Tryggjum öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu 16. ágúst 2014 07:00 Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun