Komum heil heim Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 31. júlí 2014 07:00 Nú um verslunarmannahelgi eru margir á faraldsfæti og úti um allt land eru vel sóttar fjölskyldu- og útihátíðir. Á hverju ári heyrum við fréttir af mikilli umferð á okkar helstu vegum, gangi mála á útihátíðum og auðvitað af hinu víðfræga íslenska veðri. Eftir þessa miklu ferðahelgi berast okkur, því miður of oft, neikvæðar fréttir af alvarlegum slysum í umferðinni og jafnvel banaslysum. Við höfum náð mjög góðum árangri í forvarnarstarfi í umferðinni á síðustu árum. Frá síðustu aldamótum hefur banaslysum í umferðinni fækkað um meira en helming. Sé tekið tillit til aukins fjölda bifreiða og aukinnar umferðar almennt hefur slysum fækkað hlutfallslega meira. Þessi árangur er ekki tilviljunarkenndur, heldur afrakstur mikillar vinnu og samtakamáttar fjölmargra aðila. Þetta er það sem við Íslendingar gerum vel; að vinna saman að settum markmiðum.Þegar margar hendur takast á við flókin og erfið verkefni getur árangurinn verið framar öllum vonum og það á svo sannarlega við þegar kemur að umferðaröryggi. Eðli málsins samkvæmt samanstendur umferðin af þremur meginþáttum: ökumönnum, bifreiðum og vegum. Við sem berum á því ábyrgð leggjum okkur fram um að tryggja það að vegirnir séu í lagi, að umferðareftirlit sé öflugt og að vel sé fylgst með ástandi bifreiða. Eitt helsta markmið mitt sem innanríkisráðherra er að auka öryggi almennings og þar er öryggi í umferðinni ekki undanskilið. Við höfum nú þegar fjölgað lögreglumönnum og aukið akstur lögreglubifreiða, sem tryggir aukið eftirlit á vegum landsins. Að sama skapi hefur Vegagerðin lagt áherslu á viðhald vega með það að markmiði að gera þá betri og öruggari. Við þetta bætist aukin fræðsla frá Samgöngustofu og eins frá einkaaðilum á borð við FÍB og fleirum sem láta sig varða umferðaröryggi. Öllum þessum aðilum ber að þakka fyrir framlag þeirra til að auka öryggi okkar í umferðinni. En við berum öll ábyrgð á okkur sjálfum sem ökumönnum og hegðun okkar í umferðinni. Þess vegna skulum við sameinast um það markmið að skila okkur og okkar nánustu heilum heim að lokinni verslunarmannahelgi. Ég óska þess að þið lesendur góðir eigið góða og örugga helgi – og komið heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um verslunarmannahelgi eru margir á faraldsfæti og úti um allt land eru vel sóttar fjölskyldu- og útihátíðir. Á hverju ári heyrum við fréttir af mikilli umferð á okkar helstu vegum, gangi mála á útihátíðum og auðvitað af hinu víðfræga íslenska veðri. Eftir þessa miklu ferðahelgi berast okkur, því miður of oft, neikvæðar fréttir af alvarlegum slysum í umferðinni og jafnvel banaslysum. Við höfum náð mjög góðum árangri í forvarnarstarfi í umferðinni á síðustu árum. Frá síðustu aldamótum hefur banaslysum í umferðinni fækkað um meira en helming. Sé tekið tillit til aukins fjölda bifreiða og aukinnar umferðar almennt hefur slysum fækkað hlutfallslega meira. Þessi árangur er ekki tilviljunarkenndur, heldur afrakstur mikillar vinnu og samtakamáttar fjölmargra aðila. Þetta er það sem við Íslendingar gerum vel; að vinna saman að settum markmiðum.Þegar margar hendur takast á við flókin og erfið verkefni getur árangurinn verið framar öllum vonum og það á svo sannarlega við þegar kemur að umferðaröryggi. Eðli málsins samkvæmt samanstendur umferðin af þremur meginþáttum: ökumönnum, bifreiðum og vegum. Við sem berum á því ábyrgð leggjum okkur fram um að tryggja það að vegirnir séu í lagi, að umferðareftirlit sé öflugt og að vel sé fylgst með ástandi bifreiða. Eitt helsta markmið mitt sem innanríkisráðherra er að auka öryggi almennings og þar er öryggi í umferðinni ekki undanskilið. Við höfum nú þegar fjölgað lögreglumönnum og aukið akstur lögreglubifreiða, sem tryggir aukið eftirlit á vegum landsins. Að sama skapi hefur Vegagerðin lagt áherslu á viðhald vega með það að markmiði að gera þá betri og öruggari. Við þetta bætist aukin fræðsla frá Samgöngustofu og eins frá einkaaðilum á borð við FÍB og fleirum sem láta sig varða umferðaröryggi. Öllum þessum aðilum ber að þakka fyrir framlag þeirra til að auka öryggi okkar í umferðinni. En við berum öll ábyrgð á okkur sjálfum sem ökumönnum og hegðun okkar í umferðinni. Þess vegna skulum við sameinast um það markmið að skila okkur og okkar nánustu heilum heim að lokinni verslunarmannahelgi. Ég óska þess að þið lesendur góðir eigið góða og örugga helgi – og komið heil heim.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar