Tvöföld utanríkispólitík 16. ágúst 2014 07:00 Rússar tilkynntu á dögunum um viðskiptatakmarkanir gegn efnahagsþvingunum vestrænna þjóða sem ákveðnar voru í refsingarskyni vegna Úkraínudeilunnar. Margir undruðust að Ísland skyldi ekki vera á þeim lista en aðrir fögnuðu og hugsuðu gott til glóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sá ástæðu til þess að kalla eftir skýringum á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Sumir hafa gefið í skyn að með þessu hafi formaðurinn verið að óska þess að Ísland færi á listann. Það eru útúrsnúningar eða sauðarleg fyndni. Full ástæða er til að velta þessari spurningu upp. Bent hefur verið á að rússnesk stjórnvöld kunni að hafa gleymt Íslandi eða að þau hafi einfaldlega ekki nennt að taka það með sakir smæðar. Þetta er ólíklegt en þó ekki hægt að útiloka. Hitt er enn langsóttari skýring að Rússar hafi með þessu ætlað að kljúfa raðir vestrænna þjóða. Ísland og hin vestnorrænu löndin eru of smá til þess. Líklegasta skýringin er sú sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kom með. Hann taldi fullvíst að sérstök utanríkispólitík forseta Íslands hefði ráðið úrslitum í þessu efni. Tvennt gerir þessa kenningu sennilega: Annað er að forsetinn var einkar glysmáll við Rússa fyrir Úkraínudeiluna; en samfelld kyrrðarstund hefur ríkt á Bessastöðum eftir innlimun Krímskagans. Hitt er að fáir þekkja betur til manngerðar forsetans og einkaframtaks hans á sviði utanríkismála en fyrrverandi utanríkisráðherra. Megi líta svo á að í ummælum Össurar Skarphéðinssonar felist svar við eðlilegri spurningu Katrínar Jakobsdóttur verður tæpast dregin önnur ályktun af því en sú að tvöfeldni Íslands í utanríkismálum hafi ráðið niðurstöðu Rússa.Góð eða vond Er þá eftir allt saman góður vísdómur fyrir litla þjóð að vera tvöföld í roðinu í samskiptum við aðrar þjóðir? Græðum við mest á því? Við getum að sönnu selt makríl áfram til Rússlands. En ekki er á vísan að róa með verð í helstu markaðslöndunum þegar bannþjóðirnar auka framboð sitt þar. Svo má ekki gleyma hinu að þegar til lengdar lætur eiga þeir sjaldnast hauka í horni sem beita fláræði í samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem verið hefur í fremstu röð sporgöngumanna forseta Íslands, tók með athyglisverðum hætti krók fyrir keldu á þeirri vegferð þegar kom að framferði Rússa gagnvart sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Utanríkisráðherra hefur þvertekið fyrir að ríkisstjórnin leiki tveimur skjöldum í þessu máli. Hann hefur staðið fast á fyrri ákvörðunum um samstöðu með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðherrann veit að langtímahagsmunir Íslands eru á evrópska efnahagssvæðinu. Í röðum þeirra sem styðja utanríkispólitík forseta Íslands hefur verið látið að því liggja að afstaða Rússa í Úkraínudeilunni byggi að hluta til á réttmætum sögulegum rökum. Það hefur ekki ruglað utanríkisráðherra í ríminu. Hann á því lof skilið fyrir að hafa haldið af skynsemi og einurð á þessu máli. Viðskiptaþvinganir eru alltaf tvíeggja sverð. En allt þetta mál sýnir að stöðugleiki í alþjóðamálum og friðsamleg sambúð eru forsendur frjálsra og óhindraðra viðskipta. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa skapað þessar forsendur í meira en hálfa öld í Evrópu. Nú þegar blikur eru á lofti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að halda samstöðunni um þær hugsjónir sem að baki því starfi búa.LýðræðishallinnSkýring Össurar Skarphéðinssonar á veru Íslands utan bannlista Rússa beinir athyglinni að öðrum þætti tvöfaldrar utanríkisstefnu þar sem ríkisstjórnin fer stundum sér og forsetinn sér. Það er lýðræðishallinn á þeirri skipan mála. Veigamikill þáttur í lýðræðislegri meðferð utanríkismála felst í umræðum, eftirliti og aðhaldi Alþingis með athöfnum utanríkisráðherra og samráðsskyldu hans við utanríkisnefnd. Þegar forseti Íslands fer fram með sérstaka utanríkispólitík sína er þessu eftirlits- og samráðshlutverki Alþingis aftur á móti vikið til hliðar. Annars vegar er utanríkispólitík ríkisstjórnar á hverjum tíma mótuð á lýðræðislegum grundvelli og háð lýðræðislegu eftirliti. Hins vegar er ógegnsæ utanríkispólitík bakherbergjanna utan við allt lýðræðislegt samráð og eftirlit. Að vísu þarf þetta ekki að vera svona. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á pólitík forsetans og getur fellt athafnir hans á því sviði undir lýðræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þessi sjónarmið um lýðræðishallann snúa jafnt að þeim sem eru hlynntir málstað forsetans og hinum sem eru á öndverðum meiði. Aðalatriðið er að hér er brotalöm í lýðræðislegri meðferð þessara mikilvægu mála sem huga þarf að. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur vikið sér undan að bæta hér úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Rússar tilkynntu á dögunum um viðskiptatakmarkanir gegn efnahagsþvingunum vestrænna þjóða sem ákveðnar voru í refsingarskyni vegna Úkraínudeilunnar. Margir undruðust að Ísland skyldi ekki vera á þeim lista en aðrir fögnuðu og hugsuðu gott til glóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sá ástæðu til þess að kalla eftir skýringum á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Sumir hafa gefið í skyn að með þessu hafi formaðurinn verið að óska þess að Ísland færi á listann. Það eru útúrsnúningar eða sauðarleg fyndni. Full ástæða er til að velta þessari spurningu upp. Bent hefur verið á að rússnesk stjórnvöld kunni að hafa gleymt Íslandi eða að þau hafi einfaldlega ekki nennt að taka það með sakir smæðar. Þetta er ólíklegt en þó ekki hægt að útiloka. Hitt er enn langsóttari skýring að Rússar hafi með þessu ætlað að kljúfa raðir vestrænna þjóða. Ísland og hin vestnorrænu löndin eru of smá til þess. Líklegasta skýringin er sú sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kom með. Hann taldi fullvíst að sérstök utanríkispólitík forseta Íslands hefði ráðið úrslitum í þessu efni. Tvennt gerir þessa kenningu sennilega: Annað er að forsetinn var einkar glysmáll við Rússa fyrir Úkraínudeiluna; en samfelld kyrrðarstund hefur ríkt á Bessastöðum eftir innlimun Krímskagans. Hitt er að fáir þekkja betur til manngerðar forsetans og einkaframtaks hans á sviði utanríkismála en fyrrverandi utanríkisráðherra. Megi líta svo á að í ummælum Össurar Skarphéðinssonar felist svar við eðlilegri spurningu Katrínar Jakobsdóttur verður tæpast dregin önnur ályktun af því en sú að tvöfeldni Íslands í utanríkismálum hafi ráðið niðurstöðu Rússa.Góð eða vond Er þá eftir allt saman góður vísdómur fyrir litla þjóð að vera tvöföld í roðinu í samskiptum við aðrar þjóðir? Græðum við mest á því? Við getum að sönnu selt makríl áfram til Rússlands. En ekki er á vísan að róa með verð í helstu markaðslöndunum þegar bannþjóðirnar auka framboð sitt þar. Svo má ekki gleyma hinu að þegar til lengdar lætur eiga þeir sjaldnast hauka í horni sem beita fláræði í samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem verið hefur í fremstu röð sporgöngumanna forseta Íslands, tók með athyglisverðum hætti krók fyrir keldu á þeirri vegferð þegar kom að framferði Rússa gagnvart sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Utanríkisráðherra hefur þvertekið fyrir að ríkisstjórnin leiki tveimur skjöldum í þessu máli. Hann hefur staðið fast á fyrri ákvörðunum um samstöðu með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðherrann veit að langtímahagsmunir Íslands eru á evrópska efnahagssvæðinu. Í röðum þeirra sem styðja utanríkispólitík forseta Íslands hefur verið látið að því liggja að afstaða Rússa í Úkraínudeilunni byggi að hluta til á réttmætum sögulegum rökum. Það hefur ekki ruglað utanríkisráðherra í ríminu. Hann á því lof skilið fyrir að hafa haldið af skynsemi og einurð á þessu máli. Viðskiptaþvinganir eru alltaf tvíeggja sverð. En allt þetta mál sýnir að stöðugleiki í alþjóðamálum og friðsamleg sambúð eru forsendur frjálsra og óhindraðra viðskipta. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa skapað þessar forsendur í meira en hálfa öld í Evrópu. Nú þegar blikur eru á lofti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að halda samstöðunni um þær hugsjónir sem að baki því starfi búa.LýðræðishallinnSkýring Össurar Skarphéðinssonar á veru Íslands utan bannlista Rússa beinir athyglinni að öðrum þætti tvöfaldrar utanríkisstefnu þar sem ríkisstjórnin fer stundum sér og forsetinn sér. Það er lýðræðishallinn á þeirri skipan mála. Veigamikill þáttur í lýðræðislegri meðferð utanríkismála felst í umræðum, eftirliti og aðhaldi Alþingis með athöfnum utanríkisráðherra og samráðsskyldu hans við utanríkisnefnd. Þegar forseti Íslands fer fram með sérstaka utanríkispólitík sína er þessu eftirlits- og samráðshlutverki Alþingis aftur á móti vikið til hliðar. Annars vegar er utanríkispólitík ríkisstjórnar á hverjum tíma mótuð á lýðræðislegum grundvelli og háð lýðræðislegu eftirliti. Hins vegar er ógegnsæ utanríkispólitík bakherbergjanna utan við allt lýðræðislegt samráð og eftirlit. Að vísu þarf þetta ekki að vera svona. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á pólitík forsetans og getur fellt athafnir hans á því sviði undir lýðræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þessi sjónarmið um lýðræðishallann snúa jafnt að þeim sem eru hlynntir málstað forsetans og hinum sem eru á öndverðum meiði. Aðalatriðið er að hér er brotalöm í lýðræðislegri meðferð þessara mikilvægu mála sem huga þarf að. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur vikið sér undan að bæta hér úr.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun