Dásamleg læknisþjónusta Drifa Kristjánsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 06:00 Nú get ég ekki orða bundist. Ég hef alltaf verið full aðdáunar á læknum og hjúkrunarfólki á Íslandi. Þessa dagana fæ ég að fylgjast með störfum þeirra í návígi og ekki minnkar aðdáun mín. Fyrir stuttu greindist eiginmaður minn með mjög erfiðan lífshættulegan sjúkdóm. Hann var strax lagður inn á Landspítala háskólasjúkrahús og meðferð hafin án tafar. Augljóst var að læknar vissu hvað þeir yrðu að gera og þeir brugðust hiklaust við og hófu sína vinnu við að berjast við óvininn. Færni þeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgnin alger og eiginmaður minn nýtur stöðugra rannsókna mörgum sinnum á dag. Meðferð lækna virðist stýrast af líkamlegum styrk hans eða veikleika. Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóðflögur og séð um sýkingavarnir. Allt eins og niðurstaða rannsókna gefur tilefni til að bregðast við hverju sinni. Ég skynja vel að meðferðarteymið veit nákvæmlega hvað það er að gera og hikar aldrei í sinni vinnu. Ég er svo þakklát fyrir hæfni þessa fólks og eftirfylgni þess við að freista þess að vinna bug á sjúkdómnum. Því finnst mér svo sorglegt að hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöllun stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnað og niðurskurð. Við heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigðiskerfisins. Formaður fjárlaganefndar alþingis hefur hafið upp raust sína og skammar stofnanir fyrir að fara yfir fjárheimildir sínar og einstaka nefndarmenn hafa fylgt í kjölfarið. Ég þakka fyrir þá þjónustu sem við erum að fá núna og að yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna meðferð vegna þess að það megi ekki kosta of mikið að koma fólki til bjargar. Ég er ekki hissa þegar ég heyri í fréttum að meðalaldur læknastéttarinnar sé að hækka. Ungir læknar hafa miklu meiri tækifæri erlendis, miklu betri laun og auðvitað veigra þeir sér við því að koma heim að námi loknu. Hér er umræðan neikvæð og eilíft þvarg um að kostnaðurinn sé of mikill. Fjárframlögin allt of lág, allt skorið við nögl. Alþingi skammtar allt of naumt og svo er fólk skammað fyrir yfirkeyrslu. Ég varð bara að koma þessu á framfæri og bið nú þá sem eiga að stjórna málum hér að fara að gera það á uppbyggilegan hátt og með virðingu fyrir því góða starfi sem unnið er um allt í samfélagi okkar. Hættið niðurrifstali og neikvæðni. Stöndum með og styðjum við vel unnin og óeigingjörn störf lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landspítala háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru. Við eigum þessu fólki mikið að þakka. Það á að fá hrós og klapp á bakið en ekki neikvæða og hundleiðinlega umfjöllun. Hjartans þakkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist. Ég hef alltaf verið full aðdáunar á læknum og hjúkrunarfólki á Íslandi. Þessa dagana fæ ég að fylgjast með störfum þeirra í návígi og ekki minnkar aðdáun mín. Fyrir stuttu greindist eiginmaður minn með mjög erfiðan lífshættulegan sjúkdóm. Hann var strax lagður inn á Landspítala háskólasjúkrahús og meðferð hafin án tafar. Augljóst var að læknar vissu hvað þeir yrðu að gera og þeir brugðust hiklaust við og hófu sína vinnu við að berjast við óvininn. Færni þeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgnin alger og eiginmaður minn nýtur stöðugra rannsókna mörgum sinnum á dag. Meðferð lækna virðist stýrast af líkamlegum styrk hans eða veikleika. Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóðflögur og séð um sýkingavarnir. Allt eins og niðurstaða rannsókna gefur tilefni til að bregðast við hverju sinni. Ég skynja vel að meðferðarteymið veit nákvæmlega hvað það er að gera og hikar aldrei í sinni vinnu. Ég er svo þakklát fyrir hæfni þessa fólks og eftirfylgni þess við að freista þess að vinna bug á sjúkdómnum. Því finnst mér svo sorglegt að hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöllun stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnað og niðurskurð. Við heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigðiskerfisins. Formaður fjárlaganefndar alþingis hefur hafið upp raust sína og skammar stofnanir fyrir að fara yfir fjárheimildir sínar og einstaka nefndarmenn hafa fylgt í kjölfarið. Ég þakka fyrir þá þjónustu sem við erum að fá núna og að yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna meðferð vegna þess að það megi ekki kosta of mikið að koma fólki til bjargar. Ég er ekki hissa þegar ég heyri í fréttum að meðalaldur læknastéttarinnar sé að hækka. Ungir læknar hafa miklu meiri tækifæri erlendis, miklu betri laun og auðvitað veigra þeir sér við því að koma heim að námi loknu. Hér er umræðan neikvæð og eilíft þvarg um að kostnaðurinn sé of mikill. Fjárframlögin allt of lág, allt skorið við nögl. Alþingi skammtar allt of naumt og svo er fólk skammað fyrir yfirkeyrslu. Ég varð bara að koma þessu á framfæri og bið nú þá sem eiga að stjórna málum hér að fara að gera það á uppbyggilegan hátt og með virðingu fyrir því góða starfi sem unnið er um allt í samfélagi okkar. Hættið niðurrifstali og neikvæðni. Stöndum með og styðjum við vel unnin og óeigingjörn störf lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landspítala háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru. Við eigum þessu fólki mikið að þakka. Það á að fá hrós og klapp á bakið en ekki neikvæða og hundleiðinlega umfjöllun. Hjartans þakkir.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun