Au pair – "jafnfætis“? Karen J. Klint (Danmörku), Sonja Mandt (Noregi), Christer Adelsbo (Svíþjóð) og Christian Beijar (Álandi) og Eeva-Johanna Eloranta (Finnlandi) skrifa 15. ágúst 2014 13:00 Mansal, misnotkun á ódýru vinnuafli og kynferðisleg áreitni. Norðurlöndin verða að vinna saman til að bjarga Au pair-kerfinu. Upprunalegi tilgangurinn með Au pair-kerfinu voru menningarsamskipti. Að ungt fólk fengi tækifæri til að halda út í hinn stóra heim til að vinna í stuttan tíma. Yfirleitt við að gæta barna eða sjá um heimilisstörf. Þannig gæti viðkomandi lært nýtt tungumál og kynnst nýrri menningu og hið sama gæti átt við móttökufjölskylduna. Au pair er franska og þýðir „jafnfætis“ eða „jöfn“. Með öðrum orðum þá er þeim sem ræður sig sem au pair og þeim sem ræður viðkomandi ætlað að mætast á jafnréttisgrundvelli til að vinna saman, deila reynslu sinni og ekki síst njóta ánægjulegra og lærdómsríkra samskipta þvert á menningarheima. Nú um stundir eru þess fjölmörg dæmi að konur frá fátækum heimshlutum yfirgefa fjölskyldur sínar og heimalönd til að vinna í láglaunastörfum á Vesturlöndum, meðal annars við að gæta bús og barna. Þessar konur hafna í sérstaklega viðkvæmri stöðu, þegar þær ráða sig sem au pair í ókunnu landi, þúsundir kílómetra frá heimalandi sínu og fjölskyldu. Þær hafa ekkert tengslanet, kunna ekki tungumálið, þekkja ekki lög og siði samfélagsins og eru í raun og veru algerlega upp á náð og miskunn móttökufjölskyldunnar komnar.Góðu reynslusögurnar færri Rétt er að undirstrika að auðvitað upplifa ekki allar konur sem ráða sig sem au pair illa meðferð eða misnotkun. Sem betur fer eru einnig til góðar reynslusögur. En á Norðurlöndunum bendir ýmislegt til að góðu reynslusögurnar af au pair-ráðningum verði færri og færri með hverju árinu. Upprunalega forsendan um jafnstöðu, eðlilegt vinnu- og launasamband og uppfræðslu á menningarheimum hvort annars hefur í dag vikið fyrir misnotkun á ódýru vinnuafli, kynferðislegri áreitni og móttökufjölskyldum sem reyna að misnota Au pair-kerfið eins og mögulegt er. „Jafnfætis“ hefur breyst í herra- og þrælasamband. Einföld leit á Google með „au pair“ og „seksuel undnyttelse“ sýnir svo ekki verður um villst, að við þurfum skýrari lög og samræmdar reglur á Norðurlöndunum um Au pair-kerfið til að tryggja stöðu þeirra sem þar starfa. Hvert tilfellið á fætur öðru birtist okkur þar sem ungum au pair-stúlkum er nauðgað eða þær misnotaðar kynferðislega af „karlinum á heimilinu“.Leita ekki til lögreglu Á síðustu árum hefur au pair-stúlkum, sem venjulega vinna hjá barnafjölskyldum, fjölgað gríðarlega á Norðurlöndunum. Í allt of mörgum tilfellum eru launin afar lág og vinnuskilyrðin ekki í samræmi við reglur viðkomandi lands. Au pair-stúlkurnar lenda í því að þurfa að vinna mun fleiri tíma en samningur þeirra segir til um og réttindi þeirra eru ekki virt af móttökufjölskyldunni. Sama mynstur á sér stað á öllum Norðurlöndunum og verður sífellt algengara. Í Au pair-miðstöð Norsk Folkhjelp í Noregi fjölgar til að mynda stöðugt þeim au pair-stúlkum sem leita eftir hjálp og ráðgjöf. Yfirleitt snúast málin um vanefndir á vinnusamningum eða kynferðislega misnotkun. Í miðstöðinni verða menn varir við að au pair-stúlkurnar þora ekki að leita til lögreglunnar eða réttra yfirvalda, m.a. af ótta við brottvísun úr landinu.Til bjargar Au pair-kerfinu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja ekki og munu ekki sætta sig við að einstaklingar sem koma frá fátækum löndum og úr erfiðum aðstæðum verði misnotaðir með þessum hætti. Við eigum ekki að láta það viðgangast að það finnist móttökufjölskyldur sem leita allra leiða til að misnota Au pair-kerfið til eigin hagsbóta. Að au pair-stúlkur séu látnar vinna meira en þær fá greitt fyrir og að þær í verstu tilfellum séu misnotaðar kynferðislega. Að „jafnfætis“ og „menningarsamskiptum“ verði árið 2014 breytt í mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Nú skulum við á Norðurlöndunum gera það sem við erum þekkt fyrir og sem við erum góð í; að vinna saman og vera fánaberar fyrir góð, heilbrigð og nytsamleg verkefni sem gagnast öllum. Í því skyni höfum við lagt fram tillögu um að Norðurlöndin bregðist þegar við og taki höndum saman um að bjarga Au pair-kerfinu. Þannig tryggjum við að þar geti enginn misnotað veika stöðu annars – hvorki efnahagslega, andlega né kynferðislega. Þannig að við mætumst öll á jafnræðisgrunni – jafnfætis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Mansal, misnotkun á ódýru vinnuafli og kynferðisleg áreitni. Norðurlöndin verða að vinna saman til að bjarga Au pair-kerfinu. Upprunalegi tilgangurinn með Au pair-kerfinu voru menningarsamskipti. Að ungt fólk fengi tækifæri til að halda út í hinn stóra heim til að vinna í stuttan tíma. Yfirleitt við að gæta barna eða sjá um heimilisstörf. Þannig gæti viðkomandi lært nýtt tungumál og kynnst nýrri menningu og hið sama gæti átt við móttökufjölskylduna. Au pair er franska og þýðir „jafnfætis“ eða „jöfn“. Með öðrum orðum þá er þeim sem ræður sig sem au pair og þeim sem ræður viðkomandi ætlað að mætast á jafnréttisgrundvelli til að vinna saman, deila reynslu sinni og ekki síst njóta ánægjulegra og lærdómsríkra samskipta þvert á menningarheima. Nú um stundir eru þess fjölmörg dæmi að konur frá fátækum heimshlutum yfirgefa fjölskyldur sínar og heimalönd til að vinna í láglaunastörfum á Vesturlöndum, meðal annars við að gæta bús og barna. Þessar konur hafna í sérstaklega viðkvæmri stöðu, þegar þær ráða sig sem au pair í ókunnu landi, þúsundir kílómetra frá heimalandi sínu og fjölskyldu. Þær hafa ekkert tengslanet, kunna ekki tungumálið, þekkja ekki lög og siði samfélagsins og eru í raun og veru algerlega upp á náð og miskunn móttökufjölskyldunnar komnar.Góðu reynslusögurnar færri Rétt er að undirstrika að auðvitað upplifa ekki allar konur sem ráða sig sem au pair illa meðferð eða misnotkun. Sem betur fer eru einnig til góðar reynslusögur. En á Norðurlöndunum bendir ýmislegt til að góðu reynslusögurnar af au pair-ráðningum verði færri og færri með hverju árinu. Upprunalega forsendan um jafnstöðu, eðlilegt vinnu- og launasamband og uppfræðslu á menningarheimum hvort annars hefur í dag vikið fyrir misnotkun á ódýru vinnuafli, kynferðislegri áreitni og móttökufjölskyldum sem reyna að misnota Au pair-kerfið eins og mögulegt er. „Jafnfætis“ hefur breyst í herra- og þrælasamband. Einföld leit á Google með „au pair“ og „seksuel undnyttelse“ sýnir svo ekki verður um villst, að við þurfum skýrari lög og samræmdar reglur á Norðurlöndunum um Au pair-kerfið til að tryggja stöðu þeirra sem þar starfa. Hvert tilfellið á fætur öðru birtist okkur þar sem ungum au pair-stúlkum er nauðgað eða þær misnotaðar kynferðislega af „karlinum á heimilinu“.Leita ekki til lögreglu Á síðustu árum hefur au pair-stúlkum, sem venjulega vinna hjá barnafjölskyldum, fjölgað gríðarlega á Norðurlöndunum. Í allt of mörgum tilfellum eru launin afar lág og vinnuskilyrðin ekki í samræmi við reglur viðkomandi lands. Au pair-stúlkurnar lenda í því að þurfa að vinna mun fleiri tíma en samningur þeirra segir til um og réttindi þeirra eru ekki virt af móttökufjölskyldunni. Sama mynstur á sér stað á öllum Norðurlöndunum og verður sífellt algengara. Í Au pair-miðstöð Norsk Folkhjelp í Noregi fjölgar til að mynda stöðugt þeim au pair-stúlkum sem leita eftir hjálp og ráðgjöf. Yfirleitt snúast málin um vanefndir á vinnusamningum eða kynferðislega misnotkun. Í miðstöðinni verða menn varir við að au pair-stúlkurnar þora ekki að leita til lögreglunnar eða réttra yfirvalda, m.a. af ótta við brottvísun úr landinu.Til bjargar Au pair-kerfinu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja ekki og munu ekki sætta sig við að einstaklingar sem koma frá fátækum löndum og úr erfiðum aðstæðum verði misnotaðir með þessum hætti. Við eigum ekki að láta það viðgangast að það finnist móttökufjölskyldur sem leita allra leiða til að misnota Au pair-kerfið til eigin hagsbóta. Að au pair-stúlkur séu látnar vinna meira en þær fá greitt fyrir og að þær í verstu tilfellum séu misnotaðar kynferðislega. Að „jafnfætis“ og „menningarsamskiptum“ verði árið 2014 breytt í mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Nú skulum við á Norðurlöndunum gera það sem við erum þekkt fyrir og sem við erum góð í; að vinna saman og vera fánaberar fyrir góð, heilbrigð og nytsamleg verkefni sem gagnast öllum. Í því skyni höfum við lagt fram tillögu um að Norðurlöndin bregðist þegar við og taki höndum saman um að bjarga Au pair-kerfinu. Þannig tryggjum við að þar geti enginn misnotað veika stöðu annars – hvorki efnahagslega, andlega né kynferðislega. Þannig að við mætumst öll á jafnræðisgrunni – jafnfætis!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar