hafa einkum meðallangar fitusýrur, svo sem kókoshnetuolíu (1), og einnig ketóna sem myndast við niðurbrot fitu, svo sem acetoacetate og beta hydroxy- butyrate (2-5). Mikill áhugi er á notkun kókosolíu við meðferð á Alzheimers sjúkdómi en þessi olía er fáanleg í matvöruverslunum. Það var læknir að nafni Mary T. Newport sem meðhöndlaði eiginmann sinn með þessari olíu en hann var illa haldinn af Alzheimers sjúkdómi (1). Hefðbundnar meðferðir höfðu ekki skilað árangri. Kókosolía inniheldur caprylsýru, sem er frekar stutt fitusýra sem er breytt í ketónefni við niðurbrot sem getur þjónað sem eldsneyti í heilanum, sem virðist ekki geta notað sykur til orkuvinnslu. Eftir nokkra mánuði batnaði ástand eiginmannsins verulega og hæfileiki til tjáningar og minnið batnaði einnig. Þessi meðferð hefur hjálpað mörgum sjúklingum með heilabilun en ekki öllum, enda getur verið um að ræða fleiri tegundir af heilabilun. Hversu mikið ætti sjúklingurinn að taka? Ef sjúklingurinn tekur of mikið í fyrstu þá getur hann fengið meltingartruflanir og niðurgang. Heppilegast er að byrja með því að taka eina teskeið af kókosolíu með mat og auka svo magnið hægt í viku eða lengur. Stefna að því að taka 4-6 matskeiðar á dag (eftir líkamsþyngd) deilt á 2-4 máltíðir. Áhrifin virðast mest eftir 90 mínútur og fjara út eftir um 3 klst. Er því nauðsyn að taka kókosolíuna reglulega yfir daginn. Nánari upplýsingar um notkun á kókosolíunni er að finna í heimild 1. Verið er að vinna að klínískum rannsóknum á áhrifum kókosolíu á Alzheimers sjúklinga en niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar enn þá. Hægt er að fylgjast með umfjöllun á netinu (1). Þetta meðferðarúrræði býður upp á nýja leið til að bæta líðan Alzheimers sjúklinga, draga úr minnistapi og gera þeim mögulegt að ná einhverjum bata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn erfiðasti sjúkdómur samtímans er Alzheimers heilabilun sem rænir fólk minni og minningum og getu til að sinna nauðsynlegum þörfum. Orsök sjúkdómsins er í raun ekki þekkt og engin lækning er við þessum sjúkdómi. Þekktasta kenningin er sú að prótein sem tengjast Alzheimers sjúkdómi hagi sér svipað og prion-prótein sem valda kúariðu (e. mad cow disease), kindariðu og Creutzfeld-Jakob-sjúkdómi í mönnum. Þessi Alzheimers prótein, sem nefnast beta-amyloid peptid og tau prótein, taka afbrigðilegt form og þvinga önnur prótein til að gera slíkt hið sama. Þessi prótein mynda klumpa og skaða taugafrumur. Þegar fólk greinist með Alzheimers sjúkdóm verða margir óttaslegnir og kvíðnir þegar þeir gera sér grein fyrir hvað er í vændum. Greining á sjúkdómnum er nú um stundir ekki til að bæta líðan sjúklinga, þvert á móti verður hún til að auka á kvíða einstaklinganna. Mikilvægt er að reyna að skilja eðli og orsök sjúkdómsins en sú þekking er enn þá ekki fyrir hendi þótt ýmsar tilgátur hafi komið fram.Hefðbundin lyfjameðferð við Alzheimers heilabilun.Sýnt hefur verið fram á að lyf sem hindra virkni acetylcholinesterase bæta ástand og sjúkdómseinkenni Alzheimers sjúklinga tímabundið. Lyfin sem eru notuð í dag við Alzheimers sjúkdómi leitast við að viðhalda eðlilegri starfsemi boðefna og viðtaka en þau lækna ekki heldur tefja framvindu sjúkdómsins. Lyf á markaði eru: Aricept (Donepizil), Exelon (Rivastigmine) og Razadyne (Galantamine). Þessi lyf eru notuð við mildu eða millistigsástandi en sum þeirra hafa óþægilegar aukaverkanir, ógleði, magaverki o.fl. Namenda (Memantine) er önnur lyfjategund sem er notuð í erfiðari tilfellum af Alzheimers sjúkdómi.Óhefðbundnar meðferðir við Alzheimers heilabilunÁ meðan ekki hefur fundist lækning við sjúkdómnum og lyfin hafa reynst frekar haldlítil en hafa oft óæskilegar aukaverkanir þá leita menn óhefðbundinna leiða. Ýmis náttúruefni hafa verið notuð en með mismunandi árangri en sjúklingurinn hefur engu að tapa. Hér verður bent á eina óhefðbundna meðferð: Kókosolía. Á síðustu árum hefur komið fram sú tilgáta að skert orkuvinnsla úr sykri (glúkósa) í orkuverum heilans eigi þátt í Alzheimers sjúkdómi en að ketónar, sem myndast við niðurbrot fituefna, geti þjónað sem orkugjafar í heila í stað sykurs. Hafa menn kannað áhrif fituefna sem hafa einkum meðallangar fitusýrur, svo sem kókoshnetuolíu (1), og einnig ketóna sem myndast við niðurbrot fitu, svo sem acetoacetate og beta hydroxy- butyrate (2-5). Mikill áhugi er á notkun kókosolíu við meðferð á Alzheimers sjúkdómi en þessi olía er fáanleg í matvöruverslunum. Það var læknir að nafni Mary T. Newport sem meðhöndlaði eiginmann sinn með þessari olíu en hann var illa haldinn af Alzheimers sjúkdómi (1). Hefðbundnar meðferðir höfðu ekki skilað árangri. Kókosolía inniheldur caprylsýru, sem er frekar stutt fitusýra sem er breytt í ketónefni við niðurbrot sem getur þjónað sem eldsneyti í heilanum, sem virðist ekki geta notað sykur til orkuvinnslu. Eftir nokkra mánuði batnaði ástand eiginmannsins verulega og hæfileiki til tjáningar og minnið batnaði einnig. Þessi meðferð hefur hjálpað mörgum sjúklingum með heilabilun en ekki öllum, enda getur verið um að ræða fleiri tegundir af heilabilun. Hversu mikið ætti sjúklingurinn að taka? Ef sjúklingurinn tekur of mikið í fyrstu þá getur hann fengið meltingartruflanir og niðurgang. Heppilegast er að byrja með því að taka eina teskeið af kókosolíu með mat og auka svo magnið hægt í viku eða lengur. Stefna að því að taka 4-6 matskeiðar á dag (eftir líkamsþyngd) deilt á 2-4 máltíðir. Áhrifin virðast mest eftir 90 mínútur og fjara út eftir um 3 klst. Er því nauðsyn að taka kókosolíuna reglulega yfir daginn. Nánari upplýsingar um notkun á kókosolíunni er að finna í heimild 1. Verið er að vinna að klínískum rannsóknum á áhrifum kókosolíu á Alzheimers sjúklinga en niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar enn þá. Hægt er að fylgjast með umfjöllun á netinu (1). Þetta meðferðarúrræði býður upp á nýja leið til að bæta líðan Alzheimers sjúklinga, draga úr minnistapi og gera þeim mögulegt að ná einhverjum bata.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar