Elsku bíll, viltu stoppa fyrir mig? 16. ágúst 2014 07:00 Þessa litlu setningu mælti tæplega þriggja ára dóttir mín á heimleið úr leikskólanum í gærdag og bætti við: „Mamma, bílarnir eru svo margir og þeir nenna ekki að stoppa fyrir okkur.“ Við fjölskyldan búum í Smárahverfinu í Kópavogi en gatan Dalsmári liggur í gegnum hverfið. Við þessa tilteknu götu er meðal annars stór 150 barna leikskóli – Leikskólinn Lækur (sem áður var tveir leikskólar og einn gæsluvöllur) – og grunnskólinn Smáraskóli. Gatan er merkt sem „30 gata“ en það heyrir til undantekninga að bílar keyri á löglegum hraða þar um. Nú styttist óðum í skólabyrjun og börnin í neðri hluta hverfisins þurfa að fara yfir götuna til að komast í skólann, en undirgöng liggja að honum frá efri hluta þess. Gatan fyllist bráðum af nýjum vegfarendum, sem til þessa hafa tilheyrt tiltölulega vernduðu umhverfi leikskólanna og fá nú að spreyta sig á nýjum slóðum. Slóðum sem okkur öllum ber skylda að kenna þeim á og vernda. Okkur finnst gott að búa í Kópavogsdalnum í nálægð við skemmtileg útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. Lækurinn og andapollurinn eru rétt hjá okkur, sem og göngu- og hjólaleiðir sem liggja til allra átta. Þegar við viljum njóta þess sem dalurinn hefur upp á að bjóða eða þegar við förum fótgangandi með börnin í eða úr leikskólanum komumst við ekki hjá því að ganga yfir þessa miklu umferðargötu sem Dalsmárinn í raun er. Við hjónin leggjum mikið upp úr umferðaröryggi og höfum kennt börnunum okkar tveimur umferðarreglurnar með góðri hjálp frá Krökkunum í Kátugötu, en þar er um að ræða bækur gefnar út af Samgöngustofu sem öll börn á leikskólaaldri fá sendar. Börnin eru fimm og þriggja ára og kunna umferðarreglurnar betur en margir fullorðnir vegfarendur – betur en mjög margir reyndar. Það vantar ekki merkingar við götuna, svo ekki er við Kópavogsbæ að sakast. Það eru þrengingar við báða enda götunnar þar sem hámarkshraði er tilgreindur, það eru nokkrar hraðahindranir og gangbrautir, sem eru merktar með viðeigandi umferðarskiltum. Ég hef haft samband við lögregluna og umferðarhraðinn hefur verið mældur þarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir hraðasektir, fjölda gangandi vegfarenda og börn að leik við götuna halda bílstjórar áfram að keyra allt, allt of hratt í gegnum hverfið. Kannski eru margir að verða of seinir í ræktina, á tennis- eða íþróttaæfingu, en öll umferð í Sporthúsið, Tennishöllina í Kópavogi og Knattspyrnuhöllina Fífuna fer um Dalsmárann. Foreldrar eru jafnvel orðnir of seinir að sækja börnin í leikskólann, skólann eða á íþróttaæfingar. Viljum við ekki frekar mæta 1-2 mínútum of seint en að ógna öryggi gangandi vegfarenda og barnanna okkar? Þótt einhverjir séu að verða of seinir til að sinna erindum sínum held ég hins vegar að dóttir mín hafi naglann á höfuðið, og ég endurtek að hún er ekki orðin þriggja ára, fólk nennir einfaldlega ekki að stoppa við gangbrautir! Það er einlæg ósk mín og barnanna minna að þú, kæri bílstjóri, hægir á þér á leið þinni um hverfið okkar og stoppir fyrir okkur við gangbrautirnar. Og ekki bara á þessum stað, heldur alls staðar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa litlu setningu mælti tæplega þriggja ára dóttir mín á heimleið úr leikskólanum í gærdag og bætti við: „Mamma, bílarnir eru svo margir og þeir nenna ekki að stoppa fyrir okkur.“ Við fjölskyldan búum í Smárahverfinu í Kópavogi en gatan Dalsmári liggur í gegnum hverfið. Við þessa tilteknu götu er meðal annars stór 150 barna leikskóli – Leikskólinn Lækur (sem áður var tveir leikskólar og einn gæsluvöllur) – og grunnskólinn Smáraskóli. Gatan er merkt sem „30 gata“ en það heyrir til undantekninga að bílar keyri á löglegum hraða þar um. Nú styttist óðum í skólabyrjun og börnin í neðri hluta hverfisins þurfa að fara yfir götuna til að komast í skólann, en undirgöng liggja að honum frá efri hluta þess. Gatan fyllist bráðum af nýjum vegfarendum, sem til þessa hafa tilheyrt tiltölulega vernduðu umhverfi leikskólanna og fá nú að spreyta sig á nýjum slóðum. Slóðum sem okkur öllum ber skylda að kenna þeim á og vernda. Okkur finnst gott að búa í Kópavogsdalnum í nálægð við skemmtileg útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. Lækurinn og andapollurinn eru rétt hjá okkur, sem og göngu- og hjólaleiðir sem liggja til allra átta. Þegar við viljum njóta þess sem dalurinn hefur upp á að bjóða eða þegar við förum fótgangandi með börnin í eða úr leikskólanum komumst við ekki hjá því að ganga yfir þessa miklu umferðargötu sem Dalsmárinn í raun er. Við hjónin leggjum mikið upp úr umferðaröryggi og höfum kennt börnunum okkar tveimur umferðarreglurnar með góðri hjálp frá Krökkunum í Kátugötu, en þar er um að ræða bækur gefnar út af Samgöngustofu sem öll börn á leikskólaaldri fá sendar. Börnin eru fimm og þriggja ára og kunna umferðarreglurnar betur en margir fullorðnir vegfarendur – betur en mjög margir reyndar. Það vantar ekki merkingar við götuna, svo ekki er við Kópavogsbæ að sakast. Það eru þrengingar við báða enda götunnar þar sem hámarkshraði er tilgreindur, það eru nokkrar hraðahindranir og gangbrautir, sem eru merktar með viðeigandi umferðarskiltum. Ég hef haft samband við lögregluna og umferðarhraðinn hefur verið mældur þarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir hraðasektir, fjölda gangandi vegfarenda og börn að leik við götuna halda bílstjórar áfram að keyra allt, allt of hratt í gegnum hverfið. Kannski eru margir að verða of seinir í ræktina, á tennis- eða íþróttaæfingu, en öll umferð í Sporthúsið, Tennishöllina í Kópavogi og Knattspyrnuhöllina Fífuna fer um Dalsmárann. Foreldrar eru jafnvel orðnir of seinir að sækja börnin í leikskólann, skólann eða á íþróttaæfingar. Viljum við ekki frekar mæta 1-2 mínútum of seint en að ógna öryggi gangandi vegfarenda og barnanna okkar? Þótt einhverjir séu að verða of seinir til að sinna erindum sínum held ég hins vegar að dóttir mín hafi naglann á höfuðið, og ég endurtek að hún er ekki orðin þriggja ára, fólk nennir einfaldlega ekki að stoppa við gangbrautir! Það er einlæg ósk mín og barnanna minna að þú, kæri bílstjóri, hægir á þér á leið þinni um hverfið okkar og stoppir fyrir okkur við gangbrautirnar. Og ekki bara á þessum stað, heldur alls staðar!
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun