Um alhæfingar um íslam og kristindóm Bjarni Randver Sigurvinsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Málefnaleg umræða um hvað múslimar eiga sameiginlegt með kristnum og hvað þá greinir á um í trúarefnum er af hinu góða. Alhæfingar um menningarhefðir trúarbragða í öllum sínum fjölbreytilegu birtingarmyndum geta þó reynst vandasamar. Grein eftir Stefán Karlsson birtist í blaðinu 28. júlí þar sem skýr greinarmunur er gerður á guðsmynd kristindóms og íslams. Að mati Stefáns einkennist guðsmynd íslams af kærleikssnauðri lögmálshyggju sem leiðir sjálfkrafa af sér guðræðislegt stjórnfyrirkomulag íslamista en guðsmynd kristindóms er kærleikur. Taka má undir gagnrýni Stefáns á guðræði og guðsmynd kærleikssnauðrar lögmálshyggju en alhæfingar hans um íslam geta allt eins átt við um ýmsar birtingarmyndir kristindóms og alhæfingar hans um kristindóm geta allt eins átt við um ýmsar birtingarmyndir íslams. Stefán virðist aðeins ræða um kristindóm út frá einni birtingarmynd hans, frjálslyndri lúterskri þjóðkirkju.Margvíslegar guðsmyndir Þó svo að eingyðistrú sé meginatriði í helstu ritum Biblíunnar eru guðsmyndirnar þar margvíslegar. Sömu sögu er að segja af hinum ýmsu greinum kristindóms, þær túlka hlutina hver með sínum hætti innan sinnar hefðar. Í forútvalningarkenningu kalvínismans, svo dæmi sé tekið, má finna hliðstæðu við þann almáttuga lögmálsguð sem Stefán lýsir sem íslömskum og er sagður æðsti löggjafinn sem gefur ströng fyrirmæli um hvernig haga beri lífinu. Samkvæmt henni hefur Guð fyrir fram ákveðið hverjir verða hólpnir og hverjir glatast og getur enginn haft þar áhrif. Aðeins vinnusemi, meinlæti og guðrækni geta bent til velþóknunar Guðs. Í íslam getur Guð allt eins verið kærleikur eins og í kristindómi. Á það er lögð áhersla í gegnum allan Kóraninn að Guð sé náðugur og miskunnsamur og vilji umfram allt fyrirgefa. Mannslífið sé svo dýrmætt að hver sem bjargi einu skuli vera svo metinn sem hann hafi bjargað gjörvöllu mannkyni. Stefán heldur því fram að ólíkt kristindómi leggi íslam mikið upp úr ytri hegðun og reglum en í raun er enginn skortur á slíkum stefnum innan kristindóms. Það er samt rétt að múslimar andmæla seint siðferðiskröfum sem þeir telja guðlega tilskipun og finna má texta í Kóraninum sem reynst geta vandamál eftir því hvernig þeir eru túlkaðir. Meðal þeirra siðferðisgilda sem kristindómurinn hefur gert að sínum eru boð Jesú Krists um að elska beri náungann eins og sjálfan sig og koma beri fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan. Undir þetta eiga múslimar að geta tekið enda viðurkenna þeir Jesúm sem spámann og leggja sjálfir áherslu á að í Kóraninum kjósi Guð ávallt fremur að fyrirgefa en refsa. Stefán gengur út frá því að í kristindómi séu trúarbrögð og stjórnmál aðgreind enda varði trú ekki efnisheiminn. Samt hefur það sjónarmið lengi haft vægi innan trúarbragðafræða að trúarbrögð séu í senn félagsleg og pólitísk, enda snúist þau um líf manna og siðræna einingu samfélagsins. Út frá slíkum forsendum er aðgreining trúar og trúarbragða frá veraldlegum efnisheimi mýta.Misheilbrigðar birtingarmyndir Pólitískar birtingarmyndir trúarbragða geta þó reynst misheilbrigðar. Guðræði er óheilbrigt vegna þess að það getur aldrei orðið annað en alræðissinnað mannræði og ígildi guðdóms eins og Stefán bendir réttilega á. Íslamistar eru samt ekki einir um að hafa reynt að koma á guðræði. Það hafa ýmsar kristnar hreyfingar líka reynt, m.a. í siðbreytingunni. Það sem raunverulega aðgreinir þessi trúarbrögð er túlkun þeirra á því með hvaða hætti Guð hafi mætt manninum í Jesú Kristi. Í táknfræði postullegs kristindóms eins og hún birtist hjá helstu kirkjudeildunum er áherslan á guðdóm Jesú, fagnaðarerindið, krossinn og upprisuna. Fyrir múslimum er Jesús hins vegar aðeins spámaður. Í kristinni trú er Jesús sjálft orð Guðs en ritsafn Biblíunnar í öllum sínum bókmenntalega fjölbreytileika er mannaverk. Í íslam er Kóraninn sjálft orð Guðs. Það gildir þó hið sama um þessi og öll önnur helgirit, þau þarf að túlka og þar er enginn skortur á álitaefnum og ágreiningsefnum. Hófsamir geta hæglega vísað í þau máli sínu til stuðnings um ágæti sinnar trúar og öfgamenn líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Málefnaleg umræða um hvað múslimar eiga sameiginlegt með kristnum og hvað þá greinir á um í trúarefnum er af hinu góða. Alhæfingar um menningarhefðir trúarbragða í öllum sínum fjölbreytilegu birtingarmyndum geta þó reynst vandasamar. Grein eftir Stefán Karlsson birtist í blaðinu 28. júlí þar sem skýr greinarmunur er gerður á guðsmynd kristindóms og íslams. Að mati Stefáns einkennist guðsmynd íslams af kærleikssnauðri lögmálshyggju sem leiðir sjálfkrafa af sér guðræðislegt stjórnfyrirkomulag íslamista en guðsmynd kristindóms er kærleikur. Taka má undir gagnrýni Stefáns á guðræði og guðsmynd kærleikssnauðrar lögmálshyggju en alhæfingar hans um íslam geta allt eins átt við um ýmsar birtingarmyndir kristindóms og alhæfingar hans um kristindóm geta allt eins átt við um ýmsar birtingarmyndir íslams. Stefán virðist aðeins ræða um kristindóm út frá einni birtingarmynd hans, frjálslyndri lúterskri þjóðkirkju.Margvíslegar guðsmyndir Þó svo að eingyðistrú sé meginatriði í helstu ritum Biblíunnar eru guðsmyndirnar þar margvíslegar. Sömu sögu er að segja af hinum ýmsu greinum kristindóms, þær túlka hlutina hver með sínum hætti innan sinnar hefðar. Í forútvalningarkenningu kalvínismans, svo dæmi sé tekið, má finna hliðstæðu við þann almáttuga lögmálsguð sem Stefán lýsir sem íslömskum og er sagður æðsti löggjafinn sem gefur ströng fyrirmæli um hvernig haga beri lífinu. Samkvæmt henni hefur Guð fyrir fram ákveðið hverjir verða hólpnir og hverjir glatast og getur enginn haft þar áhrif. Aðeins vinnusemi, meinlæti og guðrækni geta bent til velþóknunar Guðs. Í íslam getur Guð allt eins verið kærleikur eins og í kristindómi. Á það er lögð áhersla í gegnum allan Kóraninn að Guð sé náðugur og miskunnsamur og vilji umfram allt fyrirgefa. Mannslífið sé svo dýrmætt að hver sem bjargi einu skuli vera svo metinn sem hann hafi bjargað gjörvöllu mannkyni. Stefán heldur því fram að ólíkt kristindómi leggi íslam mikið upp úr ytri hegðun og reglum en í raun er enginn skortur á slíkum stefnum innan kristindóms. Það er samt rétt að múslimar andmæla seint siðferðiskröfum sem þeir telja guðlega tilskipun og finna má texta í Kóraninum sem reynst geta vandamál eftir því hvernig þeir eru túlkaðir. Meðal þeirra siðferðisgilda sem kristindómurinn hefur gert að sínum eru boð Jesú Krists um að elska beri náungann eins og sjálfan sig og koma beri fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan. Undir þetta eiga múslimar að geta tekið enda viðurkenna þeir Jesúm sem spámann og leggja sjálfir áherslu á að í Kóraninum kjósi Guð ávallt fremur að fyrirgefa en refsa. Stefán gengur út frá því að í kristindómi séu trúarbrögð og stjórnmál aðgreind enda varði trú ekki efnisheiminn. Samt hefur það sjónarmið lengi haft vægi innan trúarbragðafræða að trúarbrögð séu í senn félagsleg og pólitísk, enda snúist þau um líf manna og siðræna einingu samfélagsins. Út frá slíkum forsendum er aðgreining trúar og trúarbragða frá veraldlegum efnisheimi mýta.Misheilbrigðar birtingarmyndir Pólitískar birtingarmyndir trúarbragða geta þó reynst misheilbrigðar. Guðræði er óheilbrigt vegna þess að það getur aldrei orðið annað en alræðissinnað mannræði og ígildi guðdóms eins og Stefán bendir réttilega á. Íslamistar eru samt ekki einir um að hafa reynt að koma á guðræði. Það hafa ýmsar kristnar hreyfingar líka reynt, m.a. í siðbreytingunni. Það sem raunverulega aðgreinir þessi trúarbrögð er túlkun þeirra á því með hvaða hætti Guð hafi mætt manninum í Jesú Kristi. Í táknfræði postullegs kristindóms eins og hún birtist hjá helstu kirkjudeildunum er áherslan á guðdóm Jesú, fagnaðarerindið, krossinn og upprisuna. Fyrir múslimum er Jesús hins vegar aðeins spámaður. Í kristinni trú er Jesús sjálft orð Guðs en ritsafn Biblíunnar í öllum sínum bókmenntalega fjölbreytileika er mannaverk. Í íslam er Kóraninn sjálft orð Guðs. Það gildir þó hið sama um þessi og öll önnur helgirit, þau þarf að túlka og þar er enginn skortur á álitaefnum og ágreiningsefnum. Hófsamir geta hæglega vísað í þau máli sínu til stuðnings um ágæti sinnar trúar og öfgamenn líka.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar